85. fundur 07. maí 2020 kl. 10:00 - 11:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Miðbær; deiliskipulag; endurskoðun

1511092

Rangárþing eystra hefur verið að vinna að endurskoðun miðbæjarskipulagsins á Hvolsvelli. Meginmarkmið við endurskoðun deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmöguleika fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og íbúðir í miðbæ sem gegna munu mikilvægu hlutverki í þéttbýlinu á Hvolsvelli og sveitarfélaginu öllu. Endurgerð og breytingar á vegyfirborði þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um þéttbýli Hvolsvallar er hluti deiliskipulagsáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir breytingum á yfirborði vegarins og öðrum aðgerðum til að auka umferðaröryggi, draga úr umferðarhraða og gera veginn að bæjargötu. Hugað verður að bættum göngutengingum frá miðbæjarsvæðinu að öðrum hlutum þéttbýlisins.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Aðalskipulagsbreyting; Útskák

1901010

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Um er að ræða breytingu á landnotkun á rúmlega 5 ha svæði sem nefnist Útskák og er upprunalega úr landi Kirkjulækjarkots. Breytt er landnotkun úr landbúnaðarlandi (L) í íbúðarbyggð (ÍB) og frístundabyggð (F). Íbúðarbyggðin er með allt að fimm lóðum og frístundabyggðin með allt að fimm lóðum.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða,sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnunin telji mikilvægt að það komi fram hvernig tillagan samrýmist kafla 2.1.1 í Landskipulagsstefnu um sjálfbæra byggð í skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að nú þegar er töluverð íbúða- og frístundabyggð í nágrenni þess svæðis sem um ræðir. Allar tengingar við samgöngur og veitur eru því mjög góðar. Ekki er heldur verið að raska samfellu á landbúnaðarsvæði vegna núverandi byggðar. Vegagerðin, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Aðalskipulagsbreyting; Hamar

1908008

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Um er að ræða að breyta landnotkun á 2,0 ha spildu á lóðinni Hamar L218934 úr landbúnaðarsvæði (L) í svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ). Samkvæmt drögum að deiliskipulagi er gert ráð fyrir byggingu allt að 7 gistiskálum, hver um sig 35-60 m2 og aðstöðuhúsi allt að 250 m2. Heildarbyggingarmagn getur verið allt að 700 m2. Mænishæð getur verið allt að 6m.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða, sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Vegagerðin, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Aðalskipulagsbreyting; Kirkjuhvoll

1908009

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Fyrirhugað er að breyta landnotkun á um 0,3 ha af íbúðarbyggð (ÍB114) og um 0,5 ha af landbúnaðarsvæði (L) í svæði fyrir samfélagsþjónustu (S).
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Minjastofnunar Íslands er vakin athygli á því að áður en gengið er frá deiliskipulagi svæðisins þarf að ljúka við skráningu fornleifa og húsa á svæðinu. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Minjastofnunar. Engar athugasemdir komu frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.v

5.Aðalskipulagsbreyting; Ystabæliskot

1908010

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Um er að ræða um 20 ha spildu úr Ystabæliskoti L163695, þar sem landnotkun verður breytt úr landbúnaðarsvæði (L) í íbúðarbyggð (ÍB). Gert verður ráð fyrir 5 íbúðarhúsum á svæðinu.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um er að ræða gos í suðurhluta Eyjafjallajökuls, sem gæti valdið jökulhlaupi eða gjóskuhlaupi til suðurs, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Gos í Eyjafjallajökli mundi einnnig valda miklu öskufalli á umræddu svæði. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Vegagerðarinnar er bent á að sýna skuli allar tengingar við þjóðvegi með skýrum hætti. Tengingar sem ekki eru sýndar á skipulagi, td. túntengingar, má ekki ganga að sem vísum m.v. breytta landnotkun. Einnig skuli móta vegtengingar þannig að þær verði hornréttar á vegi og jafnháar, amk. 20m næst þjóðvegi. Einnig bendir Vegagerðin á að mtt. umferðaröryggis geti verið þörf á því að samnýta vegtengingar í samhengi við fjölgun íbúða og íbúa. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Vegagerðarinnar. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að minjar séu innan svæðisins og að fá þurfi fornleifafræðing til að skrá fornleifar á svæðinu. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Minjastofnunar. Í athugasemd Umhverfsstofnunar kemur fram að mikilvægt sé að það komi fram hvernig tillagan samrýmist kafla 2.1.1 í Landskipulagsstefnu um sjálfbæra byggð í skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að samlegðaráhrif verði með núverandi byggð mtt. tenginga við samgöngur og veitur. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

6.Aðalskipulagsbreyting; Lambalækur

1910019

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að frístundabyggð (F-322) á jörðinni Lambalækur (L164045), verður breytt í íbúðabyggð. Vestan við frístundabyggðina liggur íbúðarbyggð í landi Kvoslækjar (ÍB-366) og verður það svæði stækkað um það sem nemur stærð frístundabyggðar F-322.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að búið sé að skrá fornleifar á Lambalæk. Mikilvægt sé að staðsetning og útlínur fornleifa á svæðinu verði sýndar á deiliskipulagsuppdrætti. Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að taka þurfi fram hvernig tillagan samrýmist kafla 2.1.1 í Landskipulagsstefnu þar sem fjallað er um sjálfbæra byggð í skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að nú þegar sé töluverð byggð á svæðinu og því samlegðaráhrif með veitu- og samgöngutengingum. Einnig kemur fram í umsögn Umhverfisstofnunar að mikilvægt sé að fjallað verði um áhrif tillögunnar á bakkagróður skv. 62. gr. náttúruverndarlaga og umhverfisáhrif á gróðurfar vistgerða og fuglalíf. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Umhverfisstofnunar og að tekið verði tillit til fyrrgreindra þátta í greinargerð tillögunnar þar sem samanburðarkostir verði metnir. Engar athugasemdir bárust frá Vegagerðinni og Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Aðalskipulagsbreyting; Grenstangi

1910020

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að frístundabyggð (F-218) á jörðinni Grenstanga verði breytt í íbúðabyggð (ÍB).
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu eða í norðurhluta Eyjafjallajökuls, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að koma þurfi fram hvernig tillagan samrýmist kafla 2.1.1 í Landskipulagsstefnu þar sem fjallað er um sjálfbæra byggð. Skipulagsnefnd bendir á að fyrirhuguð íbúðabyggð er í góðum tengslum við núverandi byggð. Allar tengingar við samgöngur og veitur eru því mjög góðar. Ekki er heldur verið að raska samfellu á landbúnaðarsvæði vegna núverandi byggðar. Vegagerðin, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Framkvæmdarleyfi; Gularáshjáleiga land

2003034

Sýn ehf óskar eftir leyfi til þess að setja upp 30m hátt fjarskptamastur á lóðinni Gularáshjáleiga land L211074, skv. meðfylgjandi umsókn.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 11:30.