267. fundur 14. maí 2020 kl. 12:30 - 14:25 í félagsheimilinu Goðalandi Fljótshlið
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir oddviti
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundarstjóri óskar eftir leyfi fundar til að bæta á fundinn máli nr 1 fundargerð byggðarráðs. Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð - 191

2005006F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Byggðarráð - 191 Ólafur Gestsson, endurskoðandi, kemur á fund Byggarráðs.
    Ársreikningur 2019 lagður fram og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Samþykkt samhljóða.

2.Ársreikningur 2019; fyrri umræða

2005016

Ólafur Gestsson, endurskoðandi, kom á fund sveitarstjórnar og fór yfir ársreking 2019. Ársreikningi vísað til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.

3.Varðandi akstursstyrks leikskólabarna í dreifbýli Rangárþings eystra

2005007

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Talsverð vinna hefur farið fram á undanförnum misserum í greiningu á fýsileika þess að reka sér leikskóladeild í dreifbýli sveitarfélagsins. Vegna faglegra og rekstrarlega forsenda telur sveitarstjórn ekki möguleika á slíku fyrirkomulagi að svo stöddu.
Árið 2015 samþykkti sveitarstjórn reglur er varða akstursstyrk til foreldra leikskólabarna. Styrkurinn felst í því að veittur er 20% afsláttur af leikskólagjöldum fyrir börn sem búa í meira en 20 km fjarlægð frá leikskóla. Að mati sveitarstjórnar eru reglurnar einfaldar og skýrar. Borið hefur á því að íbúar hafa ekki getað nýtt sér styrkinn þar sem skilyrði er fyrir 90% nýtingu vistunar. Til að koma á mót við það samþykkir sveitarstjórn að lækka nýtingu vistunar í 80% og jafnframt að hækka veittan afslátt af grunnvistunargjöldum í 25%.
Samþykkt samhljóða.

4.Umsögn; Brattaskjól ehf, Skarðshlíð; F2 veitingastofa

2005020

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

5.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 47

2004010F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 47 Lagt fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 47 Afgreiðslu frestað.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 47 Lagt fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 47 Sólbjört fer yfir stöðuna á starfi leikskólans á tímum Covid og þeim skerðingum á þjónustu sem þurft hefur að grípa til en hún hefur verið mjög lítil. Útlitið er bjart fyrir sumarið og starf leikskólans gengur vel.
    Drög að skóladagatali verður lagt fram á næsta fundi, en verið er að undirbúa viðhorfskönnun um sumarlokun fyrir næsta skólaár.
    Sólbjört leikskólastjóri er á leið í barneignarleyfi frá byrjun mai og mun Valborg Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri leysa hana af til 1. febrúar 2021 og Gyða Björvinsdóttir kemur inn sem aðstoðar leikskólastjóri frá sama tíma. Fræðslunefnd býður nýja stjórnendur velkomna til starfa.
    Fræðslunefnd þakkar starfsfólki skólans fyrir framúrskarandi viðbrögð og starf á þeim óvissutímum sem verið hafa.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 47 Birna fer yfir starf Hvolsskóla á tímum Covid, 1.-4. bekkur hefur verið í skólanum allan tímann en 5.-10. bekkur í fjarkennslu. Skólastarf hefur gengið vonum framar þetta tímabil en frá og með 4. maí n.k. mun skólastarf verða hefðbundið á ný.
    Fræðslunefnd þakkar starfsfólki skólans fyrir framúrskarandi viðbrögð og starf á þeim óvissutímum sem verið hafa.

