1908008
Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Um er að ræða að breyta landnotkun á 2,0 ha spildu á lóðinni Hamar L218934 úr landbúnaðarsvæði (L) í svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ). Samkvæmt drögum að deiliskipulagi er gert ráð fyrir byggingu allt að 7 gistiskálum, hver um sig 35-60 m2 og aðstöðuhúsi allt að 250 m2. Heildarbyggingarmagn getur verið allt að 700 m2. Mænishæð getur verið allt að 6m.