47. fundur 29. apríl 2020 kl. 14:00 - 14:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir formaður
  • Bjarki Oddsson
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Guðmundur Viðarsson, Páll Eggertsson og Arnar Gauti Markússon boðuðu forföll á síðustu stundu, ekki var unnt að kalla til varamenn.

Áheyrnarfulltrúar: Ólafur Þórisson fulltrúi foreldra Hvolsskóla, Andrea Hrund Bjarnadóttir fulltrúi starfsmanna Leikskólans Arkar, Birna Sigurðardóttir skólastjóri Hvolsskóla, Pálína B. Jónsdóttir fulltrúi kennara Hvolsskóla, Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri.

1.Fagráð eineltismála - opnun upplýsingaveitu um eineltismál og ráðgjöf

2004071

Lagt fram til kynningar.

2.Beiðni um breytingu eða færslu á starfsdögum leikskólans Arkar

2004070

Afgreiðslu frestað.

3.Samráðshópur um skólahald vegna heimsfaraldurs kórónaveiru; Fundargerðir

2004056

Lagt fram til kynningar.

4.Leikskólinn Örk; almenn mál

1910078

Sólbjört fer yfir stöðuna á starfi leikskólans á tímum Covid og þeim skerðingum á þjónustu sem þurft hefur að grípa til en hún hefur verið mjög lítil. Útlitið er bjart fyrir sumarið og starf leikskólans gengur vel.
Drög að skóladagatali verður lagt fram á næsta fundi, en verið er að undirbúa viðhorfskönnun um sumarlokun fyrir næsta skólaár.
Sólbjört leikskólastjóri er á leið í barneignarleyfi frá byrjun mai og mun Valborg Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri leysa hana af til 1. febrúar 2021 og Gyða Björvinsdóttir kemur inn sem aðstoðar leikskólastjóri frá sama tíma. Fræðslunefnd býður nýja stjórnendur velkomna til starfa.
Fræðslunefnd þakkar starfsfólki skólans fyrir framúrskarandi viðbrögð og starf á þeim óvissutímum sem verið hafa.

5.Hvolsskóli; almenn mál

1910083

Birna fer yfir starf Hvolsskóla á tímum Covid, 1.-4. bekkur hefur verið í skólanum allan tímann en 5.-10. bekkur í fjarkennslu. Skólastarf hefur gengið vonum framar þetta tímabil en frá og með 4. maí n.k. mun skólastarf verða hefðbundið á ný.
Fræðslunefnd þakkar starfsfólki skólans fyrir framúrskarandi viðbrögð og starf á þeim óvissutímum sem verið hafa.

Fundi slitið - kl. 14:55.