86. fundur 11. maí 2020 kl. 16:15 - 17:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Útskák; Deiliskipulag

1608057

Tillaga að deiliskipulagi nær til Útskákar, um 5 ha landspildu úr landi Kirkjulækjarkots í Fljótshlíð. Tillagan tekur til afmörkunar fimm íbúðarlóða og fimm frístundalóða.
Tillagan var auglýst frá 26. febrúar 2020 með athugasemdafresti til 4. apríl 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofu Íslands kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða, sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulasnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. . Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnunin telji mikilvægt að það komi fram hvernig tillagan samrýmist kafla 2.1.1 í Landskipulagsstefnu um sjálfbæra byggð í skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að nú þegar er töluverð íbúða- og frístundabyggð í nágrenni þess svæðis sem um ræðir. Allar tengingar við samgöngur og veitur eru því mjög góðar. Ekki er heldur verið að raska samfellu á landbúnaðarsvæði vegna núverandi byggðar. Vegagerðin, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag - Hamar

1908022

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu felst í því að gert er ráð fyrir 4 gestahúsum, hvert um sig allt að 35 m2 að stærð og einum gistiskála allt að 70 m2 að stærð. Einnig er gert ráð fyrir þjónustuhúsi, allt að 150 m2 að stærð. Gistiskálar verða byggðir í torfbæjarstíl.
Tillagan var auglýst frá 26. febrúar 2020 með athugasemdafresti til 4. apríl 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða, sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Vegagerðin, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag, breyting - Þingheimar

1912007

Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á jörðinni Þingheimar L172470, áður Forsæti 3. Breytingin felur í sér stækkun á skipulagssvæðinu til suðvesturs um ca 50m. Innan stækkunarinnar er afmarkaður nýr byggingarreitur D þar sem heimilt er að byggja skemmu/hesthús allt að 500 m2 að stærð. Hámarkshæð byggingar er 7m. Byggingarreitir/lóðir A, B og C verður breytt úr frístundahúsalóðum í íbúðarlóðir.
Með bréfi, dags. 30. apríl sl. gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem að breytingin sé það umfangsmikil að hana beri að auglýsa skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun bendir á að leita þurfi umsagnar Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits við afgreiðslu málsins. Skipulagsnefnd samþykkir að taka tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag; Grund

2001081

Deiliskipulagið tekur til ríflega 10 ha spildu út úr jörðinni Miðey land (L189551) sem kallst Grund. Gert er ráð fyrir afmörkun þriggja íbúðarlóða ásamt byggingarreitum auk byggingarreits utan um núverandi sumarhús á jörðinni.
Tillagan var auglýst frá 26. febrúar 2020 með athugasemdafresti til 4. apríl 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða, sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Vegagerðarinnar er bent á að halda skuli fjölda vegtenginga við þjóðvegi í lágmarki og vanda útfærslu þeirra í samræmi við gildandi veghönnunarreglur. Vegagerðin setur þau skilyrði að sjónlengdir við gatnamót séu nægjanlegar og vegna öryggisráðstafana skal móta tenginguna þannig að hún verði hornrétt á veg og jafnhá, amk. 20m næst þjóðvegi. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Vegagerðarinnar. Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag; Breyting, Ytri-Skógar

2003029

Deiliskipulagsbreytingin tekur til breytinga á byggingarskilmálum á tveimur lóðum á Ytri Skógum. Annars vegar er um að ræða lóð farfuglaheimilisins, þar sem að verið er að hnykkja á því að óumdeilt heildar byggingarmagn á lóð er 1500 m2. Aðrir skilmálar eru óbreyttir. Hins vegar er um að ræða lóð undir móttöku- og aðstöðuhús við nýtt bílastæði við Skógafoss. Þar er byggingarreitur stækkaður og byggingarmagn aukið úr 200 m2 í 500 m2. Aðrir skilmálar eru óbreyttir.
Með bréfi, dags. 30. apríl sl. gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem að breytingin sé það umfangsmikil að hana beri að auglýsa skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun bendir á að leita þurfi umsagnar Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlits og Minjastofnunar vegna stækkunar á byggingarreit nýs þjónustuhúss við bílastæði Skógafoss.
Skipulagsnefnd hafnar því alfarið að tillöguna þurfi að afgreiða skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga, og leita þurfi að nýju umsagnar fyrrgreindra umsagnaraðila. Ekki er verið að stækka lóð þjónustuhússins og er stækkun byggingarreits öll innan lóðar sem er í samþykktu deiliskipulagi frá 14.12.2017. Eingöngu er verið að auka byggingarmagn um 300 m2, úr 200m2 í 500 m2. Aðrir skilmálar gildandi skipulags eru óbreyttir. Einnig er verið að taka allan vafa á um að hámarks byggingarmagn á lóð farfuglaheimilisins er 1500 m2, eins og samþykkt var við gerð deiliskipulags 10.01.2013.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Ytri-Skóga verði samþykkt sem óveruleg breyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án grenndarkynningar.

