63. fundur 28. janúar 2020 kl. 09:00 - 10:30 á skrifstofu Rangárþings ytra
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson ritari
  • Hjalti Tómasson formaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
  • Ólafur Rúnarsson
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Ritari
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit; Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.

2001061

Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir og kynnir rekstraryfirlit fyrir Brunavarnir Rangárvallasýlsu bs. fyrir árið 2019.

2.Slökkvistöð á Hellu; Útboð 2. verkhluta

1912034

Jón Sæmundsson frá Verkís fer yfir innkomin tilboð í verkið. Lægsta tilboð í verkið var frá Trésmiðju Ingólfs að upphæð 32.585.507 kr. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar uppá 38.331.646 kr. Stjórn samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðenda, Trésmiðju Ingólfs.

Stjórn samþykkir að umsjónarmaður/eftirlitsmaður að hálfu verkaupa verði Ólafur Rúnarsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa Rangárþings eystra og eldvarnaeftirlitsmaður Brunavarna Rangárvallasýslu bs.

Fundi slitið - kl. 10:30.