321. fundur 11. janúar 2024 kl. 12:00 - 12:41 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og oddviti Tómas Birgir Magnússon. Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Árný Lára Karvelsdóttir sem sér um upptöku og útsendingarmál.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 11. janúar 2024

2401021

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tóku: AKH og LE.

Lagt fram til kynningar.

2.Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra 2024

2311039

Lögð fram til staðfestingar endurskoðuð Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra 2024.

Til máls tóku: BO og AKH.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna húsnæðisáætlun fyrir árið 2024.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót í Gunnarshólma

2401014

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar ungmennafélagsins Dagsrúnar, um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Gunnarshólma.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Deiliskipulag - Rauðuskriður L164057

2305075

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 25 gestahúsum til útleigu til ferðamanna, fjórum frístundalóðum ásamt lóð fyrir nýtt íbúðarhús. Gestahúsin verða 15 m² með hámarks 3,5 m. mænishæð, íbúðarlóðin heimilar 200 m² íbúðarhús, bílskúr og allt að 50 m² garðhýsi, hámarks byggingarmagn lóðar má vera allt að 1.000 m² og mænishæð 6 m. Á frístundarlóðunum er heimilt að byggja allt að 180 m2 á hverri lóð, eitt frístundarhús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Hámkars mænishæð getur verið allt að 4 m.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi á Rauðaskriðum og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Aðalskipulag - Dílaflöt, breyting

2301089

Aðalskipulagsbreytingin að Dílaflöt var send til lögbundinna umsagnaraðila og auglýst frá 22. nóvember 2023 með athugasemdarfrest til og með 3. janúar 2024. Aðalskipulagsbreytinguna þurfti að auglýsa aftur þar sem fyrri auglýsing var ógild. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir á að leiðrétta þurfi orðalag, úr smáhýsi í gestahús. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á álag fuglastofna á svæðinu en að mati nefndarinnar þarf ekki að breyta viðbragðsáætlunum út frá þeim breytingum sem nú eru í ferli.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Deiliskipulag - Dílaflöt

2301085

Tillagan gerir ráð fyrir tveimur nýjum lóðum úr landi Dílaflatar, önnur 10,7a ha og hin 4,29 ha. Innan skipulagssvæðisins er fyrirhugað að hafa allt að 12 gestahús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi og gufubaði. Heimilt veður að byggja 30-80 m2 gestahús með hámarks mænishæð verður allt að 4, 0 m frá gólfkóta.

Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 22. nóvember 2023 með athugasemdarfrest til 3.janúar 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um staðsetningu vatnsbóls og hreinsivirki sem brugðist hefur verið við og tekur nefndin undir að nauðsynlegt er að leysa neysluvatnsmál til lengri tíma og vanda þurfi til hreinsivirkja en taka þurfi tillit til mismunandi aðstæðna á hverjum stað. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með Vegagerðinni að núverandi varnargarðar séu ekki til þess gerðir að verjast stór- eða hamfaraflóðum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Aðalskipulag - Brú

2309074

Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir frístundarbyggð með allt að 40 frístundarlóðum, verslun- og þjónustsvæðið fer úr 3 ha. í allt að 42,7 ha. að stærð fyrir veitingarekstur, gestahús og hótel fyrir allt að 85 gesti.
Í erindi Skipulagsstofnunar er bent á misræmi við aðalskipulagsbreytingu að Brú frá fyrri samþykktum skipulags- og umhverfisnefndar og sveitarstjórnar. Sveitarstjórn staðfestir að með breytingunni er gert ráð fyrir 40 frístundarlóðum en ekki 50 eins og áður hafði komið fram í bókunum.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Aðalskipulag - Eystra-Seljaland F7, breyting

2302072

Um er að ræða breytingu á landnotkun á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).

