- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Íbúar í Rangárþingi eystra eru duglegir að lýsa upp skammdegið nú í desembermánuði. Undirritaður fór í bíltúr um þorpið eitt kvöldið í vikunni til að skoða aðventuljósin og það var margt skemmtilegt sem bar fyrir augu.
Hvolsvöllur skartar sínu fegursta og greinilegt að margir leggja mikið á sig við að gera umhverfið hátíðlegt. Það vekur sérstaka athygli að jólaskreytingarnar einskorðast ekki bara við hús og garða. Á rúntinum mátti sjá vel skreytta bíla sem lýstu upp götuna og í einum garðinum stóð Grýla sjálf við pottinn sinn, sem vakti verðskuldaða athygli vegfarenda.
Því miður gafst ekki tími til að keyra um sveitir sveitarfélagsins í þessari ferð, en við vitum að þar er einnig víða búið að skreyta fallega. Okkur langar því að biðja íbúa í dreifbýlinu að senda okkur myndir af sínum skreytingum.
Það væri mjög gaman að fá sendar myndir á netfangið simmi@hvolsvollur.is svo við getum bætt þeim við hér í fréttina og sýnt hvernig jólaljósin lýsa upp allt sveitarfélagið.
Við hvetjum íbúa og gesti til að fá sér göngutúr eða bíltúr og njóta ljósadýrðarinnar.
Hér má nálgast myndasafnið: Jólaljós í Rangárþingi eystra