294. fundur 07. apríl 2022 kl. 08:15 - 11:25 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund of óskar eftir athugasemd við fundarboð ef einhverjar eru.
Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagskrá lið 22. Fundargerð 58. fundar fræðslunefndar. Aðrir liðir færðu eftir því. Samþykkt samhljóða.

1.Menntastefna Rangárþings eystra 2022-2032

2203101

Menntastefna Rangárþings eystra er stefnumörkun um áherslur og vinnubrögð sem samfélagið hefur sammælst um að stefna að á komandi árum í starfi leik-, grunn- og tónlistarskóla og öðrum þeim er að menntun barna koma. Þessi menntastefna sem gildir til ársins 2032 tekur við af skólastefnu sem var sett fyrir árin 2015-2020.
Menntastefna Rangárþings eystra og framtíðarsýn sveitarfélagsins í
menntamálum er lögð fram á grundvelli ríkjandi menntastefnu Íslands,
hugmynda og rannsókna, tækniþróunar á 21. öldinni, undirbúningsvinnu
sveitarfélagsins, og þeim hugmyndum samfélagsins sem birtust í
samráðsferlinu.
Menntastefnan var unnin af ráðgjafafyrirtækinu Ásgarði í samvinnu við stýrihóp um menntastefnu sem skipað var í af sveitarstjórn. Einnig komu kennarar, nemendur og foreldrar að endurskoðun menntastefnu.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með vinnu við menntastefnu Rangárþings eystra og leggur áherslu á að stefnan verði kynnt nú strax í kjölfar vinnunnar. Sveitarstjórn þakkar öllum þeim sem komu að vinnu stefnunnar. Stefnan hefur þegar verið samþykkt í fræðslunefnd og tekur sveitarstjórn undir bókun nefndarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða menntastefnu Rangárþings eystra 2022-2032.

2.EKKO stefna; Forvarna- og viðbragðsáætlun Rangárþings eystra vegna eineltis, kynbundins áreitni, kynferðislegra áreitni eða ofbeldis á vinnustað(EKKO)

2204019

Lögð fram til samþykktar EKKO stefna Rangárþings eystra. EKKO stefna er forvarna- og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins vegna eineltis, kynbundins áreitni, kynferðislegra áreitni eða ofbeldis á vinnustöðum sveitarfélagsins. Stefnan var unnin af Auðnast í samvinnu við forstöðumenn sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn fagnar því að vinnu við stefnuna sé lokið og mun hún í framhaldi verða kynnt fyrir öllu starfsfólki sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða EKKO stefnu Rangárþings eystra.

3.Umferðaröryggisáætlun; Rangárþing eystra

1806022

Lögð fram til samþykkis Umferðaröryggisáætlun Rangárþings eystra. Skipað var í samstarfshóp um gerð áætlunarinnar og hefur vinnan staðað yfir frá 2020 í samstarfi við EFLU verkfræðistofu.
Verkefnisstjóri fyrir hönd Rangárþings eystra var Guðmundur Úlfar Gíslason. Haldnir voru samráðsfundir með fulltrúum sveitafélagsins, Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og Lögreglunni.
Umferðaröryggisáætlanir eru notaðar til að vinna sveitarfélaga við umferðaröryggi sé markviss, aðstoða við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi.
Þetta er í fyrsta skipti sem heildstæð umferðaröryggisáætlun er gerð fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjórn fagnar því að vinnu við umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sé lokið og þakkar öllum þeim aðilum sem komu að gerð áætlunarinnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umferðaröryggisáætlun Rangárþings eystra.

4.Gatnagerð - Hallgerðartún 2. áfangi

2105079

Lögð fram tillaga að öðrum áfanga gatnagerðar í Hallgerðartúni.
Sveitarstjórn samþykkir að bjóða út annan áfanga gatnagerðar í Hallgerðartúni og á sama tíma flytja fjármagn sem samkvæmt fjárhagsáætlun 2022 var áætlað í yfirborðsfrágang á fyrsta áfanga Hallgerðartúns.
Sveitarstjórn vekur athygli á að með þessari ákvörðun verða auglýstar til úthlutunar fjölbreyttar lóðir, einbýlis-, par- og raðhúsa en mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í sveitarfélaginu undanfarna mánuði. Þessi framkvæmd mun svara þeirri eftirspurn. Sveitarstjórn leggur áherslu á að vinnu við útboð og gatnagerð verði hraðað.
Samþykkt samhljóða.

