Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. óskar eftir að ráða starfsmann í 100% starf á móttökustöðina á Strönd. Um er að ræða fjölbreytt og margþætt starf þar sem rík áhersla er lögð á góða þjónustu, öryggi og vandaða umgengni.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Taka á móti viðskiptavinum á Strönd, veita leiðbeiningar og aðstoða við losun og flokkun úrgangs.
  • Verkefni sem tengjast umsýslu, flokkun og umhleðslu úrgangs á Strönd.
  • Viðhald bifreiða, véla og húsnæðis á Strönd, allt eftir þekkingu og reynslu starfsmanns.
  • Viðhaldsverkefni og tiltekt á móttöku-, urðunar- og flokkunarsvæði á Strönd, eftir þörfum.
  • Önnur verkefni sem næsti yfirmaður felur starfsmanni og falla að starfssviði hans.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Framúrskarandi þjónustulund, lipurð í mannlegum samskiptum og snyrtimennska.
  • Vinnuvélaréttindi og tilskilin endurmenntun.
  • Meirapróf og reynsla af viðhaldi véla og tækja telst kostur.
  • Geta til að tala og skilja íslensku og ensku.

Við bjóðum

  • Fjölbreytt starf í umhverfis- og þjónustutengdu starfsumhverfi.
  • Traustan vinnustað og gott samstarf.
  • Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi.

Hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu starfa um 7 starfsmenn í föstu starfi auk 2-3 í hlutastarfi. Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. er byggðasamlag í eigu Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps og þjónustar alla Rangárvallasýslu.

Starfið hentar öllum kynjum og eru áhugasöm hvött til að sækja um. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Haukur Þórðarson, framkvæmdastjóri haukur@ry.is eða í síma 855-1757. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2026. Ásamt umsókn skal fylgja starfsferilsskrá/kynning. Senda skal umsóknir á haukur@ry.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.