253. fundur 04. apríl 2024 kl. 08:15 - 09:05 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru. Engar athugasemdir gerðar við fundarboð.

1.Lóðaleigusamningur - Ytri-Skógar L172408

2312045

Lagt fram til umræðu og kynningar, minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa vegna gerðs lóðaleigusamnings að Ytri-Skógum.
Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna áfram að úrlausn málsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Golfklúbburinn Hella; Eignarhald á rekstrarfélaginu Strandarvöllur ehf.

2306032

Golfklúbburinn Hella óskaði eftir því að eignarhlutur Rangárþings eystra í rekstrarfélaginu Strandarvöllur ehf. myndi renna til Golfklúbbs Hellu. Byggðarráð fól sveitarstjóra að ræða mögulegar útfærslur við önnur sveitarfélög í Rangárvallasýslu áðu en ákvörðun yrði tekin.
Byggðarráð samþykkir erindi Golfklúbbsins og mun eignarhlutur Rangárþings eystra í Strandarvelli ehf. renna til Golfklúbbsins Hellu sem styrkur. Fjármálastjóra falið að vinna viðauka við fjárhagsáætlun þess efnis og leggja fyrir byggðarráð til samþykktar.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

3.Foreldraráð leikskólans Öldunnar; Tillaga um samræmingu á niðurfellingu fæðisgjalda milli skólastiga.

2401043

Lagðar fram uppfærðar og samræmdar gjaldskrár fyrir mötuneyti Hvolsskóla og Öldunnar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrárnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til samþykktar sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

4.Gjaldskrá félagsheimila m. gistináttaskatti

2403136

Lögð fram til staðfestingar uppfærð gjaldskrá félagsheimila þar sem tekið hefur verið tillit til gistináttaskatts.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til samþykktar sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

5.Hlíðarvegur 14 Gistiheimili Íslands ehf; Kauptilboð

2403140

Fyrir liggur kauptilboð í eignina Hlíðarvegur 14.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í eignina Hlíðarvegur 14.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

6.Nýbýlavegur 44; Kauptilboð

2404145

Fyrir liggur kauptilboð í eignina Nýbýlavegur 44, íbúð 01-0101.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í eignina Nýbýlavegur 44, íbúð 01-0101.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

7.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 59

2404144

Ragnar Björn Egilsson óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hallgerðartún 59, fyrir byggingu einbýlishúss.
Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að uppfylltum hæfisskilyrðum umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

8.Umsókn um lóð - Ormsvöllur 17

2404143

Sumargarðar ehf. óska eftir því að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 17, fyrir byggingu iðnaðarhúsnæðis.
Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að uppfylltum hæfisskilyrðum umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
Árný Hrund Svavarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.

9.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Skeið Cottage, Skeiðgata 1

2402019

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis Skeið Cottage, Skeiðgata 1.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Árný Hrund Svavarsdóttir kemur aftur til fundar.

10.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Hótel Selja

2403036

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir Hótel Selja.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd - 42

2403006F

Lögð fram til staðfestingar 42. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við staðfanga breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu og telur að um óverulegea breytingu sé að ræða þar sem verið er að leiðrétta afmörkun skipulagssvæðisins. Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði auglýst og send til Skipulagsstofnunar skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42 Aðalskipulagsbreytingin var auglýst og sent til umsagnaraðila frá 24.janúar til 6.mars 2024. Engar athugasemdir bárust en Umhverfisstofnun bendir á að framkvæmdin er háð samþykki Umhverfisstofnunar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalverði sent til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar og afgreitt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42 Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 9. janúar til og með 24. febrúar 2024. Engar umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum. Athugasemd barst vegna hæðar mannvirkis en í gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 3. apríl 2019 kemur fram að mænishæð getur verið allt að 7,5 m frá gólfkóta.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar og afgreitt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42 Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 9. janúar til og með 24. febrúar 2024. Engar umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum. Athugasemd barst vegna hæð mannvirkis, í gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 3. apríl 2019 kemur fram að mænishæð getur verið allt að 7,5 m frá gólfkóta.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði sent til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42 Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 24.janúar 2024 með athugasemdarfrest til og með 6. mars 2024. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varðandi misræmi í aðalskipulagsbreytingunni og í deiliskipulaginu. Frekari skýringar hafa verið gefnar og Heilbrigðiseftirlitið samþykkt þær skýringar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og að hún verði grenndarkynnt fyrir Drangshlíðardal 3a (L228996) og Drangshlíðardal (L163652 og L178810) skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að endurskoða kafla 2.2.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 42 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drög að umsögn vegna fyrirhugaðrar uppbygginu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd - 43

