17. fundur 08. apríl 2024 kl. 16:30 - 17:45 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner formaður
  • Guri Hilstad Ólason
  • Guðni Steinarr Guðjónsson varaformaður
  • Konráð Helgi Haraldsson
  • Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
  • Ágúst Jensson
Fundargerð ritaði: Helga Guðrún Lárusdóttir starfsmaður
Dagskrá

1.Atvinnubrú - kynning frá Háskólafélagi Suðurlands

2404150

Kynning á verkefninu Atvinnubrú sem snýr að því að efla og styrkja háskólasamfélagið á Suðurlandi með því að skapa vettvang fyrir samstarf milli háskólanemenda, atvinnurekenda og samfélagsins á Suðurlandi.
Nefndin þakkar Helgu Kristínu og Ingunni Jónsdóttur fyrir greinargóða kynningu á verkefninu. Einnig vill nefndin hvetja sveitarfélagið til að kynna sér verkefnið nánar hfsu.is/atvinnubru.

2.17. júní hátíðarhöld 2024

2403131

Markaðs- og menningarnefnd felur starfsmanni skrifstofu að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum eða félagasamtökum til að halda utan um 17. júní hátíðarhöldin á Hvolsvelli.

3.Áskorun til sveitarstjórnar um að grípa til aðgerða til að efla vetrarferðarmennsku

2404157

Ferðamennska er mjög stór atvinnugrein í okkar sveitarfélagi, en stærsti veikleikinn hennar eru árstíðarsveiflurnar og erfitt fyrir fyrirtæki að vera með heilsársstarfsemi. Til að minnka sveifluna þyrfti að efla vetrarferðarmennsku á svæðinu, t.a.m. með því að laða ferðamenn að sem vilja skoða norðurljós. Ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu eru þegar byrjuð að skipuleggja sameiginlegt markaðsátak, en sveitarfélagið getur lagt sitt af mörkum með t.d. Dark Sky Certification, en einnig mætti setja merkingar/skreytingar sem tengjast norðurljósum, taka þátt í uppákomum sem tengjast norðurljósum og benda á staði eða tileinka ákveðin bílastæði.
Markaðs- og menningarnefnd skorar á sveitarstjórn Rangárþings eystra að kanna möguleikann á að efla vetrarferðamennsku á svæðinu í samvinnu við ferðaþjónustuaðila, og þá sérstaklega til að laða að ferðamenn sem vilja skoða norðurljós.

4.Minnisblað til Markaðs- og menningarnefndar v. ráðningar Markaðs- og kynningarfulltrúa

2404151

Lagt fram minnisblað um framvindu ráðningar nýs Markaðs- og kynningarfulltrúa.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrir minnisblaðið og fagnar þeim mikla fjölda umsókna sem bárust um starfið. Einnig vill nefndin nýta tækifærið og þakka fráfarandi Markaðs- og kynningarfulltrua, Árnýju Láru Karvelsdóttur fyrir gott samstarf og vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 17:45.