254. fundur 18. apríl 2024 kl. 08:15 - 09:24 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Formaður byggðarráðs óskar eftir að fella af dagsskrá þrjú mál númer: 4 Umsögn vegna rekstrarleyfi - Skíðbakki lóð 2, mál númer 5 Umsögn vegna rekstrarleyfi - Nýlenda (Leirur 2) og mál númer 13 Rangárhöllin; Aðalfundarboð v. 2023 þar sem málin hafa áður fengið afgreiðslu byggðarráðs. Aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

1.Bara tala - app for icelandic lessions

2404159

Á 4. fundi fjölmenningarráðs var fjallað um appið Bara tala, í appinu er rafrænn íslenskukennari sem byggir á gerfigreind.

Ráðið bókaði eftirfarandi:

Fjölmenningarráð leggur til við byggðarráð að sveitarfélagið bjóði starfsmönnum sveitarfélagsins af erlendum uppruna frían aðgang að appinu Bara tala.
Byggðarráð samþykkir að kaupa aðgang að Bara tala appinu og veita starfsmönnum sveitarfélagsins af erlendum uppruna frían aðgang að því.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Samningur - Hleðslustöðvar ON í Rangárþingi eystra

2403076

Lögð fram drög að samningu ON og Rangárþings eystra um uppbyggingu hleðslustöðva í Skógum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá og undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Minnisblað um endurskipulagningu mötuneytis 2024

2402075

Á 250. fundi byggðarráðs var málið fyrst tekið fyrir og byggðarráð fól sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Unnið hefur verið áfram í málinu og uppfært minnisblað lagt fram.

Byggðarráð samþykkir að unnið verði að uppskiptingu mötuneytis sveitarfélagsins, með það að markmiði að frá og með næsta hausti verið eldað fyrir leikskóla og skóla í elhúsi Öldunnar og fyrir hjúkrunarheimili í eldhúsi Krikjuhvols. Með þessu móti er gert ráð fyrir að gæði matarins aukist fyrir hvern hóp. Gert er ráð fyrir óverulegri kostnaðaraukningu vegna breytinganna.
Samþykkt með tveimur atkvæðum ÁHS og TBM, RB situr hjá við afgreiðslu málsins.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd - 44

2404021F

Lögð fram til umræði og staðfestingar fundargerð 44. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 44 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar stjórnendum S.S. fyrir kynninguna.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 44 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir góða samantekt.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 44 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir frekari gögnum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 44 Þar sem vinna að þjóðlendumálum í sveitarfélaginu stendur yfir um þessar mundir, leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að beiðninni verði hafnað að svo stöddu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 44 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 44 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fjallað hefur verið um umhverfisáhrif í deiliskipulaginu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 44 Við yfirferð Skipulagsstofnunar kom ábending um að afmörkun deiliskipulagssvæðisins bæri ekki saman við skipulagssvæðið sem nú er í vinnslu. Lóðafjöldi hefur verið leiðréttur, gerð hefur verið grein fyrir umhverfisáhrifum ásamt þegar byggðu mannvirki. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands telur að gerðar lagfæringar varðandi veitur og sorphirðu í greinargerð séu fullnægjandi skv. tölvupósti dags. 22. janúar 2024. Brugðist hefur verið við athugasemd Vegagerðarinnar varðandi vegtengingu og slóðar hafa verið fjarlægðir.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn Brunavarna Rangárvallasýslu og að samkomulag um aðkomu liggi fyrir.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 44 Deiliskipulagstillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 17. janúar 2024 til og með 28. febrúar 2024. Brunavarnir Rangárvallasýslu og Umhverfisstofnun gera ekki athugasemd við tillöguna ásamt Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Veitur leggja áherslu á að deiliskipulagið verði unnið í góðu samráði við Veitur.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 44 Deiliskipulagstillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. febrúar til 3. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust vegna tillögunnar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til yfirferðar til Skipulagsstofnunar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 44 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga 02 verði auglýst og send til umsagnaraðila skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 44
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 44

