58. fundur 06. apríl 2022 kl. 14:00 - 14:45 í Hvolsskóla
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir formaður
  • Esther Sigurpálsdóttir
  • Páll Eggertsson
  • Rafn Bergsson
  • Pálína B. Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
  • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
  • Ólafur Þórisson áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Eyrún Elvarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
Fundargerð ritaði: Lilja Einarsdóttir Formaður fræðslunefndar grunnskóla og leikskóla
Dagskrá
Arnar Gauti Markússon og Árný Lára Karvelsdóttir boðuðu forföll og ekki náðist að boða varamenn í þeirra stað.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð sem engar voru.

1.Menntastefna Rangárþings eystra 2022-2027

2203101

Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með afrakstur af vinnu við menntastefnu Rangárþings eystra og samþykkir hana fyrir sitt leyti og leggur áherslu á að stefnan verði kynnt nú strax í kjölfar vinnunnar.
Fræðslunefnd leggur til að skólastjórum leik- og grunnskóla sé falið að setja stefnuna upp til birtingar á heimasíðum skólanna og sveitarfélagsins.
Einnig leggur fræðslunefnd til að leitað verði leiða og tilboða við innleiðingu stefnunnar fyrir upphaf næsta skólaárs.
Samþykkt samhljóða.

2.Fyrirlögn PISA 2022; orðsending frá mennta og barnamálaráðherra

2203019

lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:45.