5.Beiðni um styrk; Íslandsdeild Transparency International

2203085

Lagt fram bréf Íslandsdeildar Transparency International þar sem óskað er eftir styrk til að tryggja rekstur Íslandsdeildar Transparency International.
Félagið (TI-IS) var stofnuð árið 2021 á grunni Gagnsæis, samtök gegn spillingu. Transparency eru stærstu alþjóðasamtök heims með það að markmiði að berjast gegn spillingu og fyrir heilindum í stjórnsýslu, stjórnmálum og viðskiptalífi.
Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðni, samþykkt samhljóða.

6.Lóðaleigusamningur; Hamragarðaheiði; Guðrún Árnadóttir

2203087

Guðrún Árnadóttir óskar eftir endurnýjun lóðaleigusamnings á Heiðartúni 3 í Hamragarðaheiði en hún hefur haft lóðina á leigu frá 1995.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að framlengja leigusamning til 25 ára.

7.Íþróttavöllurinn á Hvolsvelli - Viðhald og umhirða

2203054

Lögð fram tillaga vegna viðhalds á knattspyrnuvelli, SS vellinum á Hvolsvelli.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu vegna viðhalds á knattspyrnuvelli á Hvolsvelli. Jafnframt er forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að vinna viðhaldsáætlun vallarins til næstu ára og kynna fyrir sveitarstjórn.
Fjármálastjóra falið að vinna viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 1.500.000 kr.
Samþykkt samhljóða.

8.Ósk um afnot af túni

2203026

Málinu var frestað á 292. fundi sveitarstjórnar.
Lagt fram bréf Jóns Pálma Ólafssonar, þar sem óskað er eftir afnotum af túni sunnan Sólbakka, til heyfangs.
Samningur um nýtingu túnsins er þegar í gildi og er erindinu því hafnað.
Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um leigu á húsnæði Íslandspósts

2203106

Lagt fram erindi Sigríðar Karólínu Viðarsdóttur þar sem óskað er eftir að leigja húsnæði Íslandspósts á Hvolsvelli.
Þar sem gert er ráð fyrir að hefja vinnu við gatnagerð og frágang á miðbæjarreit Hvolsvallar nú á næstu vikum og mánuðum þá er húsið víkjandi af því svæði sem það stendur nú á. Erindinu er því hafnað.
Samþykkt samhljóða.

10.Ósk um leigu á húsnæði Íslandspósts; Gengur ehf

2204014

Lagt fram erindi Gengur ehf þar sem óskað er eftir að leigja húsnæði Íslandspósts á Hvolsvelli.
Þar sem gert er ráð fyrir að hefja vinnu við gatnagerð og frágang á miðbæjarreit Hvolsvallar nú á næstu vikum og mánuðum þá er húsið víkjandi af því svæði sem það stendur nú á. Erindinu er því hafnað.
Samþykkt samhljóða.
Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir víkur af fundi.

11.Verktakasamningur vegna skólaaksturs; ósk um endurskoðun samnings

2203044

Erindi skólabílstjóra var frestað á 293. fundi sveitarstjórnar.
Þann 9. mars barst erindi frá skólabílstjórum, þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn endurskoði ákvæði í verktakasamningi við skólabílstjóra.
Sveitarstjórn samþykkir að gera tímabundinn viðauka við samning um skólaakstur, þar sem taxti verður uppfærður mánaðarlega samkvæmt vísitölu frá mars 2022 til loka skólaársins 2021-2022, vegna mikilla óvissu á olíumörkuðum um þessar mundir.
Jafnframt leggur sveitarstjórn til að skipulag og framkvæmd skólaaksturs í sveitarfélaginu verði tekið til gagngerrar rýningar.
Samþykkt samhljóða.
Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir kemur aftur til fundar.

