227. fundur 16. febrúar 2023 kl. 08:15 - 09:50 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhvejar eru.

1.Breyting á reglum um hundahald í Rangárþingi eystra

2301099

Lögð fram drög að breyttum reglum um hundahald í Rangárþingi eystra.
Lagt fram til kynningar, sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu og leggja til samþykktar á næsta fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Dagrenning; Endurskoðun á samningi um sérverkefni 2023

2302027

Lögð fram drög að endurskoðuðum samningi milli Rangárþings eystra og björgunarsveitarinnar Dagrenningar.
Byggðarráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Butra

2302032

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Ágústar Jenssonar fyrir gististað í flokki II að Butru, Fljótshlíð.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Útboð - Tjaldsvæði Hvolsvallar

2204045

Rangárþing eystra auglýsti til leigu aðstöðu og rekstur á tjaldsvæðinu á Hvolsvelli. Umsóknarfrestur var til kl. 12:00, þann 10. febrúar 2023. Alls bárust 3 tilboð.
Sveitarstjóra falið að ræða við hæstbjóðendur og ræða frekari útfærslur á mögulegum samningi um rekstur tjaldsvæðinu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.2. fundur stjórnar Arndardrangs hses; 05.01.23

2302004

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar stjórnar Arnardrangs hses frá 5. janúar 2023.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.3. fundur stjórnar Arnardrangs hses; 13.01.23

2302005

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar stjórnar Arnardrangs hses frá 13. janúar 2023.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Bergrisinn; 49. fundur stjórnar 5. janúar 2023

2302038

Lögð fram til kynningar fundargerð 49. fundar stjórnar Bergrisans bs. frá 5. janúar 2023.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Bergrisinn; 50. fundur stjórnar 13. janúar 2023

2302037

Lögð fram til kynningar fundargerð 50. fundar stjórnar Bergrisans bs. frá 13. janúar 2023.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Bergrisinn; 51. fundur stjórnar 31. jan 2023

2302036

Lögð fram til kynningar fundargerð 51. fundar stjórnar Bergrisans bs. frá 31. janúar 2023.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Hjólreiðastígur milli Hellu og Hvolsvallar; samlegðaráhrif við lagningu jarðstrengs Landsnets milli Hellu og Rimakots.

2108047

Lagt fram til kynningar og umræðu staða verkefnisins um hjólastíg á milli Hellu og Hvolsvallar. Guðmundur Úlfar, skipulags- og byggingarfulltrúi kemur til fundar og fer yfir stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

11.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

2302039

Lögð fram til kynningar auglýsing eftir framboði í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.