6.Skipulagsnefnd - 85

2004002F

Sveitarstjórn staðfestir 85. fund skipulagsnefndar í heild sinni.
Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 85 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 85 Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða,sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnunin telji mikilvægt að það komi fram hvernig tillagan samrýmist kafla 2.1.1 í Landskipulagsstefnu um sjálfbæra byggð í skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að nú þegar er töluverð íbúða- og frístundabyggð í nágrenni þess svæðis sem um ræðir. Allar tengingar við samgöngur og veitur eru því mjög góðar. Ekki er heldur verið að raska samfellu á landbúnaðarsvæði vegna núverandi byggðar. Vegagerðin, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 85 Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða, sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Vegagerðin, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 85 Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Minjastofnunar Íslands er vakin athygli á því að áður en gengið er frá deiliskipulagi svæðisins þarf að ljúka við skráningu fornleifa og húsa á svæðinu. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Minjastofnunar. Engar athugasemdir komu frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.v Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 85 Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um er að ræða gos í suðurhluta Eyjafjallajökuls, sem gæti valdið jökulhlaupi eða gjóskuhlaupi til suðurs, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Gos í Eyjafjallajökli mundi einnnig valda miklu öskufalli á umræddu svæði. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Vegagerðarinnar er bent á að sýna skuli allar tengingar við þjóðvegi með skýrum hætti. Tengingar sem ekki eru sýndar á skipulagi, td. túntengingar, má ekki ganga að sem vísum m.v. breytta landnotkun. Einnig skuli móta vegtengingar þannig að þær verði hornréttar á vegi og jafnháar, amk. 20m næst þjóðvegi. Einnig bendir Vegagerðin á að mtt. umferðaröryggis geti verið þörf á því að samnýta vegtengingar í samhengi við fjölgun íbúða og íbúa. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Vegagerðarinnar. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að minjar séu innan svæðisins og að fá þurfi fornleifafræðing til að skrá fornleifar á svæðinu. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Minjastofnunar. Í athugasemd Umhverfsstofnunar kemur fram að mikilvægt sé að það komi fram hvernig tillagan samrýmist kafla 2.1.1 í Landskipulagsstefnu um sjálfbæra byggð í skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að samlegðaráhrif verði með núverandi byggð mtt. tenginga við samgöngur og veitur. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
  • Skipulagsnefnd - 85 Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að búið sé að skrá fornleifar á Lambalæk. Mikilvægt sé að staðsetning og útlínur fornleifa á svæðinu verði sýndar á deiliskipulagsuppdrætti. Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að taka þurfi fram hvernig tillagan samrýmist kafla 2.1.1 í Landskipulagsstefnu þar sem fjallað er um sjálfbæra byggð í skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að nú þegar sé töluverð byggð á svæðinu og því samlegðaráhrif með veitu- og samgöngutengingum. Einnig kemur fram í umsögn Umhverfisstofnunar að mikilvægt sé að fjallað verði um áhrif tillögunnar á bakkagróður skv. 62. gr. náttúruverndarlaga og umhverfisáhrif á gróðurfar vistgerða og fuglalíf. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Umhverfisstofnunar og að tekið verði tillit til fyrrgreindra þátta í greinargerð tillögunnar þar sem samanburðarkostir verði metnir. Engar athugasemdir bárust frá Vegagerðinni og Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 85 Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu eða í norðurhluta Eyjafjallajökuls, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að koma þurfi fram hvernig tillagan samrýmist kafla 2.1.1 í Landskipulagsstefnu þar sem fjallað er um sjálfbæra byggð. Skipulagsnefnd bendir á að fyrirhuguð íbúðabyggð er í góðum tengslum við núverandi byggð. Allar tengingar við samgöngur og veitur eru því mjög góðar. Ekki er heldur verið að raska samfellu á landbúnaðarsvæði vegna núverandi byggðar. Vegagerðin, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 85 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

