16. fundur 28. febrúar 2023 kl. 10:00 - 11:47 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Viðbygging við Litlagerði 6 - Grenndarkynning

2201076

Halldór Hrannar Hafsteinsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 39,9 m2 viðbyggingunu við einbýlishúsið Litlagerði 6, 860 Hvolsvelli í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti, dags. 10.08.2022.
Gögn vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar voru grenndarkynnt frá og með 31. janúar sl. Ekki komu fram athugasemdir innan gefins athugasemdarfrests. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að heimila 39,9 m2 viðbyggingu við Litlagerði 6 skv. meðfylgjandi hönnunargögnum.

2.Deiliskipulag - Syðsta Mörk

2205082

Björgvin Guðjónsson óskar eftir heimild til þess að deiliskipuleggja u.þ.b. 52,7 ha landspildu úr jörðinni Syðsta Mörk L163803 skv. meðfylgjandi gögnum. Um er að ræða 18 stk. 1,5-2,5 ha lóðir undir íbúðarhús ásamt aukahúsum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.

3.Aðalskipulag - Syðsta Mörk, breyting

2301006

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2032. Breytingin felur í sér að um 52,7 ha af landbúnaðarlandi (L) úr jörðinni Syðsta-Mörk L163803 verði breytt í íbúðarbyggð (ÍB).
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Völlur 2

2211042

Deiliskipulagið nær til ca 1,2 ha lands úr landi Vallar 2 L164207, ntt. Vallarhorn. Gert er ráð fyrir allt að 250 m2 íbúðarhúsi og allt að 300 m2 skemmu. Mænishæð bygginga er allt að 8,0m.
Tillagan var auglýst frá 4. janúar til og með 15. febrúar sl. Í athugasemd Vegagerðarinnar kemur fram að fjarlægð á milli vegtenginga er of lítil mv. veghönnunarreglu Vegagerðarinnar. Skiplags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að fjarlægð á milli vegtenginga verði uppfyllt í samræmi við hönnunarreglur Vegagerðarinnar og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag - Uppsalir, breyting

2211048

Óskað eftir breytingu á deiliskipulagi á Uppsölum L164200. Breytingin felst í því að gerð er ný lóð, Uppsalir 4 sem er 3,0 ha að stærð. Heimilt verður að byggja íbúðarhús/bílskúr, allt að 250 m2, gestahús allt að 50 m2 og skemmu allt að 250 m2.
Tillagan var auglýst frá 4. janúar sl. með athugasemdafresti til 15. febrúar sl. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits suðurlands kemur fram að færa þurfi rök fyrir því ef vikið verði frá meginreglu reglugerðar 798/1999 um fráveitur os skólp, varðandi sameiginlega fráveitu. Einnig bendir Heilbrigðiseftirlitið á að staðsetning hreinsivirkis skuli vera með þeim hætti að aðgengi sé gott til tæmingar og viðhalds. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að stærð og lögun lóða, ásamt mikilli fjarlægð á milli mannvirkja, geri það að verkum að erfitt er um vik að koma fyrir sameiginlegu hreinsivirki. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna, með fyrirvara um að gögn verði lagfærð varðandi staðsetningu hreinsivirkis, og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag -
Rjómabúið

2211063

Deiliskipulagið fyrir Rjómabúið nær til 1,7 ha úr landi Bollakots L163995. Gert er ráð fyrir gestahúsum ásamt þjónustuhúsi, eða að hámarki 5 hús. Mænishæð húsa er allt að 6,0m mv. gólfhæð. Aðkomuvegur verður frá Bollakotsvegi.
Afgreiðslu málsins er frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla frekari gagna varðandi fjarlægð byggingareits frá Grjótánni.

