43. fundur 02. apríl 2024 kl. 12:30 - 13:34 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Yfirlit aðalskipulagsbreytinga - Íbúðabyggð

2403122

Lagt fram til kynningar.

2.Landskipti - Smáratún

2403068

Landeigandi óskar eftir landskiptum úr upprunalandinu Smáratún, L164062, verið er að stofna millispildu sem síðar kemur til með að sameinast Smáratún lóð B5, L203181. Smáratún B5 verður 3.334 m² eftir samruna millispildunnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt.

3.Landskipti - Vestri-Tunga

2403120

Landeigandi óskar eftir landskiptum að Vestri-Tungu L163975, verið er að stofna tvær landeignir. Önnur landeignin verður 113,56 ha að stærð og fær staðfangið Túnaflöt og hin verður 72,5 ha. og fær staðfangið Tunguholt.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt ásamt hinum nýju staðföngum.

4.Landskipti - Rauðuskriður

2403121

Landeigandi að Rauðuskriðum óskar eftir að stofnuð verði lóð úr Rauðuskriðum, L164057. Lóðin verður 1,5 ha að stærð og fær staðfangið Lynghólmi 9.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að landskiptin og hið nýja staðfang verði samþykkt.

5.Aðalskipulag - Syðsta-Mörk, breyting

2301006

Um er að ræða breytingu á landnotkun á rúmlega 52,7 ha landbúnaðarlandi (L1) í íbúðabyggð (ÍB) sem gerir ráð fyrri 18 lóðum.

Aðalskipulagslýsingin var auglýst frá 20. mars með athugasemdarfresti til og með 30. mars 2023. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnar aðilum, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við lýsinguna. Umhverfisstofnun bendir á hátt verndargildi língresis- og vingulsvist sem er á skipulagssvæðinu og Minjastofnun fer fram á að fornleifafræðingur skrái svæðið sem ekki hefur farið fram. Í umhverfisskýrslunni hefur gróðurfar verið kortlagt og lóðirnar afmarkaðar út frá því. Nefndin fer fram á að landeigandi láti skrá fornleifar á svæðinu og að skýrsla liggi fyrir, fyrir auglýsingu.
Svæðið er flokkað sem úrvals landbúnaðarland en nefndin bendir á að tún- og akurlendi eru hvorki slétt né samfelld. Nefndin óskar eftir umsögn Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og HS veitna vegna tillögunnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag - Syðsta-Mörk

2205082

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 18 lóðum að Syðstu-Mörk. Heimilt verður að byggja allt að 18 íbúðarhús með bílskúr, á einni hæð, hvert um sig allt að 450 m² að stærð, auk 100 m² gestahúsi eða gróðurhúsi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110

2403011F

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110 Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við landskipti eða hið nýja staðfang.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110 Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við samruna landeigna og afmarkanir.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

    - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd

    - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110 F.h Rangárþings Eystra gerir Skipulags- og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við byggingu skjólveggs né fjölgun bílastæða á lóð.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytingu þar sem um óverulega útlitsbreytingu er að ræða.
    Framkvæmdin flokast sem byggingarleyfi í umfangsflokki 2.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytingu þar sem um óverulega útlitsbreytingu er að ræða.
    Framkvæmdin flokast sem byggingarleyfi í umfangsflokki 2.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytingu þar sem um óverulega útlitsbreytingu er að ræða.
    Framkvæmdin flokast sem byggingarleyfi í umfangsflokki 2.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110 Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir hafa verið undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

    - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd

    - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 6 mánaða frá dagsetningu 21.03.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
    Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
    athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Umboð frá þinglýstum landeigendum.
    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 6 mánaða frá dagsetningu 21.03.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
    Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
    athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
    - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 13:34.