Hér í Rangárþingi eystra og í allri Rangárvallasýslu er mikið úrval af allskonar verslun og þjónustu. Nú fyrir jólahátíðina er rétt að huga að því að það þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt og flest sem vantar má finna hér í heimabyggð, sérstaklega þegar veður og færð geta spillst fljótt.
Björgunarsveitin Dagrenning heldur í sína árlegu hefð og aðstoðar jólasveinana við að koma pökkum til skila á Aðfangadag.
Nú þegar jólin ganga í garð er kominn tími til að hægja aðeins á og njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Vegna þessa verður breyting á opnunartíma skrifstofu Ráðhússins næstu daga.
Í vikunni var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri götu á Hvolsvelli en það er gatan Bergþórugerði. Vinnuvélar eru nú komnar á svæðið og undirbúningur hafinn af krafti.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 við síðari umræðu á fundi sínum í síðustu viku. Áætlunin ber með sér að rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi og gert er ráð fyrir jákvæðri rekstarniðurstöðu sem nemur 107 milljónum króna í A-hluta. Við gerð áætlunarinnar var lögð áhersla á að styrkja þjónustu við íbúa og mæta hækkunum á fasteignamati með lækkun álagningarprósenta, auk þess að halda áfram uppbyggingu innviða.