Hér í Rangárþingi eystra og í allri Rangárvallasýslu er mikið úrval af allskonar verslun og þjónustu. Nú fyrir jólahátíðina er rétt að huga að því að það þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt og flest sem vantar má finna hér í heimabyggð, sérstaklega þegar veður og færð geta spillst fljótt.
Íbúar í Rangárþingi eystra eru duglegir að lýsa upp skammdegið nú í desembermánuði. Undirritaður fór í bíltúr um þorpið eitt kvöldið í vikunni til að skoða aðventuljósin og það var margt skemmtilegt sem bar fyrir augu.
Sorphirðudagatal Sorpstöðvar Rangárvallasýslu fyrir tímabilið janúar til júní 2026 má nálgast hér.
Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn og er styrkjum úthlutað með hliðsjón af niðurstöðu faglegs mats sérstakrar matsnefndar. Til úthlutunar eru um 1.000.000 krónur árlega.