- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nú þegar jólin ganga í garð er kominn tími til að hægja aðeins á og njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Vegna þessa verður breyting á opnunartíma skrifstofu Ráðhússins næstu daga.
Skrifstofan verður lokuð á Þorláksmessu, þriðjudaginn 23. desember, og á Aðfangadag, miðvikudaginn 24. desember.
Við opnum aftur mánudaginn 29. desember og tökum vel á móti ykkur á hefðbundnum opnunartíma.
Við minnum á að ýmsar upplýsingar og eyðublöð er hægt að nálgast hér á heimasíðunni og í gegnum íbúagáttina allan sólarhringinn. Erindi sem berast í tölvupósti á meðan lokun stendur verður svarað eins fljótt og auðið er eftir að við opnum á ný.
Starfsfólk Rangárþings eystra óskar íbúum og gestum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.