- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þann 1. janúar 2026 tók gildi breytingar á leiðarkerfi landsbyggðarvagna. Um er að ræða heildræna endurskoðun á kerfinu sem miðar að því að gera vagnana að betri kosti fyrir íbúa, hvort sem er til vinnu- og skólasóknar eða lengri ferða.
Betri tímasetningar fyrir skólafólk Sérstök áhersla hefur verið lögð á að bæta tímasetningar langleiða til að koma til móts við þarfir nemenda.
Heimavistarnemendur: Áætlunin gerir ráð fyrir að nemendur geti tekið vagninn heim eftir að skóla lýkur á föstudögum og farið til baka síðdegis á sunnudögum.
Síðdegisferðir: Áætlun langleiða verður þannig að hægt sé að ferðast með vögnunum síðdegis.
Áreiðanlegri ferðir og aukin tíðni Gerður er greinarmunur á akstursleiðum sem sinna daglegri vinnu- og skólasókn og þeim sem sinna langferðum. Þetta á að tryggja að seinkanir á langleiðum (t.d. vegna færðar fjær) hafi minni áhrif á daglegar ferðir íbúa.
Tíðni: Á álagstímum (morgna og síðdegis) verður tími milli ferða að jafnaði 1 klukkustund í stað 1,5–2 klst. áður, á leiðum inn á höfuðborgarsvæðið.
Staðsetning vagna: Vagnafloti verður staðsettur á atvinnu- og skólasóknarsvæðum til að minnka líkur á að ferðir falli niður vegna veðurs annars staðar.
Rafmagnsvagnar á Suðurlandi Þó ekki hafi verið gerð krafa um hreinorkuvagna í útboðinu mun verktakinn á Suðurlandi, GTs ehf., engu að síður aka á rafmagnsvögnum á nær öllum leiðum. Fram kemur í tilkynningu Vegagerðarinnar að vagnar sem aka frá Reykjavík austur að Vík verði knúnir hreinorku. Einnig er tekið fram að samgöngur milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur (með ferjunni Herjólfi og vögnum á leiðum 51 og 53) verði alfarið með hreinorku.
Aðgengi að heilbrigðisþjónustu Fyrir þá sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg er markmiðið að fólk þurfi ekki að dvelja lengur en eina nótt áður en hægt er að halda heim með næsta vagni.
Nánari upplýsingar um tímatöflur má nálgast á vef Strætó.