Rangárþing eystra auglýsir eftir leigutökum til að nýta lóðir innan þjóðlendumarka í Þórsmörk, Goðalandi og við Emstrur(Botnar). Leyfi Rangárþings eystra þarf til að nýta land og landsréttindi á svæðinu, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta. Jafnframt þarf samþykki forsætisráðuneytisins þar sem umrædd nýting á að vara lengur en til eins árs, sbr. 2. mgr. 3. Gr. sömu laga.
Opið er fyrir unglinga fædda 2009 - 2012 til skráningar í vinnuskóla Rangárþings eystra fyrir sumarið 2025 til 23. maí
Eins og undanfarin ár verður sveitarfélagið Rangárþing eystra með leikjanámskeið fyrir yngstu börn grunnskóla.
279. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 22. maí 2025 og hefst kl. 08:15
Frá og með morgundeginum, 20.maí 2025 verður partur af Stóragerði lokaður fyrir almenna umferð. Aðkoma verður frá Vallarbraut að skólalóð.