6. fundur 15. febrúar 2023 kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
 • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  Aðalmaður: Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
 • Sigríður Karólína Viðarsdóttir formaður
 • Rafn Bergsson
 • Lea Birna Lárusdóttir
 • Heiðbrá Ólafsdóttir
 • Ingibjörg Marmundsdóttir
  Aðalmaður: Ásta Brynjólfsdóttir
 • Ágúst Leó Sigurðsson
 • Ólafur Þórisson áheyrnarfulltrúi foreldra
 • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Starfsmenn
 • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
 • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Innleiðing menntastefnu Rangárþings eystra

2301092

Fjölskyldunefnd felur formanni, í samráði við skólastjórnendur, að leita fleiri tilboða í innleiðingu á menntastefnu Rangárþings eystra.

Samþykkt samhljóða.

2.Lengd skólaárs í Hvolsskóla

2209093

Tillaga er um að senda erindi til Mennta- og barnamálaráðuneytis til að fá álit á 170 eða 180 daga skólaári í Hvolsskóla. Tillagan er felld með 4 atkvæðum SSÚ, RB, IM og LBL gegn 3 atkvæðum SKV, ÁLS og HÓ.
Tillagan er felld á þeim forsendum að skólastjóri skilar inn gögnum til Hagstofunnar á hverju ári sem ekki hafa verið gerðar athugasemdir við.

Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða að leggja niður vinnuhópinn sem settur var á laggirnar til að kanna kosti og galla þess að vera með 170 eða 180 daga skólaár í Hvolsskóla.
Könnun fyrir skólaárið 2023/2024 verður send út í vor og foreldrar eru hvattir til að svara þeirri könnun til að koma skoðunum sínum á framfæri.
Skólamál verða rædd á opnum íbúafundum sem auglýstir verða síðar.

3.Sjálfsmatsskýrsla Hvolsskóla 2021-2022

2301093

Sjálfsmatsskýrsla Hvolsskóla 2021-2022 sett fram til kynningar.

4.Sérdeild Suðurlands; uppsögn

2301018

Svar félagsmálastjóra vegna fyrirspurnar Fjölskyldunefndar um uppsögn á samsstarfssamningi vegna sérdeildar.
Fjölskyldunefnd felur formanni nefndarinnar að ræða við forstöðumann félags- og skólaþjónustu um framhaldið.

5.Erindi vegna aðstöðu fyrir eldri borgara á Hvolsvelli

2302034

Fjölskyldunefnd þakkar Benediktu kærlega fyrir erindið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hafin verði þarfagreining sem fyrst á því húsnæði sem losnar í sveitarfélaginu þegar leikskólinn flytur í nýju leikskólabygginguna.

Samþykkt samhljóða.

6.Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2023; opnað fyrir umsóknir

2302031

Erindi um að búið sé að opna fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð er lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.