311. fundur 09. mars 2023 kl. 12:00 - 15:06 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
 • Sandra Sif Úlfarsdóttir varamaður
  Aðalmaður: Anton Kári Halldórsson
 • Rafn Bergsson aðalmaður
 • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
 • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
 • Bjarki Oddsson aðalmaður
 • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
 • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
 • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
 • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, máli nr 49. Strandarvöllur ehf Fundarboð á aðalfund 2023.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Í fundarsalnum sitja Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Sandra Sif Úlfarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, Guri Hilstad Ólason og oddviti Tómas Birgir Magnússon, Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi sem sér um útsendinguna og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð en hún situr einnig fundinn sem staðgengill sveitarstjóra í fjarveru Antons Kára.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 9. mars 2023

2303030

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tóku: TBM og GHÓ.
Lagt fram til kynningar.

2.Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

2301095

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til Langsþings sambandsins föstudaginn 31. mars nk. Lögð fram tillaga um breytingu á aðal- og varafulltrúa B lista til að sitja á landsþingum sambandsins.
Tillaga er um að aðalmaður verði Bjarki Oddsson og til vara Guri Hilstad Ólason.
Kjör annarra þingfulltrúa er óbreytt frá 298. fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3.Markaðs- og menningarnefnd; Breytt nefndarskipan N-lista 2023

2302075

Lögð fram tillaga fulltrúa N lista um breytta nefndarskipan í Markaðs- og menningarnefnd.
Tillaga er um að aðalmaður verði Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir í stað Rebekku Katrínardóttur.
Varamaður verði Tómas Birgir Magnússon í stað Hildar Guðbjargar Kristjánsdóttur.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Bergrisinn; uppfærðar samþykktir 2023

2303001

Á auka aðalfundi Bergrisans 20. febrúar 2023 voru samþykktar nýjar samþykktir félagsins. Lagðar fram til fyrri umræðu nýjar samþykktir Bergrisans bs.
Sveitarstjórn samþykkir í fyrri umræðu, með sjö samhljóða atkvæðum, samþykktir Bergrisans bs.

5.Héraðsbókasafn Rangæinga; Ársreikningur 2022

2302053

Lagður fram til umræðu og samþykktar Ársreikningur Héraðsbókasafns Rangæðinga fyrir árið 2022.
Ársreikningur Héraðsbókasafns Rangæinga samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Byggðaþróunarfulltrúi Rangárvallasýslu

2303019

Á 225. fundi byggðarráðs var tekið fyrir minnisblað frá fundi sveitarfélaga í Rangárvallasýslu um byggðarþróunarfulltrúa.
Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundinum:
Byggðarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í hjá lögðu minnisblaði. Byggðarráð tilnefnir Anton Kára Halldórsson og Tómas B Magnússon sem fulltrúa Rangárþings eystra í vinnuhóp til þess að vinna áfram að málinu.

Í vinnuhópinn bættist, Guri Hilstad Ólason, sem fulltrúi minnihluta og hefur verið unnið áfram að málinu á síðustu vikum.

Lagt fram minnisblað um stöðu mála, kostnaðaráælun og næstu skref í verkefninu.
Til máls tóku:

Sveitarstjórn fagnar verkefninu og í því felast tækifæri í atvinnuþróun og nýsköpun á svæðinu.
Lagt til að Rangárþing eystra taki þátt í verkefninu með SASS og ráðinn verði byggðarþróunarfulltrúi í Rangárvallasýslu. Lagt til að Héraðsnefnd Rangæinga haldi utan um verkefnið til að byrja með og geri samning við SASS.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Erindi vegna aðstöðu fyrir eldri borgara á Hvolsvelli

