2404157
Ferðamennska er mjög stór atvinnugrein í okkar sveitarfélagi, en stærsti veikleikinn hennar eru árstíðarsveiflurnar og erfitt fyrir fyrirtæki að vera með heilsársstarfsemi. Til að minnka sveifluna þyrfti að efla vetrarferðarmennsku á svæðinu, t.a.m. með því að laða ferðamenn að sem vilja skoða norðurljós. Ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu eru þegar byrjuð að skipuleggja sameiginlegt markaðsátak, en sveitarfélagið getur lagt sitt af mörkum með t.d. Dark Sky Certification, en einnig mætti setja merkingar/skreytingar sem tengjast norðurljósum, taka þátt í uppákomum sem tengjast norðurljósum og benda á staði eða tileinka ákveðin bílastæði.