6.Framkvæmdarleyfi; Gularáshjáleiga land

2003034

Sýn ehf óskar eftir leyfi til þess að setja upp 30m hátt fjarskptamastur á lóðinni Gularáshjáleiga land L211074, skv. meðfylgjandi umsókn.
Framkvæmdarleyfið var grenndarkynnt frá skv. 44. gr. skipulagsdlaga nr. 123/2010, frá 27. mars 2020 til 24. apríl 2020, fyrir íbúum Skíðbakka 1-3, Kúfkól, Brúnalundi, Brúnavöllum, Ásbrún, Fossbrún, Stóru-Hildisey, Vatnshól, Gularási og Gularáshjáleigu. Athugasemdir komu fram innan athugasemdarfrests grendarkynningar. Haldinn var íbúafundur 5. maí sl. á vegum embættis skipulags- og byggingarfulltrúa með þeim aðilum sem grenndarkynnt var fyrir, ásamt fulltrúa Sýnar/Vodafone fjarskiptafyrirtækis. Sátt var á meðal fundarmanna um að fjarskiptamastrið yrði sett upp suð-austan við hús Mílu, fjær Krossvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.

7.Breyting á staðföngum; Dufþaksbraut og Ormsvöllur

2004028

Breyta þarf staðföngum á Dufþaksbraut og Ormsvelli þannig að reglugerð um skráningu staðföng nr. 577/2017 sé uppfyllt.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðföngum á Dufþaksbraut og Ormsvelli verði breytt í samræmi við tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa, sem liggur fyrir fundinum. Skipulagsfulltrúi mun kynna fyrirhugaðar breytingar á staðföngum fyrir húseigendum á því svæði sem breytingin tekur til.

8.Landskipti; Spennistöð RARIK Gunnarshólma

2004033

RARIK óskar eftir því að skipta ca 60 m2 lóð út úr Gunnarshólma L163861 undir spennistöð sem er hluti af dreifikerfi RARIK. Lóðin mun fá staðfangið Gunnarshólmi spennistöð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

9.Landskipti; Sléttuból

2004057

Direkta lögfræðiþjónusta, fh. Vegagerðarinnar óskar eftir því að skipta 21.676 m2 lóð út úr Sléttubóli L163896 undir nýtt vegsvæði. Hin nýja lóð mun fá staðfangið Sléttuból vegsvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

10.Landskipti; Eyvindarholt

2005013

Garðar Kjartansson, fh. landeigenda Eyvindarholts L163761, óskar eftir því að skipta 8 nýjum lóðum út úr jörðinni Eyvindarholt skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Landnot ehf. dags. 29. apríl 2020. Hinar nýju lóðir eru Aurinn stærð 76,7 ha, Stóra-Dímon stærð 539,5 ha, Aurinn 2 stærð 23,2 ha, Garðar stærð 6 ha, Borgarhóll stærð 78 ha, Litla-Dímon stærð 40,2 ha, Steinborg B stærð 16913 m2 (mun sameinast Steinborg L220008) og Fagurholt stærð 1207 m2 (mun sameinast Eyvindarholt lóð B L220009. Eftir samruna mun lóðin heita Fagurholt).
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

11.Deiliskipulag; Uppsalir

2005015

Kolbeinn Ísólfsson óskar eftir breytingu á deiliskipulagi á Uppsölum L164200. Breytingin felst í því að gerð er ný lóð, Uppsalir 3 sem er 3,5 ha að stærð. Heimilt verður að byggja íbúðarhús/bílskúr, allt að 250 m2, gestahús allt að 50 m2 og skemmu allt að 250 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Uppsölum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 17:30.