2302034

Benedikta S. Steingrímsdóttir sendi erindi til Fjölskyldunefndar varðandi nýtingu á húsnæði leikskólans þegar starfsemin flytur. Fjölskyldunefnd bókaði eftirfarandi: Fjölskyldunefnd þakkar Benediktu kærlega fyrir erindið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hafin verði þarfagreining sem fyrst á því húsnæði sem losnar í sveitarfélaginu þegar leikskólinn flytur í nýju leikskólabygginguna.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: BO, TBM, SKV, RB, ÁHS, GHÓ.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna greiningu á húsnæðisþörf undir félagsstarf í sveitarfélaginu og vinna í framhaldinu minnisblað um mögulega notkun húsnæðisins og leggja fyrir sveitarstjórn. Samhliða verði lokið við vinnu við deiliskipulag reitsins sem eignirnar standa á.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Rangárþingi eystra

2303020

Lögð fram umsókn Hopp og Southcoast Adventure ehf. um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Rangárþingi eystra.
Til máls tóku: BO, TBM, MJÍ, GHÓ.
Sveitarstjórn samþykkir leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Rangárþingi eystra. Sveitarstjóra falið að undirrita samstarfsyfirlýsingu milli sveitarfélagsins og sérleyfishafa.
Samþykkt með 6 atkvæðum TBM, ÁHS, SKV, SSÚ, GHÓ, RB einn situr hjá BO.

9.Umsókn um tvískipta skólavist; Guðmundur Fannar Markússon

2302060

Lögð fram umsókn Guðmunds Fannars Markússonar um tvöfalda skólavist.
Í leiðbeinandi áliti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1. október 2019, um tvöfalda skólavist leik- og grunnaskólabarna kemur fram að þarfir barns verða að vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra. Rétt sé því að miða við að foreldrar lagi sig að aðstæðum barns, til að tryggja því samfellu í daglegu lífi, öryggi og festu fremur en að barnið aðlagi sig að aðstæðum foreldra.
1. janúar 2022 tóku gildi breytingar á barnalögum þar sem svokölluð skipt
búseta barna var lögfest. Forsendur þess að hægt sé að semja um skipta búsetu er að búsetu foreldra séð þannig háttað að barnið sæki einn leik- eða grunnskóla. Í skýringum með lögunum segir m.a.: „Með tilliti til hagsmuna og þarfa barns er enn fremur gerð krafa um nálægð heimila. Gera verður ráð fyrir að foreldrar búi oftast í sama sveitarfélagi og eftir atvikum í sama skólahverfi. Með hliðsjón af því hvað mörk liggja oft þétt er þó ekki gerð skilyrðislaus krafa um búsetu foreldra í sama sveitarfélagi heldur gert ráð fyrir að í einhverjum tilvikum geti verið um nærliggjandi sveitarfélög að ræða. Tekið er skýrt fram að búsetu foreldra verði að vera þannig háttað að barnið sæki einn skóla eða leikskóla frá báðum heimilum."
Á 259. fundi sveitarstjórnar 9.1.2022 kallaði forstöðumaður Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu eftir afstöðu þáverandi sveitarstjórnar í garð slíkra beiðna. Þá samþykkti sveitarstjórn eftirfarandi:
,,Sveitarstjórn Rangárþings eystra er sammála þeirri afstöðu sem kemur fram í niðurstöðu álits Sambands íslenskra sveitarfélaga og telur að hafna eigi slíkum beiðnum."

Að öllu framangreindu samræmist hvorki tvöföld leikskóla- né grunnskólavist ákvæðum laganna og sér sveitarstjórn sér ekki fært að samþykkja tvöfalda skólavist barna í sveitarfélaginu. Erindinu er því hafnað á þeim forsendum.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Fyrirspurnir B-lista til sveitarstjóra

2303029

Lögð fram fyrirspurn B-lista til sveitarstjóra um stöðu þriggja mála:
1. Vinnu við greiningu og tillögu að úrbótum varðandi hljóðvist í Hvolsskóla.
2. Stöðu á samkomulagi og stofnun félagsins um rekstur aðstöðu við Seljalandsfoss.
3. Stöðu á leigusamningu vegna húsnæðis Söguseturs og áforum um nýtingu húsnæðisins.
Til máls tóku: GHÓ, TBM

Svör sveitarstjóra:
1.
Ekki hefur farið fram önnur greiningarvinna en sú sem unnin var fyrir yngsta stig Hvolsskóla árið 2018 og úrbætur gerðar skv. henni. Að öðru leiti hefur ekki verið aðhafst í málinu enda hefur áhersla verið lögð á að fyrirbyggja myglu og rakaskemmdir í Hvolsskóla frá sl. hausti.

