260. fundur 13. febrúar 2020 kl. 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
 • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
 • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
 • Lilja Einarsdóttir oddviti
 • Rafn Bergsson aðalmaður
 • Christiane L. Bahner aðalmaður
 • Guri Hilstad Ólason varamaður
Starfsmenn
 • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundarstjóri óskar eftir leyfi fundar til að bæta lið 16 á dagskrá. Fundargerð 39. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar. Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt samhljóða.

1.Fundur sveitarstjórnar í mars; breytt dagsetning

2001049

Tillaga um að færa næsta fund sveitarstjórnar sem vera á 12. mars aftur um eina viku til 19. mars 2020 kl. 12:00.
Að byggðarráðsfundur 26. mars verði felldur niður og sveitarstjórnafundur sem vera á 9. apríl verði færður fram um eina viku til 2. apríl kl. 12:00 vegna Páska.
Samþykkt samhljóða.

2.Eyjafjallajökull; Goslokahátíð; 10 ár frá goslokum

2002013

Á árinu 2020 eru 10 ár liðin frá goslokum Eyjafjallajökuls gossins. Sveitarstjórn samþykkir að haldið verði uppá goslokin með myndarbrag. Katla jarðvangur hefur hafið undirbúning á dagskrá. Stefnt er að því að hátíðin verði haldin í apríl. Sveitarstjórn leggur til að markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins vinni að skipulagningu hátíðarinnar í samráði við Kötlu jarðvang og aðra áhugasama aðila á svæðinu.
Samþykkt samhlhljóða.

3.Austurvegur 14; Boð um leigu á húsnæði

2001069

Sveitarstjórn hafnar erindi Þingvangs.
Samþykkt samhljóða.
Anton Kári Halldórsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.

4.Boð um kaup á hesthúsum á Hvolsvelli

2001086

Yfirstandandi er vinna við endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra þar sem m.a. verður farið yfir framtíðarsýn viðkomandi svæðis. Hesthúalóðir við Dufþaksbraut eru víkjandi skv. gildandi deiliskipulagi. Að svo stöddu hefur ekki verið mörkuð ný stefna fyrir umrætt svæði. Því telur sveitarstjórn ekki tímabært að ganga inn í kaup á hesthúsum við Dufþaksbraut og afþakkar því boð um kaup.
Samþykkt samhljóða.
Anton Kári Halldórsson kemur aftur til fundar.

5.Krónan; Festi; Sátt við Samkeppniseftirlit

1912035

Sveitarstjóri og oddviti hafa unnið að lausn málsins skv. fyrri bókun sveitarstjórnar. Ákvörðun sveitarstjórnar sem tekin er með hagsmuni íbúa sveitarfélagsins að leiðarljósi, er sú að ekki verði samþykkt framleiga á gildandi leigusamningi við Krónuna um rekstur lágvöruverslunar að Austurvegi 4, Hvolsvelli.
Samþykkt samhljóða.

6.Kirkjuhvoll; fjárhagsáætlun 2020

2002017

Fjárhagsáætlun Kirkjuhvols 2020 lögð fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

7.Samtök um kvennaathvarf; Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020

1910098

Sveitarstjórn samþykkir rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins að upphæð 75.000kr.
Samþykkt samhljóða.

8.Skeggjastaðir Land 29; Umsón um lögbýli

2002004

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun löbýlis.
Samþykkt samhljóða.

9.Fíflholtshverfi; Ósk um vegabætur

2001077

Erindi móttekið. Sveitarstjóra falið að þrýsta á Vegagerðina um að fara í þær vegabætur sem Vegagerðin hefur þegar samþykkt skv. gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra.
Samþykkt samhljóða.

10.Umsögn; Miðbælisbakkar; F2 gistileyfi

2002014

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

11.Umsögn; V-Fíflholt; F2 gistileyfi

2002015

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt Samhljóða.

