44. fundur 16. apríl 2024 kl. 09:30 - 11:45 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Bjarki Oddsson
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Steinþór Skúlason og Benedikt Benediktsson koma sem gestir á fund.

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ormsvöllur 12 - Flokkur 2,

2403066

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar stjórnendum S.S. fyrir kynninguna.
S.S. og B.B. yfirgefa fund.

2.Yfirlit aðalskipulagsbreytinga - Verslun og þjónusta

2403124

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir góða samantekt.

3.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Seljalandsfoss

2404182

Fyrirspurn barst til skipulags- og byggingarembættisins um framkvæmdarleyfi fyrir stækkun á núverandi bílastæði við Seljalandsfoss.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir frekari gögnum.

4.Deiliskipulag - Göngubrú yfir Markarfljót

2404181

Sannir landvættir ehf. óska eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir áningarstað norðan göngubrúar yfir Markarfljót.
Þar sem vinna að þjóðlendumálum í sveitarfélaginu stendur yfir um þessar mundir, leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að beiðninni verði hafnað að svo stöddu.

5.Deiliskipulag - Brú

2305071

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir þremur svæðum við Brú, L163848. Svæði A1 gerir ráð fyrir 12 þegar byggðum gestahúsum. Svæði B1 veður 40 frístundarlóðir, hver lóð er 8.800 til 11.500 m² að stærð og heimilt veðrur að byggja allt að 350 m² á hverri lóð.

Á svæði C1 veður heimilt að byggja hótel.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.

6.Deiliskipulag - Eystra Seljaland, F2 og F3

2205073

Deiliskipulagsbreytingin tekur til þriggja landeigna við Eystra-Seljaland, F1, F2 og F3. Á F1 verður heimilt að byggja gestahús ásamt þjónustu- og starfsmannaaðstöðu, hámarksbyggingarmagn verður 600 m² með 6 m hámarks mænishæð. Á F2 verður heimilt að byggja allt að 2.000 m² gisti- og þjónustuhús með 50 herbergjum og allt að 9 m. mænishæð.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fjallað hefur verið um umhverfisáhrif í deiliskipulaginu.

7.Deiliskipulag - Ytra-Seljaland

2205094

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 35 frístundahúsualóðum. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m2 hús ásamt 25 m2 geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð er 6,0 m frá gólfkóta.
Við yfirferð Skipulagsstofnunar kom ábending um að afmörkun deiliskipulagssvæðisins bæri ekki saman við skipulagssvæðið sem nú er í vinnslu. Lóðafjöldi hefur verið leiðréttur, gerð hefur verið grein fyrir umhverfisáhrifum ásamt þegar byggðu mannvirki. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands telur að gerðar lagfæringar varðandi veitur og sorphirðu í greinargerð séu fullnægjandi skv. tölvupósti dags. 22. janúar 2024. Brugðist hefur verið við athugasemd Vegagerðarinnar varðandi vegtengingu og slóðar hafa verið fjarlægðir.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn Brunavarna Rangárvallasýslu og að samkomulag um aðkomu liggi fyrir.

8.Deiliskipulag - Austurvegur 14

2401005

Deiliskipulags breytinging gerir ráð fyrir 1-3 hæða hótelbyggingu með 282 gistiherbergjum ásamt sýningar- og ráðstefnusal. Hámarks byggingarmagn fer úr 6.000 m² úr 14.000 m², nýtingarhlutfall fer úr 0.19 í 0.46 og fjöldi bílastæða fer úr 158 í 220.
Deiliskipulagstillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 17. janúar 2024 til og með 28. febrúar 2024. Brunavarnir Rangárvallasýslu og Umhverfisstofnun gera ekki athugasemd við tillöguna ásamt Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Veitur leggja áherslu á að deiliskipulagið verði unnið í góðu samráði við Veitur.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Deiliskipulag - Öldugarður

2304002

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 200 m² íbúðarhús, 100 m² bílskúr, 450 m² skemmu og tvö gestahús sem verða 60-80 m². Mænishæð verður frá 5 til 7 m.
Deiliskipulagstillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. febrúar til 3. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust vegna tillögunnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til yfirferðar til Skipulagsstofnunar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Deiliskipulag - Hvolsvegur og Hlíðarvegur

2211022

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga 02 verði auglýst og send til umsagnaraðila skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Deiliskipulag - Dílaflöt

2301085

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 111

2404001F

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 111 Skipulags- og byggingarfulltrúi hafnar umsókninni. Deiliskipulag svæðisins gerir ekki ráð fyrir söluvögnum á svæðinu. Landeigandi veitir ekki heimild fyrir söluvögnum á svæðinu.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 111 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 111 ramkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af
    byggingarfulltrúa.
    - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
    - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 111 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
    Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
    athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 11:45.