2.
Staðan í dag er sú að fyrir liggja drög að hluthafasamkomulagi, samþykktum fyrir hið nýja félag, samningi um afnotarétt og þjónustu og viðauka vegna landamerkjamála. Þau gögn voru send sveitarstjórnarfulltrúum þann 17. janúar. Óskað var eftir því að Pwc myndi stilla upp útfærslum varðandi stofnefnahagsreikning og útfærslu A og B hlutabréfa fyrir hið nýja félag. Tillögur Pwc bárust þann 28. febrúar og eru nú í rýni hjá lögfræðingi sveitarfélagsins.

3.
Ekki hefur verið gengið fá áframhaldandi leigusamningi við núverandi leigjanda. Verðmat hefur verið fengið frá tveimur fasteignasölum varðandi hugsanlegt söluvirði hússins. Sveitarstjóri vinnur að gerð minnisblaðs varðandi möguleika á framtíðarnotkun og/eða sölu hússins og verður það minnisblað lagt fyrir sveitarstjórn/byggðarráð á næstu dögum.

11.Tillaga um breytingu á gjaldskrá skólaaksturs

2303028

Lagt fram erindi verktaka sem sjá um skólaakstur í Rangárþingi eystra, þar sem lagðar eru fram tillögur að breytingum á gjaldsskrá skólaaksturs og breytingu á ákvæði um uppreikning taxta eftir vísitölu.
Til máls tóku: RB og MJÍ
Afgreiðslu erindis frestað sveitarstjóra og fjármálastjóra falið að afla frekari gagna og kostnaðarmeta tillögurnar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.The Rift fjallahjólakeppnin 2023

2303031

The Rift reiðhjólakeppnin verður haldin þann 22. júlí nk. með upphaf og endamark á Hvolsvelli. Undirbúningsnefnd keppninnar óskar eftir leyfi frá sveitarfélaginu til bráðabirgðalokana á vegum sbr. fylgiskjölum sem og afnot af húsnæði félagsmiðstöðvarinnar við Ormsvöll fyrir stjórnstöð.
Til máls tóku: BO, TBM, SKV, MJÍ.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leiti við keppnishald og bráðabirgðalokanir á vegum enda vara lokanir ekki lengur en þarf vegna keppninnar. Sveitarstjórn samþykkir ennfremur að húsnæði félagsmiðstöðvarinnar á Ormsvelli verði lánað til verkefnisins endurgjaldslaust til að þjóna sem stjórnstöð fyrir keppnisstjórn. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með að svo stórt íþróttamót sé haldið í sveitarfélaginu og óskar keppnishöldurum og keppendum góðs gengis.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Tillaga B-lista um að hafin verði vinna við að stofna nýsköpunar- og fjarnáms seturs í sveitarfélaginu.

2303032

Lögð fram tillaga B-lista þar sem lagt er til að vinna verði hafin við að stofna nýsköpunar- og fjarnámssetur í sveitarfélaginu.
Til máls tóku: BO, TBM.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að vinna að málinu.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Ósk um lóð - Ytri-Skógar

