42. fundur 19. mars 2024 kl. 12:30 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Heiðbrá Ólafsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Anna Runólfsdóttir
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Bjarki Oddsson
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir að bæta máli 2403083 á dagskrá. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að málinu verði bætti við á fundinn.

1.Ósk um breytt staðfang - Hlíðarból, lóð

2403051

Landeigandi að Hlíðarbóli lóð, L164126 óskar eftir að landeignin fái staðfangið Baldurshagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við staðfanga breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ásólfsskáli land 179203 - Flokkur 1,

2402185

Einar Viðar Viðarsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 23,4 m² gestahúsi að lóðinni Ásólfsskáli II, L179203.

Kristján Bjarnason skilar inn uppdráttum dags, 16.febrúar 2024.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

3.Landskipti - Fagrahlíð

2310008

Landeigandi óskar eftir landskiptum á landeigninni Fagrahlíð, L164004. Hin nýja landeign verðu 4,24 ha að stærð og fær staðfangið Fagrahlíð 1.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

4.Landskipti - Móeiðarhvoll 2

2402154

Landeigandi að Móeiðarhvoli 2, L164186 óskar eftir landskiptum. Annarsvegar er verið að stofna landeignina Móeiðarhvoll 3 sem verður 4,4 ha. að stærð og hinsvegar er verið að stofa landeignina Móbakki og verður 81,14 ha. en svæðið er skilgreint sem skógræktarsvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

5.Aðalskipulag - Ytra-Seljaland

2403069

Um er að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi að Ytra-Seljalandi (F31). Verið er að leiðrétta afmörkun skipulagssvæðisins, gert er ráð fyrir 35 lóðum sem eru 0,5 til 1,0 ha að stærð. Stærð skipulagssvæðisins helst er óbreytt.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu og telur að um óverulegea breytingu sé að ræða þar sem verið er að leiðrétta afmörkun skipulagssvæðisins. Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði auglýst og send til Skipulagsstofnunar skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Aðalskipulag - Skógræktarsvæði

2403074

7.Aðalskipulags breyting - Strengur milli Rimakots og Vestmannaeyja

2306050

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að heimila að leggja tvo jarðstrengi að Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjarlínu 4 og Vestmananeyjarlínu 5. Megin markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að koma upp fullnægjandi tvítengingu Vestmannaeyja við flutningskerfi raforku á Suðurlandi.
Aðalskipulagsbreytingin var auglýst og sent til umsagnaraðila frá 24.janúar til 6.mars 2024. Engar athugasemdir bárust en Umhverfisstofnun bendir á að framkvæmdin er háð samþykki Umhverfisstofnunar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalverði sent til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar og afgreitt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Aðalskipulag - Brúnir 1, breyting

2302074

Um er að ræða breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæðinu (VÞ 17) á lóðinni Brúnir 1 L227590. Heildar byggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2.
Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 9. janúar til og með 24. febrúar 2024. Engar umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum. Athugasemd barst vegna hæðar mannvirkis en í gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 3. apríl 2019 kemur fram að mænishæð getur verið allt að 7,5 m frá gólfkóta.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar og afgreitt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Deiliskipulag - Brúnir 1 breyting

2206060

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi þar sem byggingarreitur er stækkaður og hámarks byggingarmagn verður 700 m2. Markmið með breytingunni er að fjölga bílastæðum og auka þjónustu með hleðslustöðvum.
Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 9. janúar til og með 24. febrúar 2024. Engar umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum. Athugasemd barst vegna hæð mannvirkis, í gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 3. apríl 2019 kemur fram að mænishæð getur verið allt að 7,5 m frá gólfkóta.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði sent til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Deiliskipulag - Eystra Seljaland

2205068

Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á 150 herbergja hóteli og starfsmannahúsnæði á sitt hvorum byggingarreitum. Heimilt verður að byggja 6.000 m2 hótel á einni til tveimur hæðum og hámarkshæð byggingar er allt að 11 m. frá gólfkóta. Á öðrum byggingarreitum verður hámarksbyggingarmagn 900 m2 á einni hæð.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 24.janúar 2024 með athugasemdarfrest til og með 6. mars 2024. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varðandi misræmi í aðalskipulagsbreytingunni og í deiliskipulaginu. Frekari skýringar hafa verið gefnar og Heilbrigðiseftirlitið samþykkt þær skýringar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Deiliskipulag - Drangshlíðardalur 3b

2403055

Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi að Drangshlíðardal 3b, L228997. Hámarkshæð mannvirkja er tekin út en heildarstærð helst óbreytt.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og að hún verði grenndarkynnt fyrir Drangshlíðardal 3a (L228996) og Drangshlíðardal (L163652 og L178810) skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Íbúðabyggð í dreifbýli

2403050

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að endurskoða kafla 2.2.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins.

13.Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042

2403014

Lögð er fram tillaga að svæðisskipulagi Suðurhálendisins 2022-2042 eftir auglýsingu. Innan tillögunnar er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendið, sem er fylgirit svæðisskipulagsins. Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu. Tillagan var auglýst frá 15. nóvember 2023 til og með 19. janúar 2024. Athugasemdir og umsagnir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins eftir auglýsingu auk samantektar á andsvörum og viðbrögðum svæðisskipulagsnefndar fyrir Suðurhálendið. Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendisins mælist til þess við bæjar-/sveitarstjórnir að samþykkja uppfærða og fyrirliggjandi tillögu og greinargerðir að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109

2403002F

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109 Afgreiðslu frestað vegna ófullnægjandi gagna.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109 Máli vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
    Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
    athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109 Afgreiðslu frestað þar til uppfærð gögn liggja fyrir.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

    - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
    - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá dagsetningu 07.03.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

15.Umsögn um mat á umhverfisáhrifum - Steinar 1

2403083

Steinar Resort ehf. fyrirhugar uppbyggingu á ferðmannaaðstöðu á bænum Steinum undir Eyjafjöllum. Stefnt er að því að byggja 200 herbergja hótel við þjóðveg, 120 herbergja hótel með baðlóni og 200 smáhýsi auk 48 starfsmannaíbúða og fjölorkustöð/áningarstað við þjóðveg.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drög að umsögn vegna fyrirhugaðrar uppbygginu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar.

Fundi slitið.