12.Byggðarráð - 188

2001005F

Fundargerð samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð - 188 Áhersla ferðarinnar er meðal annars sameiningarmál sveitarfélaga en Danir hafa verið framalega á því sviði á undanförnum árum. Því leggur Byggðarráð til að fulltrúar Rangárþings eystra séu þeir sömu og sitja í verkefnahóp um mat á kostum og göllum sameiningar fimm sveitarfélaga, þau Anton Kári Halldórsson, Lilja Einarsdóttir og Christiane L. Bahner.
  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð - 188 Byggðarráð samþykkir tilboð PWC í innleiðingu og gagnavinnslu vegna jafnlaunavottunar sveitarfélagsins.
  Sveitarstjóra falið að kynna forstöðumönnum tilboðið.
  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð - 188 Byggðarráð tilnefnir Anton Kára Halldórsson og Lilju Einarsdóttir í vinnuhóp um stofnun sameiginlegs rekstrarfélags, allra landeigenda um svæðið Seljalandsfoss og Hamragarða.
  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð - 188 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Tekið skal fram að samkvæmt gildandi lögreglusamþykkt er dansleikur heimilaður til kl 03:00.
  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð - 188 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  Tekið skal fram að samkvæmt gildandi lögreglusamþykkt er dansleikur heimilaður til kl 03:00.
  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð - 188 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  Tekið skal fram að samkvæmt gildandi lögreglusamþykkt er dansleikur heimilaður til kl 03:00.
  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð - 188 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  Tekið skal fram að samkvæmt gildandi lögreglusamþykkt er dansleikur heimilaður til kl 03:00.
  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð - 188 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  Tekið skal fram að samkvæmt gildandi lögreglusamþykkt er dansleikur heimilaður til kl 03:00.
  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð - 188 Byggðarráð staðfestir fundargerð 209. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
  Varðandi lið 2 í fundargerð, lýsir Byggðarráð yfir ánægju með endurskoðaðar samþykktir um meðhöndlun úrgangs og sorphirðu og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð - 188 Byggðarráð staðfestir fundargerð 49. fundar stjórnar Kötlu jarðvangs.
  Samþykkt samhljóða.
  Byggðarráð óskar eftir að fulltrúar Kötlu Jarðvangs komi á fund sveitarstjórnar til að fara yfir málefni jarðvangsins.
 • Byggðarráð - 188 Fundargerð staðfest.
 • Byggðarráð - 188 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðarráð - 188 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðarráð - 188 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðarráð - 188 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðarráð - 188 Lagt fram til kynningar.

13.Skipulagsnefnd - 81

2001002F

Fundargerð staðfest í heild.
 • Skipulagsnefnd - 81 Deiliskipulagstillögunni var frestað á 79. fundi skipulagsnefndar þann 9. desember sl. vegna athugasemdar Vegagerðarinnar. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við fyrrgreindri athugasemd og gerir Vegagerðin ekki frekari athugasemdir. Minjastofnun Íslands fékk uppfærða tillögu til umsagnar að nýju og gerir ekki athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • 13.2 1908022 Deiliskipulag - Hamar
  Skipulagsnefnd - 81 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna deiliskipulagstillögu á Hamri og mælist til þess að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd - 81 Eftir yfirferð og athugasemdir Skipulagsstofnunar hafa verið gerðar breytingar á deiliskipulagstillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd - 81 Afgreiðslu erindisins er frestað. Skipulagsnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna tillögu að samþykkt á reglum um skilti í Rangárþingi eystra. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna tillögu að samþykkt á reglum um skilti í Rangárþingi eystra.
 • Skipulagsnefnd - 81 Afgreiðslu erindisins er frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að leita álits Skiplagsstofnunar á erindinu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita álits Skipulagsstofnunar á erindinu.
 • Skipulagsnefnd - 81 Afgreiðslu erindisins er frestað. Skipulagsnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna tillögu að samþykkt á reglum um skilti í Rangárþingi eystra. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna tillögu að samþykkt á reglum um skilti í Rangárþingi eystra.
 • Skipulagsnefnd - 81
  Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og heitið á nýju spildunni.
 • Skipulagsnefnd - 81 Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að fyrirhuguð breyting á gatnamótum Nýbýlavegar og Hvolstúns hefur nú þegar verið kynnt og auglýst í nýju deiliskipulagi íbúðabyggðar á Hvolsvelli. Breytingin varðar því einungis hagsmuni sveitarfélagsins. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óveruleg breyting. Sveitarstjórn samþykkir einnig að fallið verði frá grenndarkynningu tillögunnar þar sem fyrirhuguð breyting á gatnamótum Nýbýlavegar og Hvolstúns hefur verið kynnt og auglýst í tillögu að nýju deiliskipulagi íbúðabyggðar á Hvolsvelli.
 • Skipulagsnefnd - 81 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við lýsingu að heildarendurskoðun Aðalskipulags Skaftárhrepps.