2301090

F.h. veiðifélagsins í Skógá óskar Ásgeir Ásmundsson eftir því að fá úthlutað lóð úr landi Ytri-Skóga undir veiðihús, n.t.t. sunnan við Þjóðveg nr. 1, rétt austan við Skógá. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna beri beiðni veiðifélagsins um lóð undir veiðihús sunnan þjóðvegar nr. 1 þar sem að skipulag liggur ekki fyrir og svæðið óbyggt. Veiðifélaginu er bent á að það eru lausar íbúðarlóðir við Vistarveg 2, 3, 4 og 6.
Til máls tóku: TBM og BO.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og hafnar beiðninni.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Viðbygging við Litlagerði 6 - Grenndarkynning

2201076

Halldór Hrannar Hafsteinsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 39,9 m2 viðbyggingu við einbýlishúsið Litlagerði 6, 860 Hvolsvelli í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti, dags. 10.08.2022. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Gögn vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar voru grenndarkynnt frá og með 31. janúar sl. Ekki komu fram athugasemdir innan gefins athugasemdarfrests. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að heimila 39,9 m2 viðbyggingu við Litlagerði 6 skv. meðfylgjandi hönnunargögnum.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að heimila viðbyggingu við Litlagerði 6 skv. meðfylgjandi hönnunargögnum.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Framkvæmdarleyfi; Ráðagerði

2011006

Sigurborg Þ. Óskarsdóttir óskar eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku, haugsetningar og landmótunar við gerð tjarnar í landi Ráðagerðis L224947 skv. meðfylgjandi umsókn, dags. 20.2.2021. Skiplags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Á 4. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að falla frá fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu um að heimila svæði til efnistöku innan frístundabyggðarinnar í Ráðagerði. Á 303. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að falla frá aðalskipulagsbreytingu varðandi breytta landnotkun á svæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilyrða framkvæmdaleyfi við gerð hljóðmana, landmótunar og til vegagerðar á svæðinu í samræmi við gildandi deiliskipulag frístundabyggðar þ.e. ekki verði um efnisflutning af svæðinu að ræða. Framkvæmdaleyfi gildir tímabundið til 1. september 2023.
Sveitarfélaginu hefur borist ósk frá landeiganda um að fresta fullnaðarafgreiðslu umsóknar um framkvæmdarleyfi, vegna gagnaöflunar umsóknaraðila.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu umsóknar um framkvæmdarleyfi til næsta fundar sveiarstjórnar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Heildarendurskoðun ASK Mýrdalshreppur 2021-2033 - Auglýst tillaga

2301094

Með tölvupósti dags. 30. janúar 2023 óskar skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps eftir umsögn varðandi heildarendurskoðun aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við heildarendurskoðun Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir viðræðum varðandi samræmingu á sveitarfélagamörkum.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og gerir ekki athugasemd við tillögu að aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

18.Skipulagsmál við Seljalandsfoss

2302028

Erindi, dags. 7. febrúar 2023, vegna skipulagsmála við Seljalandsfoss. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Hálfdáni Ómari fyrir erindið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umræða verði tekin varðandi ábendingar Hálfdáns Ómars um breytta staðsetningu þjónustumiðstöðvar við Hamragarða og Seljalandsfoss.
Sveitarstjórn leggur til að haldinn verði sameiginlegur fundur skipulags- og umhverfisnefndar og sveitarstjórnar þar sem erindið verði rætt.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

19.Aðalskipulag - Brúnir 1, breyting

2302074

Um er að ræða breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæðinu (VÞ 17) á lóðinni Brúnir 1 L227590. Heildar byggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2.Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

20.Deiliskipulag - Brúnir 1 breyting

2206060

Um er að ræða breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæði (VÞ 17) í landi Brúna 1 L227590. Heildar byggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2, svæðið stækkar úr 1,6 í 1,8 ha og við bætast 3 nýir byggingarreitir. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

21.Aðalskipulag - Eystra-Seljaland F7, breyting

2302072

Um er að ræða breytingu á landnotkun á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

22.Deiliskipulag - Eystra Seljaland

2205068

Um er að ræða skipulagslýsingu deiliskipulags á uppbyggingu í ferðaþjónustu á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719. Gert er ráð fyrir hótel- og veitingaþjónustu ásamt uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir starfsfólk. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