12.Tillaga L-lista um kynningarviðburð í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga

2204020

L-listinn leggur til að efnt verður til almenns upplýsingaviðburðs í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.
Þegar sveitarstjórnarkosningar nálgast kviknar iðulega mikill áhugi á starfsemi sveitarfélagsins hjá íbúum þess. Viðburðurinn er hugsaður eins og vörusýning, upplýsingatorg þar sem þátttakendur geta verið með bás og kynnt sig og sína þjónustu. Þátttakendur eru opinberar stofnanir, nefndir sveitarfélagsins, t.d. Ungmennaráð, ákveðnir starfsmenn sem geta gefið upplýsingar um starfsemi t.d. íþróttamiðstöðvar eða tónlistarskólans, svo og þeir listar sem bjóða fram í komandi kosningum.
Lagt er til að skipuð verður nefnd til að útfæra nánar með hvaða hætti viðburðurinn verður.
Sveitarstjórn tekur vel í hugmyndina en vegna þess hversu stutt er til kosninga er tímaramminn of naumur til að undirbúa og framkvæma jafn umfangsmikinn viðburð.
Sveitarstjórn leggur til að hugmyndin verði tekin upp í haust og markaðs- og kynningarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða.

13.Reglur um birtingu efnis á miðlum sveitarfélagsins

2204001

Lögð fram tillaga að reglum um birtingar efnis á miðlum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um birtingar efnis á miðlum sveitarfélagsins.

14.Reglur um refa- og minkaveiðar í Rangárþingi eystra

2204011

Lögð fram tillaga að reglum um refa- og minkaveiðar í Rangárþingi eystra.
Afgreiðslu frestað.

15.Skotfélagið Skyttur; ósk um styrk v. æskulýðsstarfs

2203002

Á 292. fundi sveitarstjórnar var erindinu vísað til umsagnar og álitsgjafar í Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd. Nefndin hefur nú fjallað um erindið og samþykkti eftirfarandi bókun í fundargerð nefndarinnar:
Magnús Ragnarsson formaður skotfélagsins Skyttur mætti í símaspjall og fór hann yfir starf félagsins, uppbyggingu, stefnu og uppbyggingu í æskulýðsmálum. Einnig að félagið væri að skoða möguleika á húsnæði þar sem það getur verið með sinn búnað á staðnum því ekki væri auðvelt að vera með búnaðinn sem þessari íþrótt fylgir á miklu flakki. Nefndarmenn tóku vel í erindið frá skotfélaginu og fögnuðu því að möguleikar barna og ungmenna í sveitarfélaginu á að stunda íþróttir myndu aukast með tilkomu þessarar nýju deildar innan skotfélagsins. Þar sem um nýja deild innan skotfélagsins og um talsverðan startkostnað er að ræða telur nefndin rétt að styrkja félagið vegna stofnkostnaðar en teldi eðlilegt að félagið myndi sjálft standa straum af þjálfarakostnaði með æfingagjöldum. Einnig ræddu nefndarmenn hugmyndir að húsnæði í eigu sveitarfélagsins sem gætu nýst undir starfsemina. Voru félagsheimilin, sögusetrið og fleiri staðir nefndir.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Skotfélagið Skyttur um 500.000 krónur, til uppbyggingar æskulýðsstarfs í skotíþróttagreinum. Einnig er sveitarfélagið tilbúið að veita gjaldfrjálsa aðstöðu í húsnæði á vegum sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

16.Umsögn tækifærisleyfi; Andri Geir Jónsson

2203079

Embætti Sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tækifærisleyfi vegna dansleiks í Njálsbúð 13. apríl nk.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

17.Umsögn um rekstrarleyfi - Ársgarður

2203096

Embætti Sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H frístundahús.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

18.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Skarðshlíð 2.

2203081

Embætti Sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H frístundahús.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

19.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 47

2203001F

Fundargerð 47. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar lögð fram til umræðu og staðfestingar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 19.1 2112015 Íþrótta- og afrekssjóður Rangþings eystra
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 47 Ákveðið var að styrkja Birtu Sigurborg um 20.000 krónur vegna sinnar þátttöku í knattspyrnu með Selfoss.

