15. fundur 14. febrúar 2023 kl. 10:00 - 10:45 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Miðkriki hesthúsahverfi, breyting

2210097

Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir nýjum jarðstrengi, Rimakotslínu 2, á uppdrætti og kafla 2.4 um veitur er bætt við í greinargerð.
Tillagan var grenndarkynnt frá 14.11.2022 til og með 12. desember 2022. Ekki komu fram athugasemdir við grenndarkynningu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 10

2210106

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á spildunni Skeggjastaðir land 10 L194252. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að 200m2 að stærð, skemmu allt að 200 m2 að stærð og hesthúsi allt að 200 m2 að stærð.
Tillagan var auglýst frá 30. nóvember sl. með athgasemdarfresti til 11. janúar sl. Athugasemdir komu fram innan gefins athugasemdarfrests. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugasemdum Vegagerðarinnar varðandi fjarlægð byggingarreits frá héraðsvegi ásamt því að búið er að setja inn veghelgunarsvæði. Einnig er búið að bregðast við athugasemd Heilbrigðiseftirlits suðurlands varðandi staðsetningu á hreinsivirki. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 18

2210107

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á lóðinni Skeggjastaðir land 18 L199781. Gert er ráð fyrir að núverandi frístundahúsi, sem er ca 60 m2 að stærð, verði breytt í íbúðarhús. Á lóðinni er auk þess 21 m2 geymsluskúr. Gert ráð fyrir mögulegri stækkun á núverandi húsum, um allt að 60 m2. Heildarstærð lóðarinnar er 1803 m2.
Tillagan var auglýst frá 30. nóvember sl. með athgasemdarfresti til 11. janúar sl. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Heildarendurskoðun ASK Mýrdalshreppur 2021-2033 - Auglýst tillaga

2301094

Með tölvupósti dags. 30. janúar 2023 óskar skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps eftir umsögn varðandi heildarendurskoðun aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við heildarendurskoðun Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir viðræðum varðandi samræmingu á sveitarfélagamörkum.
Elvar Eyvindsson víkur af fundi undir þessum lið.

5.Deiliskipulag - Skíðbakki 2

2301100

Deiliskipulagið nær til um 1,85 ha landspildu úr landi Skíðbakka 2 L163894. Gert er ráð fyrir 3 lóðum. Á hverri lóð verður heimilt að byggja íbúðarhús allt að 250 m2 með mænishæð allt að 8m, gestahús allt að 50 m2 með mænishæð allt að 5m og bílskúr/skemmu allt að 200 m2 með mænishæð allt að 8m.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Elvar kemur aftur inn á fund.
Guðmundur Úlfar Gíslason víkur af fundi við afgreiðslu málsins og Anton Kári Halldórsson kemur til fundar.

6.Framkvæmdarleyfi; Ráðagerði

2011006

Sigurborg Þ. Óskarsdóttir óskar eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku, haugsetningar og landmótunar við gerð tjarnar í landi Ráðagerðis L224947 skv. meðfylgjandi umsókn, dags. 20.2.2021.
Á 4. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að falla frá fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu um að heimila svæði til efnistöku innan frístundabyggðarinnar í Ráðagerði. Á 303. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að falla frá aðalskipulagsbreytingu varðandi breytta landnotkun á svæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilyrða framkvæmdaleyfi við gerð hljóðmana, landmótunar og til vegagerðar á svæðinu í samræmi við gildandi deiliskipulag frístundabyggðar þ.e. ekki verði um efnisflutning af svæðinu að ræða. Framkvæmdaleyfi gildir tímabundið til 1. september 2023.
Guðmundur Úlfar Gíslason kemur aftur til fundar og Anton Kári Halldórsson víkur af fundi.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85

2301008F

  • 7.1 2301005 Hallgerðartún 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85
  • 7.2 2301023 Dufþaksbraut 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85
  • 7.3 2301022 Austurvegur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85
  • 7.4 2301014 Breytt skráning landeignar - Ytri-Skógar Skógaskóli
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85
  • 7.5 2301013 Breytt skráning landeignar - Ytri-Skógar Heimavist
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85
  • 7.6 2207050 Breytt skráning landeignar - Austurvegur 3-5
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85
  • 7.7 2301056 Landskipti - Stórólfshvoll
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85
  • 7.8 2301058 Umsögn; Brú lóð, Southcoast, rekstrarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85
  • 7.9 2301062 Breytt skráning landeignar - Steinar 1 samruni
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við samrunann.

8.Gatnagerð - Hallgerðartún 3. áfangi

2301012

2. fundargerð hönnunarfundar vegna 3. áfangi Hallgerðartún

9.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

Nýr leikskóli á Hvolsvelli, verkfundur, 23. og 24. fundargerð.

Fundi slitið - kl. 10:45.