Nú líður að lokum jólahátíðarinnar og verður henni fagnað með viðeigandi hætti í Rangárþingi eystra. Tvær þrettándabrennur og flugeldasýningar verða haldnar í sveitarfélaginu á næstu dögum þar sem íbúum og gestum gefst tækifæri á að koma saman.

Við Seljalandsfoss Ungmennafélagið Trausti stendur fyrir þrettándagleði við Seljalandsfoss þriðjudaginn 6. janúar. Dagskráin hefst með því að kveikt verður í brennunni klukkan 20:00. Að brennu lokinni verður boðið upp á flugeldasýningu. Heitt verður á könnunni eftir brennu í félagsheimilinu Heimalandi

Í Fljótshlíð Laugardaginn 10. janúar verður haldinn álfadans, brenna og flugeldasýning við Goðaland í Fljótshlíð. Kveikt verður í brennunni klukkan 20:30, en þeir sem hyggjast taka þátt í álfadansinum eru beðnir um að mæta tímanlega, eða klukkan 20:00. Eftir brennu verður heitt á könnunni í félagsheimilinu.

Björgunarsveitin Dagrenning sér um framkvæmd allra flugeldasýninga og tryggir öryggi á svæðinu. Gestir mega koma með stjörnuljós til að skapa stemningu, en eru vinsamlegast beðnir um að skilja alla aðra skotelda eftir heima af öryggisástæðum.

Verið velkomin að eiga góða stund saman og kveðja jólin.