Aðalskipulagsbreytingin var send til lögbundinna umsagnaraðila og auglýst frá 22. nóvember 2023 með athugasemdarfrest til og með 3. janúar 2024. Aðalskipulagsbreytinguna þurfti að auglýsa aftur þar sem fyrri auglýsing var ógild. Ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og tekið hefur verið undir sjónarmið HSL um sameiginlega vatnsveitu. Núverandi landeigendur eru að vinna að slíkri veitu og greinargerð verður breytt til samræmis. Brugðist hefur verið við athugasemdum Umhverfisstofnunar en það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að verið er að taka minna land undir mannvirki með því að hafa það á fleiri hæðum. Í greinargerð kemur fram heildarfjöldi gesta og verið er að vinna að tilkynningu um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samæmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Deiliskipulag - Deild

2305027

Sveinn Þorgrímsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á jörðinni Deild í Fljótshlíð. Um er að ræða þrjár 5000 m² íbúðalóðir. Á Hverri lóð verður heimild fyrir allt að 150 m² íbúðarhúsi, allt að 100 m² gestahúsi og allt að 75 m² skemmu/gróðurhúsi. Hámarksmænishæð íbúðarhúss er 6,0m frá botnplötu en hámarksmæniðshæð annarra húsa er 4,0 m frá botnplötu.

Við yfirferð Skipulagsstofnunar dags. 29. desember 2023 komu fram athugasemdir að tillagan sé ekki í samræmi við ákvæði aðalskipulags um að ekki skuli rjúfa úrvals landbúnaðarland, að skilgreina þurfi vatnsverndarsvæði vatnsbóls sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og að meta hvort að setja þurfi fram kvöð um aðkomu að lóðunum. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er staðsetning lóðanna á ákjósanlegum stað enda innan við 80 m. frá núverandi íbúðarhúsi og mikil hækkun er í landinu. Staðsetning vatnsbóls er merkt með hniti og vatnsverndarsvæði þar um kring.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Deiliskipulag - Skíðbakki 2

2301100

Deiliskipulagið nær til um 1,85 ha landspildu úr landi Skíðbakka 2 L163894. Gert er ráð fyrir 3 lóðum. Á hverri lóð verður heimilt að byggja íbúðarhús allt að 250 m² með mænishæð allt að 8 m, gestahús allt að 50 m² með mænishæð allt að 5m og bílskúr/skemmu allt að 200 m² með mænishæð allt að 8 m.

Við yfirferð Skipulagsstofnunnar dags. 29.desember 2023 komu fram athugasemdir að tillagan sé ekki í samræmi við ákvæði aðalskipulag um að ekki skuli rjúfa úrvals landbúnaðarland og að byggingarreitur sé yfir skurðum sem falla undir hverfisvernd. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er fyrirhuguð uppbygging ágætlega staðsett, ekki er langt í sambærilega íbúðarbyggð við Gunnarshólma og Skíðbakka. Í greinargerð um hverfisvernd um safnskurði í Landeyjum (HV11) kemur fram að óheimilt sé að hindra rennsli um skurðina eða aðgengi að þeim sem kemur skýrt fram í deiliskipulagstillögunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og auglýst í Stjórnartíðindum.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

11.Deiliskipulag - Dímonarflöt 1-7

2305074

Deiliskipulags tillagan nær til þriggja landeigna að Dímonarflöt 1-7. Hámarks byggingarmagn er 1.500 m² fyrir frístundarhús, bílskúr, gróðurhús, gestahús, geymslu, skemmu og gripahús. Einnig er verið að heimila að hafa aðra atvinnustarfsemi á landeignunum. Engin hámarks hæð er á byggingum en æskilegt er að notast við umhverfisvæn byggingarefni.

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Deiliskipulag - Austurvegur 14

2401005

Deiliskipulags breytinging gerir ráð fyrir 1-3 hæða hótelbyggingu með 282 gistiherbergjum ásamt sýningar- og ráðstefnusal. Hámarks byggingarmagn fer úr 6.000 m² ír 14.000 m², nýtingarhlutfall fer úr 0.19 í 0.46 og fjöldi bílastæða fer úr 158 í 220.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi við Austurveg 14 og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Landskipti - Gerðar land

2312013

Óskar Eyjólfsson óskar eftir landskiptum að Gerðum land. Verið er að stofna 10,5 ha. land úr upprunalandinu Gerðar land, L213744.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang, Gerðar land A.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

14.Samþykkt um staðvísa og önnur skilti í Rangárþingi eystra

2210012

Til staðfestingar er samþykkt um staðvísa og önnur skilti í Rangárþingi eystra. Skipulags- og umhverfisnefnd geriri ekki athugasemd við breytingu á samþykktinni.
Sveitarstjórn samþykkir, með sjö samhljóða atkvæðum, framkomna breytingu og að samþykktin verði send til gildistöku í B-deild stjórnartíðinda.