  • 19.2 2203002 Skotfélagið Skyttur; ósk um styk v. æskulýðsstarfs
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 47 Magnús Ragnarsson formaður skotfélagsins Skyttur mætti í símaspjall og for hann yfir starf félagsins, uppbyggingu, stefnu og uppbyggingu í æskulýðsmálum. Einnig að félagið væri að skoða möguleika á húsnæði þar sem það getur verið með sinn búnað á staðnum því ekki væri auðvelt að vera með búnaðinn sem þessari íþrótt fylgir á miklu flakki.

    Nefndarmenn tóku vel í erindið frá skotveiðifélaginu og fögnuðu því að möguleikar barna og ungmenna í sveitarfélaginu á að stunda íþróttir myndu aukast með tilkomu þessarar nýju deildar innan skotfélagsins.
    Þar sem um nýja deild innan skotfélagsins og um talsverðan startkostnað er að ræða telur nefndin rétt að styrkja félagið vegna stofnkostnaðar en teldi eðlilegt að félagið myndi sjálft standa straum af þjálfarakostnaði með æfingagjöldum. Einnig ræddu nefndarmenn hugmyndir að húsnæði í eigu sveitarfélagsins sem gætu nýst undir starfsemina. Voru félagsheimilin, sögusetrið og fleiri staðir nefndir.
  • 19.3 2112016 HÍÆ önnur mál
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 47 Angelína Fjóla óskaði eftir því að nefndin myndi fjalla um og ræða möguleika á gervigrasvelli hér í sveitarfélginu. Aðstaða til knattspyrnuiðkunar, á ársgrundvelli, á Hvolsvelli væri ekki góð og ljóst að það þurfið að gera eitthvað í því. Gervigras knattspyrnuvöllur hefur verið talsvert í umræðunni undanfarin tvö ár og þörf er á að fjalla um málið í HÍÆ nefnd og skila álíti til sveitarstjórnar.

    Viðvera grunnskólabarna í Hvolsskóla var líka aðeins rædd og hvort nefndin ætti að leggja til 170 eða 180 daga skólaár sem og hvort byjar ætti skólastarf seinna á morgnana. Þetta var rætt úr frá svefni og lýðheilsu ungmenna.

    Að lokum ræddu nefndarmenn um hvaða möguleikar væru hér á svæðinu til íþrótta- og afþreyingar. Koma þyrfti upp betri aðstöðu til útiíþrótta t.d. körfubolta og eins mætti nýta ,,gamla róló“ mun betur en nú er gert. Málefni félagsmiðstöðvarinnar voru líka rædd og skerpa þyrfti starfið þar.

20.Samgöngu- og umferðarnefnd - 17

2203003F

Fundargerð 17. fundar Samgöngu- og umferðarnefndar lögð fram til umræðu og staðfestingar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Samgöngu- og umferðarnefnd - 17 Nefndin fer yfir áætlunina og gerir tillögur að breytingum. Formanni falið að koma breytingum í samræmi við athugasemdir fundarins og leggja fyrir samráðsfund vegna áætlunarinnar síðar í þessum mánuði.

21.Skipulagsnefnd - 109

2203007F

Fundargerð 109. fundar Skipukagsnefndar lögð fram til umræðu og staðfestingar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 109 Framkvæmdin var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum. Engar athugasemdir komu fram við grenndarkynningu. Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdina. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir framkvæmdina.
  • Skipulagsnefnd - 109 Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis með fyrirvara um samþykki heilbrigðiseftirlits suðurlands. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir framkvæmdarleyfið með fyrirvara um samþykki Heilbrigðiseftirlits suðurlands.
  • Skipulagsnefnd - 109 Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. september 2022. Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að vinna að gerð svæðis undir matarvagna á Hvolsvelli. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 109 Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. september 2022. Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að vinna að gerð svæðis undir matarvagna á Hvolsvelli. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 109 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Rafn Bergsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 109 Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi að Glæsistöðum til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Rafn Bergsson kemur aftur til fundar.
    Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi að Glæsistöðum og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 21.7 2203090 Deiliskipulag - Sopi
    Skipulagsnefnd - 109 Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Sopa til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Sopa og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 109 Bókun fundar Lagt fram.
  • Skipulagsnefnd - 109 Bókun fundar Lagt fram.
  • Skipulagsnefnd - 109 Bókun fundar Lagt fram.