23.Aðalskipulag - Dílaflöt, breyting

2301089

Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca 15 ha svæði úr spildunni Dílaflöt L234644 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

24.Deiliskipulag - Dílaflöt

2301085

Um er að ræða skipulagslýsingu vegna uppbyggingar í ferðaþjónustu á ca 15 ha svæði úr spildunni Dílaflöt L234644. Fyrirhugað er að byggja upp lítil gestahús til útleigu til ferðamanna. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

25.Aðalskipulag - Stóra-Mörk 1, breyting

2301088

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðunum Stóra-Mörk 1 L163808, Stóra-Mörk 3 L163810 og Stóra-Mörk 3B L224421 úr landbúnaðarlandi (L) í ca 3,4 ha svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ), ca 23 ha svæði undir afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF) og ca 27 ha svæði undir skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

26.Deiliskipulag - Stóra-Mörk 1, 3 og 3B

2301084

Um er að ræða skipulagslýsingu á deiliskipulagi á jörðunum Stóra-Mörk 1 og 3 og lóðinni Stóra-Mörk 3B. Gert er ráð fyrir nýju ca 3,4 ha verslunar- og þjónustusvæði, breyting verður á afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF12) og það stækkað í um 23 ha. Einnig verður gert ráð fyrir nýju ca 27 ha skógræktar- og landgræðslusvæði. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

27.Aðalskipulag - Syðsta Mörk, breyting

2301006

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2032. Breytingin felur í sér að um 52,7 ha af landbúnaðarlandi (L) úr jörðinni Syðsta-Mörk L163803 verði breytt í íbúðarbyggð (ÍB). Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

28.Deiliskipulag - Syðsta Mörk

2205082

Björgvin Guðjónsson óskar eftir heimild til þess að deiliskipuleggja u.þ.b. 52,7 ha landspildu úr jörðinni Syðsta Mörk L163803 skv. meðfylgjandi gögnum. Um er að ræða 18 stk. 1,5-2,5 ha lóðir undir íbúðarhús ásamt aukahúsum. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

29.Deiliskipulag - Voðmúlastaðir

2211069

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 5 byggingarreitum sem hver um sig er 900 m2 að stærð. Á hverjum reit er heimilt að byggja allt að 60 m2 gestahús til útleigu fyrir ferðamenn. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Tillagan var auglýst frá 4. janúar sl. með athugasemdafresti til 15. febrúar sl. Í athugasemd Vegagerðarinnar kemur fram að ekki sé heimil vegtenging við Bakkaveg (253-01), eins og hún kemur fram á uppdrætti, þar sem að fjarlægð á milli tenginga er ekki í samræmi við veghönnunarreglur. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

30.Deiliskipulag - Völlur 2

2211042

Deiliskipulagið nær til ca 1,2 ha lands úr landi Vallar 2 L164207, ntt. Vallarhorn. Gert er ráð fyrir allt að 250 m2 íbúðarhúsi og allt að 300 m2 skemmu. Mænishæð bygginga er allt að 8,0m. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Tillagan var auglýst frá 4. janúar til og með 15. febrúar sl. Í athugasemd Vegagerðarinnar kemur fram að fjarlægð á milli vegtenginga er of lítil mv. veghönnunarreglu Vegagerðarinnar. Skiplags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að fjarlægð á milli vegtenginga verði uppfyllt í samræmi við hönnunarreglur Vegagerðarinnar og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

31.Deiliskipulag - Uppsalir, breyting

2211048

Óskað eftir breytingu á deiliskipulagi á Uppsölum L164200. Breytingin felst í því að gerð er ný lóð, Uppsalir 4 sem er 3,0 ha að stærð. Heimilt verður að byggja íbúðarhús/bílskúr, allt að 250 m2, gestahús allt að 50 m2 og skemmu allt að 250 m2. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:

