- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Mikil gleði ríkti fimmtudaginn 22. janúar þegar fyrsta skóflustungan var tekin að nýju búsetuúrræði fyrir fatlað fólk á Hvolsvelli.
Verkefnið er samstarfsverkefni Rangárþings eystra, Bergrisans – byggðasamlags 13 sveitarfélaga á Suðurlandi um málefni fatlaðs fólks – og Brákar íbúðafélags, sem er óhagnaðardrifið íbúðafélag.
Búsetukjarninn mun rísa á horni Öldubakka og Dalsbakka og verða um 500 fermetrar að stærð. Alls munu verða sex sjálfstæðar íbúðir í húsnæðinu, hver um sig um 50–60 fermetrar, auk sameiginlegra þjónusturýma og aðstöðu fyrir starfsfólk.
Töluverðar breytingar voru gerðar á deiliskipulagi svæðisins áður en endanleg staðsetning var valin, en áður höfðu margar mismunandi staðsetningar verið skoðaðar.
Bergrisinn mun sjá um úthlutun íbúðanna til einstaklinga sem uppfylla skilyrði fyrir búsetu í úrræðinu.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist af fullum krafti á næstu vikum og því megi búast við einhverju raski á svæðinu. Áætlað er að búsetukjarninn verði tilbúinn snemma árs 2027.
Hægt er að skoða skipulag svæðisins hér.