Björgunarsveitin Dagrenning heldur í sína árlegu hefð og aðstoðar jólasveinana við að koma pökkum til skila á Aðfangadag.

Móttaka á pökkum verður í björgunarsveitarhúsinu að Dufþaksbraut 8, þann 22. desember á milli klukkan 20:00 og 22:00.

Mikilvægt er að pakkarnir séu hóflegir að stærð og vel merktir með nafni og heimilisfangi svo allt rati örugglega á réttan stað.