Nú styttist í þorrablótin í sveitarfélaginu og hér má sjá dagsetningar blótanna.

 

24. janúar - Þorrablót Austur Landeyinga í Gunnarshólma

31. janúar - Þorrablót Hvolhreppinga í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli

07.febrúar - Þorrablót Fljótshlíðinga Goðalandi

07.febrúar -  Þorrablót Austur Eyfellinga í Fossbúð

14.febrúar - Þorrablót Vestur Landeyinga í Njálsbúð

21.febrúar - Þorrablót Vestur Eyfellinga á Heimalandi

 

Þess má geta að þorri er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu. Upphaf hans mun áður hafa miðast við fyrsta nýja tungl eftir vetrarsólhvörf. Hann hefst á föstudegi í 13. viku vetrar.

Mánaðarheitið þorri kemur fyrir í elsta íslenska rímhandritinu frá lokum 12. aldar og einnig í Staðarhólsbók Grágásar frá 13. öld og í upptalningu mánaðanna í Snorra-Eddu. Margir gömlu mánaðanna í norræna tímatalinu báru mismunandi nöfn eftir heimildum, en þorri hélt alltaf nafni sínu í þeim öllum. Svipað mánaðarheiti þekkist á öðrum Norðurlöndum (t.d. tordmåned í dönsku), en þá sem nafn á janúar og jafnvel mars.

Fyrsti dagur þorra er þekktur sem „bóndadagur“ og er gömul hefð að konur geri vel við eiginmenn sína í mat og drykk á þeim degi. Þorrablót eru skemmtanir sem Íslendingar halda á þorranum og hafa tíðkast frá síðari hluta 19. aldar.

Þeir sem vilja fræðast meira um þorrann geta lesið sig til um það hér: https://islensktalmanak.is/dagar/thorri/