1909043
Deiliskipulagstillagan tekur til 32,5 ha spildu, Skiphóls í A-Landeyjum. Á byggingarreit Í1 er heimilt að byggja allt að 150 m2 íbúðarhús, allt að 50 m2 bílgeymslu og allt að 40 m2 gestahús. Á byggingarreitum F1 og F2 er heimilt að byggja allt að 70 m2 frístundahús auk 15 m2 smáhýsis. Á byggingarreit Ú1 er heimilt að byggja allt að 1.000 m2 hús fyrir hestatengda starfsemi eða aðra landbúnaðartengda starfsemi.