- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fimmtudaginn 15. janúar sl. komu saman fjölmenningarráð Rangárþings eystra og Rangárþings ytra á sameiginlegum fundi á Hellu.
Helsta umræðuefni fundarins var undirbúningur fjölmenningarhátíðar sem fyrirhugað er að haldin verði á Hellu 9. maí nk. Farið var yfir hátíðina sem haldin var á Hvolsvelli í maí 2025, hvað gekk vel og hvað hefði mátt betur fara en einnig voru önnur mál rædd er viðkemur fjölmenningu.
Fundurinn var ákaflega vel heppnaður og var það samhljóma álit fundarmanna að ráðin þyrftu að funda saman reglulega.
Fjölmenningarráð Rangárþings eystra þakkar nágrönnum okkar í Rangárþingi ytra fyrir hlýjar móttökur og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.