Frá miðnætti í kvöld og til klukkan 8 á þriðjudagsmorgunn verður rafmagn keyrt á varaafli í Vík og nágrenni en rafmagnslaust verður hjá viðskiptavinum RARIK undir Eyjafjöllum.
Langar þig að prófa að æfa skemmtilega íþrótt í frábærum hóp?
Næstkomandi fimmtudag, þann 14. ágúst, mun íþróttafélagið Dímon fara í dósasöfnun á Hvolsvelli. Mikilvægt er að sem flestir krakkar og fullorðnir hjálpi til við söfnunina. Þeir sem geta tekið þátt mæta í Króktún 9 kl. 17:00 til Óla Elí. Gott er líka fyrir íbúa að vera búinn að taka saman þær dósir og flöskur sem þeir geta látið af.
Helgina 21.-24. ágúst næstkomandi mun nýstofnað Njálufélag efna til Njáluvöku í Rangárþingi undir forystu Guðna Ágústssonar, formanns Njálufélagsins og fyrrverandi ráðherra. Hátíðin heiðrar arfleifð Brennu-Njálssögu og vekur söguna til lífsins á söguslóðum hennar.
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. óskar eftir að ráða einstaklinga til starfa með sorphirðubíl. Starfið felst í losun íláta í sorpbíl og að skila þeim til notenda á ný. Unnið er 4–5 daga í mánuði á Hellu og Hvolsvelli. Leitað er eftir einstaklingum sem eru líkamlega hressir, samviskusamir, liprir í samskiptum, duglegir og áræðnir. Starfið getur hentað fólki í vaktavinnu.