5.Fjölmenningarráð - 4

2404018F

Lögð fram til umræði og staðfestingar fundargerð 4. fundar Fjölmenningarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Fjölmenningarráð - 4 The Multi-Cultural counsel suggests to Byggðarráð that Rangárþing eystra becomes a partner with Bara tala, and offers their employees Icelandic lessons through the app.
  • 5.2 2404160 Other issues
    Fjölmenningarráð - 4

6.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 81

2404017F

Lögð fram til umræði og staðfestingar fundargerð 81. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 81 Rekstrarniðurstaða byggðasamlagsins var jákvæð á árinu 2023 að fjárhæð 2,1 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
    Eigið fé í árslok var jákvætt um 59,7 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
    Ársreikningur samþykktur samhljóða.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 81 Slökkviliðsstjóri fer yfir fyrirliggjandi kröfulýsingu vegna útboðs á dælubíl. Lýsingin hefur verið rýnd af Ríkiskaupum sem gera ekki athugasemd við lýsinguna.
    Stjórn felur slökkviliðsstjóra að bjóða verkið út í samráði við Ríkiskaup.
    Samþykkt samhljóða.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 81 Slökkviliðsstjóri fer yfir stöðu mála og það sem gert hefur verið frá því að málið var síðast á dagskrá. Formanni stjórnar og slökkviliðsstjóra falið að fá lögmann til þess að vinna málið áfram fyrir hönd Brunavarna Rangárvallasýslu bs. í samráði við aðra eigendur hússins.
    Samþykkt samhljóða.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 81 Afgreiðslu málsins frestað. SLökkviliðssjtóra og formanni stjórnar falið að vinna drög að reglum um íþróttastyrki til starfsmanna og leggja fyrir næsta stjórnarfund.
    Samþykkt samhljóða.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 81 Slökkviliðsstjóri og sveitarstjóri Rangárþings ytra fóru yfir stöðu mála. Þjónustusamningur á milli Landsvirkjunnar og Brunavarna Rangárvallasýslu hefur verið undirritaður og er komin til framkvæmda. Fjárfestingarsamningur milli sömu aðila er í vinnslu.

7.Markaðs- og menningarnefnd - 17

2403013F

Lögð fram til umræði og staðfestingar fundargerð 17. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 17 Nefndin þakkar Helgu Kristínu og Ingunni Jónsdóttur fyrir greinargóða kynningu á verkefninu. Einnig vill nefndin hvetja sveitarfélagið til að kynna sér verkefnið nánar hfsu.is/atvinnubru.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 17 Markaðs- og menningarnefnd felur starfsmanni skrifstofu að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum eða félagasamtökum til að halda utan um 17. júní hátíðarhöldin á Hvolsvelli.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 17 Markaðs- og menningarnefnd skorar á sveitarstjórn Rangárþings eystra að kanna möguleikann á að efla vetrarferðamennsku á svæðinu í samvinnu við ferðaþjónustuaðila, og þá sérstaklega til að laða að ferðamenn sem vilja skoða norðurljós.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 17 Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrir minnisblaðið og fagnar þeim mikla fjölda umsókna sem bárust um starfið. Einnig vill nefndin nýta tækifærið og þakka fráfarandi Markaðs- og kynningarfulltrua, Árnýju Láru Karvelsdóttur fyrir gott samstarf og vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

8.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 235 fundur stjórnar

2404190

Lögð fram til umræði og staðfestingar fundargerð 235. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

9.12. fundur stjórnar Arnardrangs hses; 18.03.24

2404153

Lögð fram til umræði og kynningar fundargerð 12. fundar stjórnar Arnardrangs hses.
Fundargerð lögð fram.

10.324.fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 02.04.24

2404154

Lögð fram til umræði og kynningar fundargerð 324. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram.

11.Umsögn SASS; Drög að borgarstefnu

2404176

Löðg fram til kynningar umsöng SASS um drög að borgarstefnu.
Lagt fram til kynningar.

12.Landssamtök landeigenda á Íslandi; Aðalfundarboð 2024

2404186

Lagt fram aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi, sem haldinn verður á Hótel Natura 18. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:24.