81. fundur 03. febrúar 2020 kl. 11:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Anton Kári boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í tæka tíð. Lilja Einarsdóttir varaformaður skipulagsnefndar stýrði fundi í forföllum Antons Kára.

1.Deiliskipulag - Efra-Bakkakot, lóð 1

1906090

Deiliskipulagstillagan nær frá Þjóðvegi 1 í norðri, Bakkakotsá til vesturs og inn á tún til austurs og suðurs. Heildar skipulagssvæðið er 20.500 m2. Gert er ráð fyrir að taka 730 m2 spildu undir frístundalóð þar sem gert er ráð fyrir byggingu 80 m2 frístundahúss á einni hæð auk 30 m2 geymsluskúrs. Hámarks hæð húss frá gólfkóta er 4,0m.
Deiliskipulagstillögunni var frestað á 79. fundi skipulagsnefndar þann 9. desember sl. vegna athugasemdar Vegagerðarinnar. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við fyrrgreindri athugasemd og gerir Vegagerðin ekki frekari athugasemdir. Minjastofnun Íslands fékk uppfærða tillögu til umsagnar að nýju og gerir ekki athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag - Hamar

1908022

Eyþór Björgvinsson óskar eftir heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi á Hamri L218934. Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir allt að 7 gistiskálum með íslensku torfbæina sem fyrirmynd. Stærð gistiskálanna er áætluð frá 35-60 m2. Að auki er gert ráð fyrir allt að 250 m2 aðstöðuhúsi. Heildarbyggingarmagn er allt að 700 m2. Mænishæð verður allt að 6m.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna deiliskipulagstillögu á Hamri og mælist til þess að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag; Skiphóll

1909043

Deiliskipulagstillagan tekur til 32,5 ha spildu, Skiphóls í A-Landeyjum. Á byggingarreit Í1 er heimilt að byggja allt að 150 m2 íbúðarhús, allt að 50 m2 bílgeymslu og allt að 40 m2 gestahús. Á byggingarreitum F1 og F2 er heimilt að byggja allt að 70 m2 frístundahús auk 15 m2 smáhýsis. Á byggingarreit Ú1 er heimilt að byggja allt að 1.000 m2 hús fyrir hestatengda starfsemi eða aðra landbúnaðartengda starfsemi.
Eftir yfirferð og athugasemdir Skipulagsstofnunar hafa verið gerðar breytingar á deiliskipulagstillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Ósk um skilti; Midgard ehf

2001027

F.h. Midgard ehf óskar Gyða Pétursdóttir eftir því að fá að setja niður skilti við Þjóðveg 1, n.t.t. við gatnamót við Dufþaksbraut.
Afgreiðslu erindisins er frestað. Skipulagsnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna tillögu að samþykkt á reglum um skilti í Rangárþingi eystra.

5.Framkvæmdaleyfi; Skógrækt í Bjarkarey

2001030

F.h. Bjarkar ehf óskar Þór Bjarkar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 43,2 ha svæði á landi Bjarkareyjar, L210175.
Afgreiðslu erindisins er frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að leita álits Skiplagsstofnunar á erindinu.

6.Ósk um skilti; Sveitabúðin UNA

2001031

F.h. Sveitabúðarinnar Unu óskar Rebekka Katrínardóttir eftir því að fá að setja niður skilti við Þjóðveg 1, rétt vestan við Hvolsvöll.
Afgreiðslu erindisins er frestað. Skipulagsnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna tillögu að samþykkt á reglum um skilti í Rangárþingi eystra.

7.Landskipti; Heylækur 3

2001034

Tómas H. Tómasson óskar eftir því að skipta 1,14 ha lóð út úr Heylæk 3, skv. meðfylgjandi mæliblaði unnu af Landhönnun slf., dags. 9. janúar 2020. Hin nýstofnaða lóð mun fá staðfangið Heylækur 3b.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

8.Deiliskipulag - Breyting; Nýbýlavegur 46-48

2001039

Deiliskipulagsbreytingin tekur til lóða nr. 46 og 48 við Nýbýlaveg, Hvolsvelli. Í nýju deiliskipulagi íbúðabyggðar í Hvolsvelli liggur fyrir ný gatnahönnun sem felur í sér talsverðar breytingar á gatnamótum Nýbýlavegar og Hvolstúns. Aðlaga þarf lóð nr. 48 að þessum breytingum og mun hún minnka úr 1.262 m2 í 1.085 m2. Leyfilegt byggingarmagn á lóð verður 272 m2 í stað 320 m2. Sameiginlegum bílastæðum fyrir lóðirnar nr. 46 og 48 fækkar úr 17 stæðum í 15 auk þess sem að akfær aðkoma að lóð 48 færist til.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að fyrirhuguð breyting á gatnamótum Nýbýlavegar og Hvolstúns hefur nú þegar verið kynnt og auglýst í nýju deiliskipulagi íbúðabyggðar á Hvolsvelli. Breytingin varðar því einungis hagsmuni sveitarfélagsins.

9.Endurskoðun ASK Skaftárhrepps 2020-2032; Umsögn við lýsingu

2001068

Lögð er fram til umsagnar lýsing á heildarendurskoðun Aðalskipulags Skaftárhrepps.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu.

Fundi slitið - kl. 12:00.