15.Deiliskipulag - Eystra Seljaland, F2 og F3

2205073

Deiliskipulagsbreytingin tekur til þriggja landeigna við Eystra-Seljaland, F1, F2 og F3. Á F1 verður heimilt að byggja gestahús ásamt þjónustu- og starfsmannaaðstöðu, hámarksbyggingarmagn verður 600 m² með 6 m hámarks mænishæð. Á F2 verður heimilt að byggja allt að 2.000 m² gisti- og þjónustuhús með 50 herbergjum og allt að 9 m. mænishæð. Á F3 er hámarksbyggingarmagn 1.500 m² undir gisti- og þjónustuhús með allt að 9 m. mænishæð með 35 herbergjum.

Deiliskipulagstillagan að Eystra-Seljlandi F2 og F3 var send til lögbundinna umsagnar aðila og auglýst frá 20. nóvember 2023 með athugasemdarfrest til og með 3. janúar 2024. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um orðalag og öflun neysluvatns sem brugðist hefur verið við. Þegar tillagan var auglýst í fyrsta sinn barst athugasemd frá landeigenda sem brugðist hefur verið við.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.


16.Byggðarráð - 246

2312008F

Lögð fram til staðfestingar og umræðu fundargerð 246. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Byggðarráð - 246 Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti húsnæðisáætlun Rangárþings eystra 2024 og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
  • Byggðarráð - 246 Byggðarráð telur að áður en hægt sé að meta hvort æskilegt sé að ráða sameiginlegan heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa þurfi að vinna frekari greiningar á núverandi stöðu málaflokksins innan sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að taka saman minnisblað og leggja fyrir sveitarstjórn.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 246 Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Rangárþings eystra.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 246 Byggðarráð þakkar ungmennaráði og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fyrir að halda metnaðarfullt ungmennaþing og þær niðurstöður sem það skilaði. Byggðarráð vísar niðurstöðum þingsins til umræðu í fjölskyldunefnd, íþrótta- og æskulýðsnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 246 Byggðarráð þakka fyrir minnisblaðið og tillöguna. Uppbygging innviða á helstu ferðamannastöðum í Rangárþingi eystra er nú þegar í ágætum farvegi og því telur byggðarráð ekki ástæðu til samstarfs við Sanna Landvætti að svo stöddu.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 246 Byggðarráð samþykkir að styrkja Héraðssambandið Skarphéðinn um 100 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins. Byggðarráð hvetur íþróttafélög í sveitarfélaginu til að sækja um styrki í verkefnasjóð HSK.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 246 Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Ormsvöllur 15 til Seastone ehf. kt. 490108-0410.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 246 Byggðarráð samþykkir að Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri sem einnig er stjórnarmaður í Arnardrangi hses, verði fulltrúi Rangárþings eystra á aðalfundinum.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 246 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 246 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 246 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 246 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 246 Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.Byggðarráð - 247

2312011F

Lögð fram til staðfestingar og umræðu fundargerð 247. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

18.Fjölskyldunefnd - 14

2312009F

Lögð fram til staðfestingar og umræðu fundargerð 14. fundar Fjölskyldunefndar.
Til máls tóku: LE, SKV, AKH og TBM.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Fjölskyldunefnd - 14 Fjölskyldunefnd fagnar því að stofnað hafi verið Fjölmenningarráð í Rangárþingi eystra. Nefndin telur mikilvægt að nýta sér starfskrafta Fjölmenningarráðs innan stjórnsýslu Rangárþings eystra. Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða tillögu að skipan Fjölmenningarráðs. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum tillögu að skipan Fjölmenningarráðs.
  • Fjölskyldunefnd - 14 Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða erindisbréf Fjölmenningarráðs Rangárþings eystra. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum erindisbréf Fjölmenningarráðs.
  • Fjölskyldunefnd - 14 Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða Verklagsreglur leikskólans Öldunnar.
  • Fjölskyldunefnd - 14 Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða Starfsáætlun leikskólans Öldunnar 2023-2024.
  • Fjölskyldunefnd - 14 Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 12:41.