2403012F

Lögð fram til staðfestingar 43. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 43 Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 43 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 43 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt ásamt hinum nýju staðföngum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 43 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að landskiptin og hið nýja staðfang verði samþykkt.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 43 Aðalskipulagslýsingin var auglýst frá 20. mars með athugasemdarfresti til og með 30. mars 2023. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnar aðilum, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við lýsinguna. Umhverfisstofnun bendir á hátt verndargildi língresis- og vingulsvist sem er á skipulagssvæðinu og Minjastofnun fer fram á að fornleifafræðingur skrái svæðið sem ekki hefur farið fram. Í umhverfisskýrslunni hefur gróðurfar verið kortlagt og lóðirnar afmarkaðar út frá því. Nefndin fer fram á að landeigandi láti skrá fornleifar á svæðinu og að skýrsla liggi fyrir, fyrir auglýsingu.
    Svæðið er flokkað sem úrvals landbúnaðarland en nefndin bendir á að tún- og akurlendi eru hvorki slétt né samfelld. Nefndin óskar eftir umsögn Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og HS veitna vegna tillögunnar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 43 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 43

13.Fjölskyldunefnd - 16

2402007F

Lögð fram til staðfestingar 16. fundargerð fjölskyldunefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

14.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 64

2403010F

Lögð fram til staðfestingar 64. fundargerð heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 64 Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd samþykkir tillögur um breytingar á gjaldskrá. Forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að uppfæra núverandi gjaldskrá í samræmi við umræddar breytingar og leggja fyrir sveitarstjórn.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 64 HíÆ nefnd leggur til að forstöðumaður vegi og meti stærð og gildi hvers viðburðar hverju sinni í samráði við hlutaðeigandi aðila. HÍÆ nefnd er sammála um að þeir viðburðir sem haldnir hafa verið í íþróttahúsinu hafi haft mikilvægt menningarlegt gildi fyrir samfélagið og hafa lukkast vel, slíkum viðburðum ber að fagna.
    HÍÆ leggur jafnframt áherslu á að undirbúningur og umfang viðburða taki sem allra skemmstan tíma og komi sem minnst niður á skipulögðu íþróttastarfi. Upplýsingar um viðkomandi viðburð þurfi að liggja fyrir með góðum fyrirvara svo hægt sé að skipuleggja breytt fyrirkomulag á þeim tíma sem íþróttastarf óhjákvæmilega muni hliðrast eða falla niður.
    Einnig leggur HÍÆ nefnd til að skoðað verði að fjárfesta í búnaði til að nýta íþróttahúsið betur t.d. færanlegt svið sem hentar vel í salinn, viðbótar skilrúm/tjald til að skipta salnum o.s.frv.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga; 946. fundur stjórnar

2403107

Lögð fram til kynningar fundargerð 946. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.80. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 25.mars.2024

2403130

Lögð fram til kynningar fundargerð 80. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.79. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 26.feb.2024

2403129

Lögð fram til kynningar fundargerð 79. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um akstursþjónustu, annars vegar fyrir fatlað fólk og hins vegar fyrir eldri borgara, sbr. dagskrárliði 1 og 2.
Að öðru leyti er fundargerð lögð fram til kynningar.

18.78. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 22.jan.2024

2403128

Lögð fram til kynningar fundargerð 78. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.77. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 27.nóv.2023

2403127

Lögð fram til kynningar fundargerð 77. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

20.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 234. fundargerð

2404001

Lögð fram til kynningar fundargerð 234. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.Háskólafélag Suðurlands; Aðalfundarboð 2024

2403119

Lagt fram til kynningar.

22.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2024

2401004

Lagt fram til kynningar.

23.Kvörtun vegna stjórnsýslu Rangárþings eystra

2403137

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:05.