292. fundur 10. mars 2022 kl. 12:00 - 15:06 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Bjarki Oddsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundarstjóri setur fund og óskar eftir athhugasemdum við fundargerð ef einhverjar eru.
Fundarstjóri óskar eftir að bæta einu máli á dagskrá, númer 9. 2202093 Endurskoðað erindisbréf Samgöngunefndar.
Fella af dagskrá lið númer 15 19. fundur Ungmennaráðs Rangárþings eystra.
Aðrir liðir færast eftir því.

1.Persónuverndaryfirlýsing Rangárþings eystra

1810038

Lögð fram til samþykktar endurskoðuð persónuverndaryfirlýsing Rangárþings eystra 2022.
Sveitarstjórn staðfestir endurskoðaða persónuverndaryfirlýsingu Rangárþings eystra, með breytingum sem ræddar voru á fundi.
Samþykkt samhljóða.

2.Bjarg íbúðafélag; Samstarf um uppbyggingu leiguíbúða

2202085

Byggðarráð óskaði eftir kynningu til sveitarstjórnar á starfi Bjarg Íbúðafélags.
Á fundinn kemur Björn Traustason framkvæmdastjóri félagsins og kynninr starfsemina.
Sveitarstjórn þakkar Birni fyrir góða kynningu á starfsemi Bjargs íbúðarfélags.
Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að funda með Bjargi íbúðarfélagi um framtíðarhugmyndir.
Samþykkt samhljóða.

3.Birtingaráætlun markaðsefnsi 2022

2203023

Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra kemur til fundar og fer yfir kynningarmáls sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða birtingaráætlun.
Samþykkt samhljóða.

4.Stríðsátök og móttaka flóttamanna

2203025

Sveitarstjórn Rangárþings eystra fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraníu og tekur undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraníu og lýsir yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraníu og íbúum þeirra. Sveitarfélagasambandið í Úkraníu er meðlimur í CEMR og undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging í úkraínskum sveitarfélögum, með stuðningi evrópskra sveitarfélaga, til að efla sjálfsforræði þeirra og bæta þjónustu.
Sveitarstjórn lýsir yfir vilja til að taka þátt í samstarfsverkefni um mótttöku flóttafólks og felur starfsmönnum að skoða innviði sveitarfélagsins m.t.t. mótttöku flóttamanna.
Samþykkt samhljóða.

5.Fjallskilanefnd Fljótshlíðar; Beiðni um styrk vegna uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétt 2022

2203008

Lagt fram bréf uppgræðslufélags Fljótshlíðar með ósk um styrk til sveitarfélagsins til að halda áfram með landbótaáætlun á Fljótshlíðarafrétt.
Sveitarstjðórn samþykkir að veita styrk til landbótaverkefna á Fljótshlíðarafrétt að upphæð kr. 300.000.- eins og undanfarin ár.
Samþykkt samhljóða.

6.Áskorun frá Sveitarfélaginu Vogar vegna Suðurnesjalínu 2

2203021

Lagt fram erindi frá Sveitarfélaginu Vogar.
Sveitarfélagið Vogar skorar á sveitarfélög í landinu og Samband Íslenskra sveitarfélaga að veita umsögn og taka afstöðu til frumvarps til laga um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi til lagningar Suðurnesjalínu 2 í lofti í Sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra tekur undir með Sveitarfélaginu Vogar að standa þurfi vörð um lögvarið skipulagsvald sveitarfélaga. Jafnframt hvetur sveitarstjórn sveitarfélög og aðra landeigendur til að taka tillit til hagsmuna heildarinnar þegar kemur að skipulagsgerð þjóðhagslega mikilvægra innviða. Sveitarstjórn hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga til að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélga og veita umsögn um frumvarpið.
Samþykkt samhljóða.

7.Ósk um afnot af túni

2203026

Lagt fram bréf Jóns Pálma Ólafssonar, þar sem óskað er eftir afnoum af túni sunnan Sólbakka, til heyfangs.
Afgreiðslu frestað.
Samþykkt samlhljóða.

8.Trúnaðarmál

2203024

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

9.Samgöngu- og umferðarnefnd; erindisbréf

2202093

Sveitarstjórn samþykkir uppfært erindisbréf Samgöngu- og umferðarnefndar.

10.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Midgard Basecamp

2203018

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

11.Byggðarráð - 209

2202004F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 209. fundar Byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
Guðmundur Jón Viðarsson víkur af fundi undir lið 12.8 og kemur aftur til fundar undir lið 12.9.

12.Skipulagsnefnd - 108

2202006F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 108. fundar Skipulagsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 108 Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi í miðbænum til 1. september 2022, en nákvæm staðsetning verði fundin í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. Komi til framkvæmda við gatnagerð skv. gildandi deiliskipulagi í miðbæ Hvolsvallar verður vagninum fundinn annar staður á svæðinu. Varðandi umsókn um stöðuleyfi við Dufþaksbraut þá er um leigulóð að ræða sem er ekki á forræði sveitarfélagsins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 108 Á 107. fundi skipulagsnefndar lagði skipulagsnefnd það til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins yrði frestað á meðan brugðist væri við athugasemd Vegagerðarinnar varðandi tillöguna. Að mati skipulagsnefndar hefur, í uppfærðri tillögu sem fyrir fundinum liggur, verið brugðist við fyrrgreindri athugasemd með því að breyta aðkomu að skipulagssvæðinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 108 Afgreiðslu málsins frestað. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
  • Skipulagsnefnd - 108 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 108 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð á jörðinni Miðeyjarhólmur verði heimiluð. Skipulagsnefnd leggur einnig til að lýsing á verkefninu verði gerð þar sem um er að ræða bújörð sem fór í eyði árið 1938 og er án allra mannvirkja. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og heimilar gerð deiliskipulags með lýsingu.
  • Skipulagsnefnd - 108 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt sem óveruleg skv. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, án grenndarkynningar, þar sem að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp o.s.frv. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna sem óverulega án grenndarkynningar skv. 2. og 3. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 108 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.
  • Skipulagsnefnd - 108 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 108 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 108 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 108 Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er ekki heimilt að stunda atvinnurekstur á frístundahúsalóðum. Í heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, sem nú er í vinnslu, er gert ráð fyrir heimild fyrir minniháttar rekstri á frístundahúsalóðum með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Erindinu hafnað. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og hafnar erindinu.
  • 12.12 2202109 Landskipti - Bollakot
    Skipulagsnefnd - 108 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
  • 12.13 2202110 Landskipti - Skeið
    Skipulagsnefnd - 108 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

