247. fundur 04. janúar 2024 kl. 08:15 - 09:42 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Bjarki Oddsson varamaður
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundargerð.

1.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 20

2312062

Guðmundur Hilmar Tómasson sækir um lóðina Hallgerðartún 20, L236264.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Hallgerðartún 20 til Guðmundar Hilmars Tómassonar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Umsögn vegna rekstrarleyfi - A Hótel Moldnúpur 2

2312008

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs í flokki IV-A að Moldnúp, 861 Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 63

2312004F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 63. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 63. fundar heilsu-, íþróttar- og æskulýðsnefndar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 3.1 2309079 Endurskoðun samninga við íþróttafélög í sveitarfélaginu.
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 63 Iþrótta og æskulýðsfulltrúi kynnti og fór yfir drög með fundarmönnum. Athugasemdir og tillögur ritaðar niður og önnur drög verða svo kynnt á næsta fundi.
  • 3.2 2209122 Heimsókn starfsmanns sveitarfélagsins
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 63 HíÆ nefnd þakkar Laufey Hönnu fyrir og er ánægð með metnaðarfullt starf.
  • 3.3 2210063 Íþrótta- og afrekssjóður Rangþings eystra
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 63 Að þessu sinni bárust fjórar umsóknir í íþrótta- og afrekssjóð Rangárþings eystra. Úthlutun úr sjóðnum var eftirfarandi:

    Ívar Ylur Birkisson fær 50.000 krónur vegna þátttöku í afrekshóp FRÍ.
    Eik Elvarsdóttir fær 50.000 krónur vegna þátttöku í afrekshóp LH.
    Védís Ösp Einarsdóttir fær 40.000 krónur fyrir keppni erlendis.
    Ein umsókn uppfyllti ekki skilyrði til úthlutunar samkvæmt vinnu- og úthlutunarreglum Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.

    HÍÆ nefnd þakkar fyrir allar umsóknir og óskar styrkhöfum til hamingju.
    Íþrótta og æskulýðsfulltrúi mun svara umsækjendum og sjá til þess að styrkur verður greiddur út.

  • 3.4 2310003 Ungmennaþing haust 2023
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 63 HÍÆ nefnd þakkar ungmennaráði fyrir að halda barna- og ungmennaþing og megi það verða árlegt. Fróðlegt að heyra niðurstöður og frábært að sjá hversu margir mættu og tóku þátt.

4.Almannavarnarnefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu; Fundargerð 4

2312057

Lögð fram til kynningar 4. fundargerð Almannavarnarnefndar Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.SASS; 604. fundur stjórnar

2312056

Lögð fram til kynningar fundargerð 604. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Samband íslenskra sveitarfélaga; 940. fundur stjórnar

2312059

Lögð fram til kynningar fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Ráðningarbréf endurskoðanda fyrir árið 2024

2312048

Lagt fram til kynningar ráðningarbréf endurskoðenda fyrir árið 2024 um reikningsskilaþjónustu PwC til Rangárþings eystra.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:42.