81. fundur 03. febrúar 2020 kl. 11:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Anton Kári boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í tæka tíð. Lilja Einarsdóttir varaformaður skipulagsnefndar stýrði fundi í forföllum Antons Kára.

1.Deiliskipulag - Efra-Bakkakot, lóð 1

1906090

Deiliskipulagstillögunni var frestað á 79. fundi skipulagsnefndar þann 9. desember sl. vegna athugasemdar Vegagerðarinnar. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við fyrrgreindri athugasemd og gerir Vegagerðin ekki frekari athugasemdir. Minjastofnun Íslands fékk uppfærða tillögu til umsagnar að nýju og gerir ekki athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag - Hamar

1908022

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna deiliskipulagstillögu á Hamri og mælist til þess að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag; Skiphóll

1909043

Eftir yfirferð og athugasemdir Skipulagsstofnunar hafa verið gerðar breytingar á deiliskipulagstillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Ósk um skilti; Midgard ehf

2001027

Afgreiðslu erindisins er frestað. Skipulagsnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna tillögu að samþykkt á reglum um skilti í Rangárþingi eystra.

5.Framkvæmdaleyfi; Skógrækt í Bjarkarey

2001030

Afgreiðslu erindisins er frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að leita álits Skiplagsstofnunar á erindinu.

6.Ósk um skilti; Sveitabúðin UNA

2001031

Afgreiðslu erindisins er frestað. Skipulagsnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna tillögu að samþykkt á reglum um skilti í Rangárþingi eystra.

7.Landskipti; Heylækur 3

2001034


Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

8.Deiliskipulag - Breyting; Nýbýlavegur 46-48

2001039

Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að fyrirhuguð breyting á gatnamótum Nýbýlavegar og Hvolstúns hefur nú þegar verið kynnt og auglýst í nýju deiliskipulagi íbúðabyggðar á Hvolsvelli. Breytingin varðar því einungis hagsmuni sveitarfélagsins.

9.Endurskoðun ASK Skaftárhrepps 2020-2032; Umsögn við lýsingu

2001068

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu.

Fundi slitið - kl. 12:00.