Tillagan var auglýst frá 4. janúar sl. með athugasemdafresti til 15. febrúar sl. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits suðurlands kemur fram að færa þurfi rök fyrir því ef vikið verði frá meginreglu reglugerðar 798/1999 um fráveitur os skólp, varðandi sameiginlega fráveitu. Einnig bendir Heilbrigðiseftirlitið á að staðsetning hreinsivirkis skuli vera með þeim hætti að aðgengi sé gott til tæmingar og viðhalds. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að stærð og lögun lóða, ásamt mikilli fjarlægð á milli mannvirkja, geri það að verkum að erfitt er um vik að koma fyrir sameiginlegu hreinsivirki. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna, með fyrirvara um að gögn verði lagfærð varðandi staðsetningu hreinsivirkis, og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

32.Deiliskipulag -
Rjómabúið

2211063

Deiliskipulagið fyrir Rjómabúið nær til 1,7 ha úr landi Bollakots L163995. Gert er ráð fyrir gestahúsum ásamt þjónustuhúsi, eða að hámarki 5 hús. Mænishæð húsa er allt að 6,0m mv. gólfhæð. Aðkomuvegur verður frá Bollakotsvegi. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Afgreiðslu málsins er frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla frekari gagna varðandi fjarlægð byggingareits frá Grjótánni.
Málið kom aftur á dagskrá Skipulags- og umhverfisnefndar 7. mars og eftirfarandi bókun samþykkt:
Afgreiðslu málsins var frestað á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna vegna fjarlægðar byggingarreits frá Grjótánni. Búið er að uppfæra skipulagsgögn og minnka byggingarreit eins og hægt er gagnvart Grjótánni. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 12/2010.
Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulagsnefndar og að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

33.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 10

2210106

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á spildunni Skeggjastaðir land 10 L194252. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að 200m2 að stærð, skemmu allt að 200 m2 að stærð og hesthúsi allt að 200 m2 að stærð. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Tillagan var auglýst frá 30. nóvember sl. með athgasemdarfresti til 11. janúar sl. Athugasemdir komu fram innan gefins athugasemdarfrests. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugasemdum Vegagerðarinnar varðandi fjarlægð byggingarreits frá héraðsvegi ásamt því að búið er að setja inn veghelgunarsvæði. Einnig er búið að bregðast við athugasemd Heilbrigðiseftirlits suðurlands varðandi staðsetningu á hreinsivirki. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

34.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 18

2210107

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á lóðinni Skeggjastaðir land 18 L199781. Gert er ráð fyrir að núverandi frístundahúsi, sem er ca 60 m2 að stærð, verði breytt í íbúðarhús. Á lóðinni er auk þess 21 m2 geymsluskúr. Gert ráð fyrir mögulegri stækkun á núverandi húsum, um allt að 60 m2. Heildarstærð lóðarinnar er 1803 m2. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Tillagan var auglýst frá 30. nóvember sl. með athgasemdarfresti til 11. janúar sl. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

35.Deiliskipulag - Skíðbakki 2

2301100

Deiliskipulagið nær til um 1,85 ha landspildu úr landi Skíðbakka 2 L163894. Gert er ráð fyrir 3 lóðum. Á hverri lóð verður heimilt að byggja íbúðarhús allt að 250 m2 með mænishæð allt að 8m, gestahús allt að 50 m2 með mænishæð allt að 5m og bílskúr/skemmu allt að 200 m2 með mænishæð allt að 8m. Skipulags- og umhverfisnefndar bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

36.Deiliskipulag - Miðkriki hesthúsahverfi, breyting

2210097

Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir nýjum jarðstrengi, Rimakotslínu 2, á uppdrætti og kafla 2.4 um veitur er bætt við í greinargerð. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Tillagan var grenndarkynnt frá 14.11.2022 til og með 12. desember 2022. Ekki komu fram athugasemdir við grenndarkynningu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og
samþykkir tillöguna, og að hún verði afgreidd í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

37.Umsögn um tækifærisleyfi - Ungmennafélagið Trausti

2303024

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Ungmennafélagsins Trausta, um tækifærisleyfi vegna viðburðar í tilefna að 100 ára afmæli Ungmennafélagsins Trausta í félagsheimilinu Heimalandi.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

38.Byggðarráð - 227

2302004F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 227. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku: GHÓ, MJÍ
Fundargerð staðfest í heild.

