64. fundur 20. mars 2024 kl. 16:30 - 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
  • Lilja Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttamiðstöð; Breyting á gjaldskrá

2402283

Í gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Hvolsvelli er möguleiki á að kaupa afsláttarkort í sund og líkamsrækt. Slík kort ertu hugsuð fyrir einstaklinga og/eða fjölskyldur. Hins vegar hefur borið á því að í sundlaugina hafa komið einstaklingar/farastjórar með hópa með sér, keypt eitt 30 miða kort og greitt þannig fyrir allan hópinn. Það var ekki hugsunin með afsláttarkortunum.
Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd samþykkir tillögur um breytingar á gjaldskrá. Forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að uppfæra núverandi gjaldskrá í samræmi við umræddar breytingar og leggja fyrir sveitarstjórn.

2.Notkun á íþróttasalnum í íþróttahúsi

2403081

Talsverð umræða hefur verið um notkun á íþróttasalnum í íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Húsið er nánast yfirfullt alla virka daga og einnig mikið notað um helgar.

Núna í vetur hefur forstöðumaður leyft tónleika barnakórsins, Þorrablót og Grease sýningu á vegum Hvolsskóla. Einstaka æfingar hafa fallið niður vegna þessa en reynt hefur verið að finna æfingunum annan stað t.d. að vera úti, líkamsrækt eða í félagasmiðstöð.

HÍÆ nefnd er beðin um að segja sína skoðun á því hvort og hve mikið á að leyfa öðrum en þeim sem eiga skráða æfingatíma að nota íþróttasalinn á kostnað æfinga hjá íþróttafélögum.
HíÆ nefnd leggur til að forstöðumaður vegi og meti stærð og gildi hvers viðburðar hverju sinni í samráði við hlutaðeigandi aðila. HÍÆ nefnd er sammála um að þeir viðburðir sem haldnir hafa verið í íþróttahúsinu hafi haft mikilvægt menningarlegt gildi fyrir samfélagið og hafa lukkast vel, slíkum viðburðum ber að fagna.
HÍÆ leggur jafnframt áherslu á að undirbúningur og umfang viðburða taki sem allra skemmstan tíma og komi sem minnst niður á skipulögðu íþróttastarfi. Upplýsingar um viðkomandi viðburð þurfi að liggja fyrir með góðum fyrirvara svo hægt sé að skipuleggja breytt fyrirkomulag á þeim tíma sem íþróttastarf óhjákvæmilega muni hliðrast eða falla niður.
Einnig leggur HÍÆ nefnd til að skoðað verði að fjárfesta í búnaði til að nýta íþróttahúsið betur t.d. færanlegt svið sem hentar vel í salinn, viðbótar skilrúm/tjald til að skipta salnum o.s.frv.

Fundi slitið - kl. 18:00.