Það má með senni segja að starfsfólk Leikskólans Öldunnar sitji ekki auðum höndum en í janúar 2025 byrjuðu nokkrir starfsmenn Öldunnar að prjóna jólapeysur.

Verkið var unnið á kaffistofunni og einnig hittist hópurinn reglulega til að prjóna og spjalla eftir vinnu.

Verkefnið hefur verið virkilega skemmtilegt og voru flestar peysurnar tilbúnar fyrir jól en aðrar klárast bara fyrir næstu jól.

Á meðfylgjandi myndum má sjá myndir af hópnum í nýprjónuðu peysunum. Þær eru hvergi af baki dottnar og hyggjast endurtaka leikinn.