14.Skipulagsnefnd - 82

2001007F

Fundargerð staðfest í heild.
 • Skipulagsnefnd - 82 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd - 82 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • 14.3 2001081 Deiliskipulag; Grund
  Skipulagsnefnd - 82 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. gr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd - 82 Skipulagsnefnd leggur til að úthlutun lóðarinnar verði frestað og að lausar lóðir undir íbúðarhús og verslun- og þjónustu á Ytri-Skógum verði auglýstar til úthlutunar enda hafa þær ekki verið auglýstar áður. Skipulagsnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og samþykkir að lausar lóðir undir íbúðarhús og verslun- og þjónustu á Ytri Skógum verði auglýstar til úthlutunar.
 • Skipulagsnefnd - 82 Skipulagsnefnd samþykkir landskiptir með fyrirvara um að uppdráttur verði lagfærður miðað við umræður á fundinum. Skipluagsnefnd samþykkir einnig, að ósk landeiganda, að hin sameinaða spilda fái staðfangið Háiskáli. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og heitið á spildunni.
 • Skipulagsnefnd - 82 Skipulagsnefnd samþykkir landskiptir með fyrirvara um að uppdráttur verði lagfærður miðað við umræður á fundinum. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og heitið á nýju spildunni.

15.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 63

2001006F

Fundargerð samþykkt í heild.
 • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 63 Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir og kynnir rekstraryfirlit fyrir Brunavarnir Rangárvallasýlsu bs. fyrir árið 2019.
 • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 63 Jón Sæmundsson frá Verkís fer yfir innkomin tilboð í verkið. Lægsta tilboð í verkið var frá Trésmiðju Ingólfs að upphæð 32.585.507 kr. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar uppá 38.331.646 kr. Stjórn samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðenda, Trésmiðju Ingólfs.

  Stjórn samþykkir að umsjónarmaður/eftirlitsmaður að hálfu verkaupa verði Ólafur Rúnarsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa Rangárþings eystra og eldvarnaeftirlitsmaður Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti að gengið sé að tilboði Trésmiðju Ingólfs.
  Samþykkt samhljóða.

16.39. fundur; Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar; 11. febrúar 2020

2002029

Varðandi lið 2 í fundargerð nefndarinnar. Sveitarstjórn hafnar ósk mestaraflokks KFR enda er í gildi styrktarsamningur milli Rangárþings eystra og KFR sem innifelur m.a. sérstakan fjárstyrk til meistaraflokks.
Samþykkt samhjlóða.
Varðandi lið 3 í fundargerð nefndarinnar. Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar varðandi samstarf við Rift fjallahjólakeppnina og tilnefnir markaðs- og kynningarfulltrúa og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa tengiliði við forsvarsmenn keppninnar.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerð 39. fundar heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar staðfest í heild sinni.

17.16. fundur Ungmennaráðs; 24.01.2020

2001079

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn boðar fulltrúa frá ungmennaráði á næsta fund sveitarstjórnar sem haldinn verður 19. mars.

18.73. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 6.2.2020

2002011

Fundargerð staðfest.

19.553. fundur stjórnar SASS; 17.01.2020

2002005

Fundargerð staðfest.

20.3. fundur verkefnahóps um sameiningu sveitarfélaga

2001078

Fundargerð samþykkt.

21.202. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands; 4.2.2020

2002010

Lagt fram til kynningar.

22.Bergrisinn; 12. fundur stjórnar; 21.01.2020

2002016

Lagt fram til kynningar.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga; 878. fundur stjórnar

2002012

Lagt fram til kynningar.

24.Úttekt á vegum í Rangárþingi eystra

1909107

Ólafur Guðmundsson kemur og kynnir úttekt vega í dreifbýli Rangárþings eystra með tilliti til ástands og öryggis. Sveitarstjórn þakkar Ólafi fyrir yfirgripsmikla kynningu og felur sveitarstjóra að óska eftir tilboði í samskonar úttekt á þéttbýlinu Hvolsvelli.
Sveitarstjóra er einnig falið að óska eftir tilboðum í gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið í heildsinni, enda munu gögn Ólafs nýtast vel í þá vinnu. Málið verði unnið áfram í samvinnu við Samgöngu- og umferðarnefnd.
Samþykkt samhljóða.

25.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2020

Fundi slitið.