82. fundur 06. febrúar 2020 kl. 09:00 - 10:17 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Anton Kári boðaði forföll. Elín Fríða varamaður mætti í hans stað. Lilja Einarsdóttir varaformaður nefndarinnar stjórnaði fundinum í stað Antons Kára.

1.Útskák; Deiliskipulag

1608057

Tillaga að deiliskipulagi nær til Útskákar, um 5 ha landspildu úr landi Kirkjulækjarkots í Fljótshlíð. Tillagan tekur til afmörkunar fimm íbúðarlóða og fimm frístundalóða.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag - Kirkjuhvoll og Heilsugæslan Hvolsvelli

1903206

Deiliskipulagstillagan tekur til allt að 3.000 m2 stækkunar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. Gert er ráð fyrir stækkun á Heilsugæslustöðinni um allt að 370 m2 og allt að 24 íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Íbúðirnar verða í raðhúsum og parhúsum á einni hæð og er gert ráð fyrir að hluti þeirra verði með bílskúr.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag; Grund

2001081

Deiliskipulagið tekur til ríflega 10 ha spildu út úr jörðinni Miðey land (L189551) sem kallst Grund. Gert er ráð fyrir afmörkun þriggja íbúðarlóða ásamt byggingarreitum auk byggingarreits utan um núverandi sumarhús á jörðinni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. gr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Umsókn um lóð; Ytri Skógar

2001083

Octavian Brasoveanu sækir um lóðina ,,Íbúðarvegur" 2-4 í Ytri-Skógum undir parhús.
Skipulagsnefnd leggur til að úthlutun lóðarinnar verði frestað og að lausar lóðir undir íbúðarhús og verslun- og þjónustu á Ytri-Skógum verði auglýstar til úthlutunar enda hafa þær ekki verið auglýstar áður. Skipulagsnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að málinu.

5.Landskipti; Stóra-Mörk 2 lóð

2001091

Ólafur Haukur Ólafsson óskar eftir því að skipta ca 1.000 m2 spildu út úr Stóru Mörk 2 L163809. Spildan verður síðan sameinuð Stóru Mörk 2 lóð L163841.
Skipulagsnefnd samþykkir landskiptir með fyrirvara um að uppdráttur verði lagfærður miðað við umræður á fundinum. Skipluagsnefnd samþykkir einnig, að ósk landeiganda, að hin sameinaða spilda fái staðfangið Háiskáli.

6.Landskipti; Hlíðarendakot

2002002

Guðrún Stefánsdóttir óskar eftir því að skipta ca 300 ha landi út úr Hlíðarendakoti L164020. Hið útskipta land mun fá staðfangið Hlíðarendakot 2. Eftir landskiptin verður stærð Hlíðarendakots ca 400 ha.
Skipulagsnefnd samþykkir landskiptir með fyrirvara um að uppdráttur verði lagfærður miðað við umræður á fundinum. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnið á hinni nýju spildu.

Fundi slitið - kl. 10:17.