82. fundur 06. febrúar 2020 kl. 09:00 - 10:17 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Anton Kári boðaði forföll. Elín Fríða varamaður mætti í hans stað. Lilja Einarsdóttir varaformaður nefndarinnar stjórnaði fundinum í stað Antons Kára.

1.Útskák; Deiliskipulag

1608057

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag - Kirkjuhvoll og Heilsugæslan Hvolsvelli

1903206

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag; Grund

2001081

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. gr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Umsókn um lóð; Ytri Skógar

2001083

Skipulagsnefnd leggur til að úthlutun lóðarinnar verði frestað og að lausar lóðir undir íbúðarhús og verslun- og þjónustu á Ytri-Skógum verði auglýstar til úthlutunar enda hafa þær ekki verið auglýstar áður. Skipulagsnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að málinu.

5.Landskipti; Stóra-Mörk 2 lóð

2001091

Skipulagsnefnd samþykkir landskiptir með fyrirvara um að uppdráttur verði lagfærður miðað við umræður á fundinum. Skipluagsnefnd samþykkir einnig, að ósk landeiganda, að hin sameinaða spilda fái staðfangið Háiskáli.

6.Landskipti; Hlíðarendakot

2002002

Skipulagsnefnd samþykkir landskiptir með fyrirvara um að uppdráttur verði lagfærður miðað við umræður á fundinum. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnið á hinni nýju spildu.

Fundi slitið - kl. 10:17.