14. fundur 20. desember 2023 kl. 13:00 - 14:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir formaður
  • Rafn Bergsson
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Heiðbrá Ólafsdóttir
  • Ásta Brynjólfsdóttir
  • Ágúst Leó Sigurðsson
  • Þórunn Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Ólafur Þórisson
    Aðalmaður: Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Unnur Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
Starfsmenn
  • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Tilnefning í Fjölmenningarráð

2312007

Fjölskyldunefnd fagnar því að stofnað hafi verið Fjölmenningarráð í Rangárþingi eystra. Nefndin telur mikilvægt að nýta sér starfskrafta Fjölmenningarráðs innan stjórnsýslu Rangárþings eystra. Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða tillögu að skipan Fjölmenningarráðs.

2.Erindisbréf Fjölmenningarráðs

2312043

Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða erindisbréf Fjölmenningarráðs Rangárþings eystra.

3.Leikskólinn Aldan; Verklagsreglur 2023

2311109

Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða Verklagsreglur leikskólans Öldunnar.

4.Leikskólinn Aldan; Starfsáætlun 2023-2024

2312042

Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða Starfsáætlun leikskólans Öldunnar 2023-2024.

5.Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða

2311124

Á 245. fundi byggðarráðs var erindi Jafnréttisstofu til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða lögð fram til kynningar. Byggðarráð bókaði eftirfarandi við málið



Lagt fram til kynningar. Byggðarráð vísar erindinu til kynningar í fjölskyldunefnd. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 14:00.