7.Skipulagsnefnd - 86

2005001F

Sveitarstjórn staðfestir 86. fund skipulagsnefndar í heild sinni.
Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 86 Tillagan var auglýst frá 26. febrúar 2020 með athugasemdafresti til 4. apríl 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofu Íslands kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða, sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulasnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. . Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnunin telji mikilvægt að það komi fram hvernig tillagan samrýmist kafla 2.1.1 í Landskipulagsstefnu um sjálfbæra byggð í skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að nú þegar er töluverð íbúða- og frístundabyggð í nágrenni þess svæðis sem um ræðir. Allar tengingar við samgöngur og veitur eru því mjög góðar. Ekki er heldur verið að raska samfellu á landbúnaðarsvæði vegna núverandi byggðar. Vegagerðin, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir deiliskipulagstillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 86 Tillagan var auglýst frá 26. febrúar 2020 með athugasemdafresti til 4. apríl 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða, sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Vegagerðin, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir deiliskipulagstillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 86 Með bréfi, dags. 30. apríl sl. gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem að breytingin sé það umfangsmikil að hana beri að auglýsa skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun bendir á að leita þurfi umsagnar Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits við afgreiðslu málsins. Skipulagsnefnd samþykkir að taka tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 86 Tillagan var auglýst frá 26. febrúar 2020 með athugasemdafresti til 4. apríl 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða, sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Vegagerðarinnar er bent á að halda skuli fjölda vegtenginga við þjóðvegi í lágmarki og vanda útfærslu þeirra í samræmi við gildandi veghönnunarreglur. Vegagerðin setur þau skilyrði að sjónlengdir við gatnamót séu nægjanlegar og vegna öryggisráðstafana skal móta tenginguna þannig að hún verði hornrétt á veg og jafnhá, amk. 20m næst þjóðvegi. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Vegagerðarinnar. Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir deiliskipulagstillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 86 Með bréfi, dags. 30. apríl sl. gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem að breytingin sé það umfangsmikil að hana beri að auglýsa skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun bendir á að leita þurfi umsagnar Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlits og Minjastofnunar vegna stækkunar á byggingarreit nýs þjónustuhúss við bílastæði Skógafoss.
    Skipulagsnefnd hafnar því alfarið að tillöguna þurfi að afgreiða skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga, og leita þurfi að nýju umsagnar fyrrgreindra umsagnaraðila. Ekki er verið að stækka lóð þjónustuhússins og er stækkun byggingarreits öll innan lóðar sem er í samþykktu deiliskipulagi frá 14.12.2017. Eingöngu er verið að auka byggingarmagn um 300 m2, úr 200m2 í 500 m2. Aðrir skilmálar gildandi skipulags eru óbreyttir. Einnig er verið að taka allan vafa á um að hámarks byggingarmagn á lóð farfuglaheimilisins er 1500 m2, eins og samþykkt var við gerð deiliskipulags 10.01.2013.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Ytri-Skóga verði samþykkt sem óveruleg breyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án grenndarkynningar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir deiliskipulagsbreytinguna sem óverulega skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, án grenndarkynningar.
  • Skipulagsnefnd - 86 Framkvæmdarleyfið var grenndarkynnt frá skv. 44. gr. skipulagsdlaga nr. 123/2010, frá 27. mars 2020 til 24. apríl 2020, fyrir íbúum Skíðbakka 1-3, Kúfkól, Brúnalundi, Brúnavöllum, Ásbrún, Fossbrún, Stóru-Hildisey, Vatnshól, Gularási og Gularáshjáleigu. Athugasemdir komu fram innan athugasemdarfrests grendarkynningar. Haldinn var íbúafundur 5. maí sl. á vegum embættis skipulags- og byggingarfulltrúa með þeim aðilum sem grenndarkynnt var fyrir, ásamt fulltrúa Sýnar/Vodafone fjarskiptafyrirtækis. Sátt var á meðal fundarmanna um að fjarskiptamastrið yrði sett upp suð-austan við hús Mílu, fjær Krossvegi.
    Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir byggingu fjarskiptamasturs og tækjahúss í landi Gularáshjáleigu L211074.
  • Skipulagsnefnd - 86 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðföngum á Dufþaksbraut og Ormsvelli verði breytt í samræmi við tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa, sem liggur fyrir fundinum. Skipulagsfulltrúi mun kynna fyrirhugaðar breytingar á staðföngum fyrir húseigendum á því svæði sem breytingin tekur til. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir breytingu á staðföngum á Dufþaksbraut og Ormsvelli skv. tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa sem liggur fyrir fundinum, þannig að reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017 sé uppfyllt.
  • Skipulagsnefnd - 86 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 86 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 86 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
  • Skipulagsnefnd - 86 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Uppsölum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Uppsölum í Fljótshlíð og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

8.17. fundur jafnréttisnefndar; 06.01.2020

2001032

Sveitarstjóra og formann jafnréttisnefndar falið að yfirfara samninga sveitarfélagsins í samvinnu við samningsaðila og setja inn ákvæði um jafnrétti í samningana.
Samþykkt samhljóða.

9.44. fundur stjórnar félags- og skólaþjónustu; 21.4.2020

2005010

Fundargerð staðfest í heild.

10.557. fundur stjórnar SASS; 22.04.2020

2005009

Fundarger staðfest.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga; 882. fundur stjórnar

2005008

Fundargerð staðfest.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga; 883. fundur stjórnar

2005019

Fundargerð staðfest.

13.Sunnlenskur samráðsfundur; Minnisblað

2004044

Lagt fram til kynningar.

14.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2020

2001021

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:25.