Lagður fram til staðfestingar ársreikningur Brunavarnar Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2023.
Rekstrarniðurstaða byggðasamlagsins var jákvæð á árinu 2023 að fjárhæð 2,1 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
Eigið fé í árslok var jákvætt um 59,7 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
Ársreikningur samþykktur samhljóða.
2.Brunavarnir Rang; Kostnaðaráætlun vegna nýs dælubíls
2310040
Slökkviliðsstjóri fer yfir fyrirliggjandi kröfulýsingu vegna útboðs á dælubíl. Lýsingin hefur verið rýnd af Ríkiskaupum sem gera ekki athugasemd við lýsinguna.
Stjórn felur slökkviliðsstjóra að bjóða verkið út í samráði við Ríkiskaup.
Samþykkt samhljóða.
3.Brunavarnir Rang; Ástand húsnæðis
2310039
Slökkviliðsstjóri fer yfir stöðu mála og það sem gert hefur verið frá því að málið var síðast á dagskrá. Formanni stjórnar og slökkviliðsstjóra falið að fá lögmann til þess að vinna málið áfram fyrir hönd Brunavarna Rangárvallasýslu bs. í samráði við aðra eigendur hússins.
Samþykkt samhljóða.
4.Brunavarnir Rang; Íþróttastyrkir til starfsmanna
2310038
Afgreiðslu málsins frestað. SLökkviliðssjtóra og formanni stjórnar falið að vinna drög að reglum um íþróttastyrki til starfsmanna og leggja fyrir næsta stjórnarfund.
Samþykkt samhljóða.
5.Brunavarnir Rang; Samningur við Landsvirkjun
2310036
Slökkviliðsstjóri og sveitarstjóri Rangárþings ytra fóru yfir stöðu mála. Þjónustusamningur á milli Landsvirkjunnar og Brunavarna Rangárvallasýslu hefur verið undirritaður og er komin til framkvæmda. Fjárfestingarsamningur milli sömu aðila er í vinnslu.
Eigið fé í árslok var jákvætt um 59,7 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
Ársreikningur samþykktur samhljóða.