39.Byggðarráð - 228

2302006F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 228. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

40.Skipulags- og umhverfisnefnd - 15

2301011F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 15. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 15 Tillagan var grenndarkynnt frá 14.11.2022 til og með 12. desember 2022. Ekki komu fram athugasemdir við grenndarkynningu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 15 Tillagan var auglýst frá 30. nóvember sl. með athgasemdarfresti til 11. janúar sl. Athugasemdir komu fram innan gefins athugasemdarfrests. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugasemdum Vegagerðarinnar varðandi fjarlægð byggingarreits frá héraðsvegi ásamt því að búið er að setja inn veghelgunarsvæði. Einnig er búið að bregðast við athugasemd Heilbrigðiseftirlits suðurlands varðandi staðsetningu á hreinsivirki. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 15 Tillagan var auglýst frá 30. nóvember sl. með athgasemdarfresti til 11. janúar sl. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 15 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við heildarendurskoðun Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir viðræðum varðandi samræmingu á sveitarfélagamörkum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 15 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 15 Á 4. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að falla frá fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu um að heimila svæði til efnistöku innan frístundabyggðarinnar í Ráðagerði. Á 303. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að falla frá aðalskipulagsbreytingu varðandi breytta landnotkun á svæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilyrða framkvæmdaleyfi við gerð hljóðmana, landmótunar og til vegagerðar á svæðinu í samræmi við gildandi deiliskipulag frístundabyggðar þ.e. ekki verði um efnisflutning af svæðinu að ræða. Framkvæmdaleyfi gildir tímabundið til 1. september 2023.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 15
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 15
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 15

41.Skipulags- og umhverfisnefnd - 16

2302007F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 16. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Gögn vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar voru grenndarkynnt frá og með 31. janúar sl. Ekki komu fram athugasemdir innan gefins athugasemdarfrests. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að heimila 39,9 m2 viðbyggingu við Litlagerði 6 skv. meðfylgjandi hönnunargögnum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Tillagan var auglýst frá 4. janúar til og með 15. febrúar sl. Í athugasemd Vegagerðarinnar kemur fram að fjarlægð á milli vegtenginga er of lítil mv. veghönnunarreglu Vegagerðarinnar. Skiplags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að fjarlægð á milli vegtenginga verði uppfyllt í samræmi við hönnunarreglur Vegagerðarinnar og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Tillagan var auglýst frá 4. janúar sl. með athugasemdafresti til 15. febrúar sl. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits suðurlands kemur fram að færa þurfi rök fyrir því ef vikið verði frá meginreglu reglugerðar 798/1999 um fráveitur os skólp, varðandi sameiginlega fráveitu. Einnig bendir Heilbrigðiseftirlitið á að staðsetning hreinsivirkis skuli vera með þeim hætti að aðgengi sé gott til tæmingar og viðhalds. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að stærð og lögun lóða, ásamt mikilli fjarlægð á milli mannvirkja, geri það að verkum að erfitt er um vik að koma fyrir sameiginlegu hreinsivirki. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna, með fyrirvara um að gögn verði lagfærð varðandi staðsetningu hreinsivirkis, og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Afgreiðslu málsins er frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla frekari gagna varðandi fjarlægð byggingareits frá Grjótánni.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Tillagan var auglýst frá 4. janúar sl. með athugasemdafresti til 15. febrúar sl. Í athugasemd Vegagerðarinnar kemur fram að ekki sé heimil vegtenging við Bakkaveg (253-01), eins og hún kemur fram á uppdrætti, þar sem að fjarlægð á milli tenginga er ekki í samræmi við veghönnunarreglur. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hun verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna beri beiðni veiðifélagsins um lóð undir veiðihús sunnan þjóðvegar nr. 1 þar sem að skipulag liggur ekki fyrir og svæðið óbyggt. Veiðifélaginu er bent á að það eru lausar íbúðarlóðir við Vistarveg 2, 3, 4 og 6.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Hálfdáni Ómari fyrir erindið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umræða verði tekin varðandi ábendingar Hálfdáns Ómars um breytta staðsetningu þjónustumiðstöðvar við Hamragarða og Seljalandsfoss.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 16

