246. fundur 21. desember 2023 kl. 08:15 - 09:25 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Bjarki Oddsson varamaður
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.

1.Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra 2024

2311039

Lögð fram til umræðu endurskoðuð Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra 2024.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti húsnæðisáætlun Rangárþings eystra 2024 og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

2.Sameiginlegur heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi

2309012

Á 242. fundi byggðarráðs var lagt fram erindi Rangárþings ytra vegna sameiginlegs heilsu-, íþrótta og tómstundafulltrúa.

Eftirfarandi bókun var þá samþykkt:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram f.h. sveitarfélagsins að málinu. Einnig felur byggðarráð sveitarstjóra að kynna málið fyrir heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnenfd og sveitarstjórn.

Heilsu- íþrótta og æskulýðsnefnd tók erindið fyrir á 62. fundi og bókaði eftirfarandi um málið:

HÍÆ nefnd þakkar fyrir erindið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hafna hugmyndinni að svo stöddu. Nefndin telur að Rangárþing eystra sé betur í stakk búið til að sinna verkefnum málaflokksins upp á eigin spýtur.
Byggðarráð telur að áður en hægt sé að meta hvort æskilegt sé að ráða sameiginlegan heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa þurfi að vinna frekari greiningar á núverandi stöðu málaflokksins innan sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að taka saman minnisblað og leggja fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Samningur um landbætur; Makaskipti; Gata

2312016

Lagður fram til staðfestingar samningur milli Rangárþings eystra, Landsnets og landeigenda Götu varðandi makaskipti á landi vegna lagningu rafstrengs og hjólreiðastígs.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Rangárþings eystra.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Ungmennaþing haust 2023

2310003

Niðurstöður ungmennaþings sem haldið var þann 25. nóvember 2023 lagðar fram til kynningar fyrir byggðarráð.
Byggðarráð þakkar ungmennaráði og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fyrir að halda metnaðarfullt ungmennaþing og þær niðurstöður sem það skilaði. Byggðarráð vísar niðurstöðum þingsins til umræðu í fjölskyldunefnd, íþrótta- og æskulýðsnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Sannir Landvættir; Ferðamannastaðir í Rangárþingi eystra

2312030

Lagt fram til kynningar og umræðu minnisblað Sannra Landvætta um uppbyggingu ferðamannastaða í Rangárþingi eystra.
Byggðarráð þakka fyrir minnisblaðið og tillöguna. Uppbygging innviða á helstu ferðamannastöðum í Rangárþingi eystra er nú þegar í ágætum farvegi og því telur byggðarráð ekki ástæðu til samstarfs við Sanna Landvætti að svo stöddu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Héraðssambandið Skarphéðinn; Beiðni um fjárstuðning fyrir 2024

2312040

Héraðssambandið Skarphéðinn óskar eftir fjárframlagi frá Rangárþingi eystra fyrir árið 2024 að upphæð 280 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Héraðssambandið Skarphéðinn um 100 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins. Byggðarráð hvetur íþróttafélög í sveitarfélaginu til að sækja um styrki í verkefnasjóð HSK.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

7.Umsókn um lóð - Ormsvöllur 15 Seastone ehf kt. 490108-0410

2312041

Seastone ehf. kt. 490108-0410 sækir um að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 15 til byggingar iðnaðarhúsnæðis.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Ormsvöllur 15 til Seastone ehf. kt. 490108-0410.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Arnardrangur hses; Boðun aðalfundar 2023

2312047

Lagt fram bréf dagsett 7. desember 2023, þar sem boðað er til aðalfundar Arnardrangs hses., þann 21. desember 2023.
Byggðarráð samþykkir að Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri sem einnig er stjórnarmaður í Arnardrangi hses, verði fulltrúi Rangárþings eystra á aðalfundinum.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

9.Stjórn Njálurefils; Fundargerð 15. fundar

2312035

Lögð fram til kynningar og umræðu fundargerð 15. fundar stjórnar Njálurefilsins.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.323.fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 04.12.23

2312036

Lögð fram til kynningar og umræðu fundargerð 323. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.MSS; 3. stjórnarfundur 9.10.2023

2312009

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 3. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.MSS; 4. stjórnarfundur 12.11.2024

2312010

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 4. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Heilsueflandi samfélag; fundargerðir stýrihóps

2311114

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð sýrihóps um Heilsueflandi samfélag.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:25.