Mikil úrkoma og vatnsflóð gekk yfir Rangárþing eystra í byrjun vikunnar og olli tjóni á vegum og göngustígum. Hringvegurinn flæddi yfir á nokkrum stöðum og göngustígurinn að Kvernufossi skemmdist mikið.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 12. desember 2024 fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2025-2028.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 sem ellefu sveitarfélög á Suðurlandi standa að. Svæðisskipulagið hafði áður verið samþykkt í svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis og í sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem eiga aðild að því.
Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 15. desember n.k frá kl. 12-15 í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.
Á sunnudaginn standa kvenfélagið Fjallkonan og sóknarnefnd Eyvindarhólakirkju fyrir aðventusamkomu í Fossbúð kl 14.00. Sr Jóhanna Magnúsdóttir nýr sóknarprestur okkar Eyfellinga kemur og segir okkur aðeins frá sjálfri sér og flytur okkur hugvekju. Hún verður líka með efni fyrir börnin. Fjallkonur selja kaffi og með því. 1.500 fyrir fullorðna og frítt fyrir börnin. Mætum sem flest og eigum góða samverustund á aðventu. Allir velkomnir