22.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 58

2203009F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 58 Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með afrakstur af vinnu við menntastefnu Rangárþings eystra og samþykkir hana fyrir sitt leyti og leggur áherslu á að stefnan verði kynnt nú strax í kjölfar vinnunnar.
    Fræðslunefnd leggur til að skólastjórum leik- og grunnskóla sé falið að setja stefnuna upp til birtingar á heimasíðum skólanna og sveitarfélagsins.
    Einnig leggur fræðslunefnd til að leitað verði leiða og tilboða við innleiðingu stefnunnar fyrir upphaf næsta skólaárs.
    Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 58 lagt fram til kynningar.

23.Sorpstöð Suðurlands; 310. fundur stjórnar; 29.03.2022

2204013

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 310. fundar stjórnar Sorpstöðvar suðurlands.
Fundargerð löðg fram til kynningar.

24.Samband íslenskra sveitarfélaga; 908. fundur stjórnar

2203084

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 908. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

25.Húsnefnd Fossbúðar; 4. fundur kjörtímabilsins 2018-2022

2204012

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 4. fundar Húsnefnd Fossbúðar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

26.Endurskipulagning sýslumannsembætta

2203082

Lagt fram til umræðu og kynningar erindi Dómsmálaráðuneytisins vegna endurskipulagningu sýslumannsembætta.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra tekur undir bókun stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga við erindinu sem hljóðar svo:
Í tilefni af fyrirhugaðri endurskipulagningu sýslumannsembætta leggur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga áherslu á að horft verði sérstaklega til þess að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu um allt land og að þjónusta ríkisins verði sem víðast á landinu. Stjórnin tekur undir mikilvægi þess að leggja stóraukna áherslu á stafræna þjónustu og að markmiðið með breytingunum verði að efla núverandi starfsemi og styrkja þær starfsstöðvar sem eru að þjónusta almenning um land allt. Einnig verði horft til þess að fjölga óstaðbundnum störfum og verkefnum utan
höfuðborgarsvæðisins til að styðja við jákvæða byggðaþróun í landinu í samræmi við áherslur í byggðaáætlun. Þá hvetur stjórn sambandsins dómsmálaráðuneytið til að eiga í góðu samstarfi við landshlutasamtök og sveitarfélög í landinu áður en til breytinga kemur svo að tryggt verði að hlustað sé á raddir þeirra sem breytingarnar koma til með að hafa áhrif á.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur sérstaka áherslu á að staðið verði vörð um sérfræðistörf á landsbyggðinni.
Samþykkt samhljóða.

27.Samband íslenskra sveitarfélaga; Bókun stjórnar um innleiðingu barnaverndarlaga

2203102

Lagt fram til kynningar erindi varðandi gildistöku barnaverndarlaga.
Þann 13. júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Með breytingunni voru barnaverndarnefndir lagðar niður í núverandi mynd og meginábyrgð daglegrar þjónustu barnaverndar falin barnaverndarþjónustu. Þá gera lögin ráð fyrir að settar verði á fót nýjar stjórnsýslunefndir, umdæmisráð barnaverndar, sem fara með úrskurðarvald í ákveðnum barnaverndarnefndum á vettvangi sveitarfélaganna.
Sambandið fer fram á við ráðuneytið að gildistöku breytinganna verði frestað að lágmarki til 1. október 2022.
Lagt fram til kynningar.
Ráðherra hefur brugðist við erindinu og samþykkt umbeðna frestun á gildistöku laganna.
Sveitarstjórn tekur undir bókun sambands íslenskra sveitarfélaga og lýsir ánægju með að ráðherra hafi fallist á að fresta gildistöku ákvæða í
lögunum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð, en leggur
jafnframt áherslu á að sá frestur sem veittur er nýtist til að skipuleggja
fyrirkomulag umdæmisráða.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:25.