7.Deiliskipulag - Voðmúlastaðir

2211069

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 5 byggingarreitum sem hver um sig er 900 m2 að stærð. Á hverjum reit er heimilt að byggja allt að 60 m2 gestahús til útleigu fyrir ferðamenn.
Tillagan var auglýst frá 4. janúar sl. með athugasemdafresti til 15. febrúar sl. Í athugasemd Vegagerðarinnar kemur fram að ekki sé heimil vegtenging við Bakkaveg (253-01), eins og hún kemur fram á uppdrætti, þar sem að fjarlægð á milli tenginga er ekki í samræmi við veghönnunarreglur. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hun verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Ósk um lóð - Ytri-Skógar

2301090

F.h. veiðifélagsins í Skógá óskar Ásgeir Ásmundsson eftir því að fá úthlutað lóð úr landi Ytri-Skóga undir veiðihús, n.t.t. sunnan við Þjóðveg nr. 1, rétt austan við Skógá.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna beri beiðni veiðifélagsins um lóð undir veiðihús sunnan þjóðvegar nr. 1 þar sem að skipulag liggur ekki fyrir og svæðið óbyggt. Veiðifélaginu er bent á að það eru lausar íbúðarlóðir við Vistarveg 2, 3, 4 og 6.

9.Skipulagsmál við Seljalandsfoss

2302028

Erindi, dags. 7. febrúar 2023, vegna skipulagsmála við Seljalandsfoss.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Hálfdáni Ómari fyrir erindið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umræða verði tekin varðandi ábendingar Hálfdáns Ómars um breytta staðsetningu þjónustumiðstöðvar við Hamragarða og Seljalandsfoss.

10.Deiliskipulag - Dílaflöt

2301085

Um er að ræða skipulagslýsingu vegna uppbyggingar í ferðaþjónustu á ca 15 ha svæði úr spildunni Dílaflöt L234644. Fyrirhugað er að byggja upp lítil gestahús til útleigu til ferðamanna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.

11.Aðalskipulag - Dílaflöt, breyting

2301089

Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca 15 ha svæði úr spildunni Dílaflöt L234644 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Deiliskipulag - Eystra Seljaland

2205068

Um er að ræða skipulagslýsingu deiliskipulags á uppbyggingu í ferðaþjónustu á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719. Gert er ráð fyrir hótel- og veitingaþjónustu ásamt uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir starfsfólk.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.

13.Aðalskipulag - Eystra-Seljaland F7, breyting

2302072

Um er að ræða breytingu á landnotkun á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Deiliskipulag - Stóra-Mörk 1, 3 og 3B

2301084

Um er að ræða skipulagslýsingu á deiliskipulagi á jörðunum Stóra-Mörk 1 og 3 og lóðinni Stóra-Mörk 3B. Gert er ráð fyrir nýju ca 3,4 ha verslunar- og þjónustusvæði, breyting verður á afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF12) og það stækkað í um 23 ha. Einnig verður gert ráð fyrir nýju ca 27 ha skógræktar- og landgræðslusvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.

15.Aðalskipulag - Stóra-Mörk 1, breyting

2301088

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðunum Stóra-Mörk 1 L163808, Stóra-Mörk 3 L163810 og Stóra-Mörk 3B L224421 úr landbúnaðarlandi (L) í ca 3,4 ha svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ), ca 23 ha svæði undir afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF) og ca 27 ha svæði undir skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Deiliskipulag - Brúnir 1 breyting

2206060

Um er að ræða breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæði (VÞ 17) í landi Brúna 1 L227590. Heildar byggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2, svæðið stækkar úr 1,6 í 1,8 ha og við bætast 3 nýir byggingarreitir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.

17.Aðalskipulag - Brúnir 1, breyting

2302074

Um er að ræða breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæðinu (VÞ 17) á lóðinni Brúnir 1 L227590. Heildar byggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

Nýr leikskóli á Hvolsvelli, verkfundur, 25. fundargerð.

19.Gatnagerð - Hringvegur í gegnum Hvolsvöll

2209108

Hringvegur í gegnum Hvolsvöll, forhönnun, 1. fundargerð.

Fundi slitið - kl. 11:47.