42.Fjölskyldunefnd - 6

2302003F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 6. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Fjölskyldunefnd - 6 Fjölskyldunefnd felur formanni, í samráði við skólastjórnendur, að leita fleiri tilboða í innleiðingu á menntastefnu Rangárþings eystra.

  Samþykkt samhljóða.
 • Fjölskyldunefnd - 6 Tillaga er um að senda erindi til Mennta- og barnamálaráðuneytis til að fá álit á 170 eða 180 daga skólaári í Hvolsskóla. Tillagan er felld með 4 atkvæðum SSÚ, RB, IM og LBL gegn 3 atkvæðum SKV, ÁLS og HÓ.
  Tillagan er felld á þeim forsendum að skólastjóri skilar inn gögnum til Hagstofunnar á hverju ári sem ekki hafa verið gerðar athugasemdir við.

  Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða að leggja niður vinnuhópinn sem settur var á laggirnar til að kanna kosti og galla þess að vera með 170 eða 180 daga skólaár í Hvolsskóla.
  Könnun fyrir skólaárið 2023/2024 verður send út í vor og foreldrar eru hvattir til að svara þeirri könnun til að koma skoðunum sínum á framfæri.
  Skólamál verða rædd á opnum íbúafundum sem auglýstir verða síðar.
 • Fjölskyldunefnd - 6 Sjálfsmatsskýrsla Hvolsskóla 2021-2022 sett fram til kynningar.
 • Fjölskyldunefnd - 6 Fjölskyldunefnd felur formanni nefndarinnar að ræða við forstöðumann félags- og skólaþjónustu um framhaldið.
 • Fjölskyldunefnd - 6 Fjölskyldunefnd þakkar Benediktu kærlega fyrir erindið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hafin verði þarfagreining sem fyrst á því húsnæði sem losnar í sveitarfélaginu þegar leikskólinn flytur í nýju leikskólabygginguna.

  Samþykkt samhljóða.
 • Fjölskyldunefnd - 6 Erindi um að búið sé að opna fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð er lagt fram til kynningar.

43.Katla jarðvangur; 64. fundur stjórnar

2302049

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 64. fundar stjórnar Kötlu jarðvangs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

44.Húsnefnd Fossbúðar; Fundargerð 25.07.22

2302055

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð Húsnefndar Fossbúðar frá 25.07.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

45.Húsnefnd Fossbúðar; Fundargerð 07.11.22

2302054

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð Húsnefndar Fossbúðar frá 7.11.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

46.Húsnefnd Fossbúðar; Fundargerð 14.02.2023

2302050

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð Húsnefndar Fossbúðar frá 14.02.2023.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

47.Til umsagnar 25. mál frá nefndasviði Alþingis

2303007

Lagt fram til til kynningar ósk um umsagnir að tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál frá nefndarsviði Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

48.Aðalfundarboð Skeiðvangs 2023

2303027

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Skeiðvangs sem haldinn verður mánudaginn 20. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

49.Strandarvöllur ehf Fundarboð á aðalfund 2023

2303042

Sveitarstjórn leggur til að Sigrún Þórarinsdóttir, verði áfram fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Strandarvallar ehf. Einnig að Sigrún sitji aðalfundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:06.