Félagsþjónusta Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu- ráðgjafi í barnavernd


Félagsþjónusta Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir starf félagsráðgjafa í
barnaverndar- og farsældarþjónustu laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall
Umsóknafrestur er til og með 10. febrúar 2026.


Helstu verkefni
 Móttaka barnaverndartilkynninga og skráning
 Vinnsla barnaverndarmála, samskipti og samvinna við börn og foreldra
 Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála
 Tekur þátt í sískráningu
 Virk þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðun á reglum í málaflokknum
 Situr teymisfundi og aðra fundi samkvæmt samkomulagi við teymisstjóra barnaverndar- og farsældarþjónustu
 Tekur að sér málstjórn í samþættri þjónustu í þágu farsældar barna


Menntun og Hæfniskröfur
 Félagsráðgjafanám til starfsréttinda
 Starfsreynsla og þekking á sviði barnaverndar- og/eða farsældarþjónustu æskileg
 Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er mikilvægt
 Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
 Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur


Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Umsóknir skulu innihalda
starfsferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum. Félags- og
skólaþjónusta áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Félagsþjónusta Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu annast félagsþjónustu
sveitarfélaganna í Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og
Skaftárhreppi. Skrifstofur félagsþjónustunnar eru staðsettar á Hellu. Í sveitarfélögunum búa
u.þ.b. 6.000 manns. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga
og Félagsráðgjafafélags Íslands.


Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skulu berast á netfangið svava@felagsmal.is fyrir
10. febrúar 2026. Nánari upplýsingar um starfið veitir Svava Davíðsdóttir framkvæmdarstjóri
félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu í síma 487-8125 eða á
netfangið svava@felagsmal.is.