16. fundur 20. mars 2024 kl. 15:00 - 17:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir formaður
  • Rafn Bergsson
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Heiðbrá Ólafsdóttir
  • Ásta Brynjólfsdóttir
  • Ágúst Leó Sigurðsson
  • Þórunn Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Sigurmundur Páll Jónsson áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
Starfsmenn
  • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Skólasóknarkerfi í gunnskólum á svæði Skólaþjónustunnar

2403085

Lagt fram til kynningar skólasóknarkerfi í grunnskólum á svæði Skólaþjónustunnar. Um er að ræða verkferil vegna fjarvista og seinkomu nemenda og viðbrögð skólanna við þeim.
Fjölskyldunefnd samþykkir fyrir sitt leiti Skólasóknarkerfi í grunnskólum á svæði Skólaþjónustunnar og leggur til að unnið verði eftir því frá og með skólaárinu 2024-2025.
Samþykkt samhljóða.

2.Hvolsskóli; Greining á húsnæðisþörf

2307029

Lögð fram til kynningar skýrsla KPMG, þar sem húsnæðisþörf Hvolsskóla var greind.
Lagt fram til kynningar.

3.Ákvörðun um könnun um lengd skólaárs í Hvolsskóla

2403086

Að óbreyttu ætti könnun, til foreldra barna í Hvolsskóla, um 170 eða 180 daga skólaár að vera lögð fyrir á næstu misserum. All miklar umræður eru í samfélaginu um að okkar skóli ætti ekki að vera á undanþágu um 170 daga, heldur að vera eins og flest allir skólar í landinu með 180 daga.

Lagt er til að kjörnir fulltrúar Fjölskyldunefndar kjósi um hvort að könnunin verði lögð fyrir foreldra og starfsmenn skólans, eða ekki.

Fjórir fulltrúar fjölskyldunefndar, SSÚ, RB, LBL og ÁB, samþykkja að haldin verði könnun um lengd skólaárs Hvolsskóla og á móti eru 3 fulltrúar, SKV, ÁLS, HÓ.
Formanni fjölskyldunefndar og skólastjóra er falið að útfæra könnun um lengd skólaársins og skólastjóra í framhaldinu falið að leggja könnunina fyrir.

4.Fjölmenningarráð - 2

2402005F

Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Fjölmenningarráð - 3

2403007F

Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Fjölmenningarráð - 3 Guests: Birna Sigurðardóttir principal in Hvolsskóli, Sólbjört Gestsdóttir principal in Alda and Justyna Lis bilingual teacher at Hvolsskóli.

    The Council thanks Birna, Sólbjört and Justyna for an informative talk.
  • Fjölmenningarráð - 3 Guests: Sandra D. Gunnarsdóttir
    Guest via Teams: Eyjólfur Sturlaugsson and Róslín Alma Valdemarsdóttir

    The council thanks the representatives from Fræðslunet Suðurlands for a good discussion on Icelandic courses.

6.Samtökin 78; Samningur um fræðslu

2401037

Lagður fram til kynningar samningur við Samtökin 78 um fræðslu.
Lagt fram til kynningar.

7.Jafnréttisstofa; Skólar og jafnrétti, rafrænn fundur fyrir sveitarfélög

2402130

Lagt fram boðskort Jafnréttisstofu á rafrænana fund fyrir sveitarfélög um skóla og jafnrétti.

8.Aðgerðaráætlun um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðisins - lokaskýrsla

2402065

Lögð fram til kynningar lokaskýrsla með aðgerðaráætlun um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðisins. Verkefnið er samstarfsverkefni Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp, Skaftárhrepp og Hornafjörð við gerð móttökuáætlana fyrir sín svæði, ásamt því að vinna að

sértækum verkefnum innan sveitarfélaganna til að auka inngildinu nýbúa á svæðinu og minnka íbúaveltu. Verkefnið var fjármagnað af Byggðaráætlun Byggðarstofnunar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.