13.Samgöngu- og umferðarnefnd - 16

2111009F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 16. fundar Samgöngu- og umferðarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Samgöngu- og umferðarnefnd - 16 Umræður um mögulegar útfærslur á hraðalækkandi aðgerðum.
    Frá síðasta fundi hafa verið settar 2 hraðahindranir á Hlíðarveg sem er að áliti nefndarmanna mjög vel heppnuð aðgerð.
    Yfirlögregluþjónn bendir á að mikilvægt sé að taka einnig tillit til greiðrar umferðar á safnvegi eins og raunin er með Nýbýlaveg og því þykir nefnarmönnum ekki ráðlegt að lækka hraða á Nýbýlavegi, að svo stöddu.
    Tillaga nefndarinnar er því um að lækka hraða niður í 30 km. í íbúagötum sem hér segir:
    Öldubakki, Hvolstún, Dalsbakki, Gilsbakki og Sólbakki. Hraðatakmarkandi skilti verði sett við innakstur frá Hlíðarvegi inn á Öldubakka.
    Hallgerðartún, Króktún, Norðurgarði, Öldugerði, Litlagerði, Stóragerði, Hvolsvegi, Vallarbraut, Túngötu, Gunnarsgerði og Njálsgerði. Hraðatakmarkandi skilti verði sett á móts við Félagsheimilið Hvol inná Hvolsveg og við Hlíðarveg inná Hvolsveg, inná Vallarbraut við Hlíðarveg, við gatnamót allra gatna sem leiða inn á Nýbýlaveg.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu Samgöngu- og umferðarnefndar um lækkun hámarskhraða og felur sveitarstjóra að senda tillöguna til Lögreglustjórans á Suðurlandi til umsagnar og samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.
  • Samgöngu- og umferðarnefnd - 16 Nefndin fer yfir erindisbréfið og gerir tillögur að breytingum.
    Formanni falið að ljúka við uppsetningu í samræmi við athugasemdir fundarins og legga fyrir sveitarstjórn.
    Samþykkt samhljóða.
  • Samgöngu- og umferðarnefnd - 16 Nefndarmenn taka undir áhyggjur og sjónarmið íbúa Hvolsvegar 32.
    Nefndin hvetur sveitarstjórn til að taka tillit til sjónarmiða íbúa þegar tekin verður ákvörðun um framtíðaráform/skipulag svæðisins þegar leikskólastarfsemi verður flutt í nýtt húsnæði og starfsemi sjúkrabifreiða fer í varanlegt framtíðarhúsnæði við Heilsugæslu Rangárþings við Öldubakka.
    Samþykkt samhljóða.
  • Samgöngu- og umferðarnefnd - 16 Erindi lagt fram ásamt bókun sveitarstjórnar.
    Samgöngu- og umferðarnefnd tekur undir bókun sveitarstjóranar á 287. fundi þann 11.11.2021.
    Samþykkt samhljóða.
  • Samgöngu- og umferðarnefnd - 16 Samgöngu og umferðarnefnd fjallar um styrkhæf verkefni í Rangárþingi eystra.
    Samþykkt samhljóða að áfram verði sótt um fyrir þau verkefni sem hafa verið í vinnslu og er ekki lokið.
    Rætt um mögulega nýja staði en ekki fyrirliggjandi tillögur.
    Samþykkt samhljóða.
  • Samgöngu- og umferðarnefnd - 16 Lagt fram til kynningar.

14.Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 59

2202003F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 59. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 14.1 2201070 Félags- og skólaþjónusta; Endurskoðun á Stjórnskipulagi og rekstri með tilliti til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 862021
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 59 Róbert Ragnarsson ráðgjafi frá RR ráðgjöf kynnti verkefnistillögu vegna endurskoðunar á stjórnskipulagi og verklagi byggðasamlagsins.
    Stjórn samþykkir tillöguna og felur formanni að ganga frá undirritun samnings við RR ráðgjöf
    Samþykkt samhljóða.
  • 14.2 2112092 Endurnýjun bifreiðar skólaþjónustudeildar
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 59 Forstöðumaður kynnti tillögu að endurnýjun á bifreið fyrir skólaþjónustuna.
    Stjórn samþykkir að fela forstöðumanni að kanna hagkvæmni þess að kaupa bíl eða taka á leigu og taka ákvörðun í samráði við formann stjórnar.
    Samþykkt samhljóða
  • 14.3 2202046 Skólaþjónustudeild; Breyting á leigusamningi um húsnæði
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 59 Forstöðumaður kynnti tillögu sem felur í sér breytingu á leigusamningi um húsnæði skólaþjónustunnar á Hvolsvelli.
    Stjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
  • 14.4 2111007 Skólaþjónustudeild; fjárhagsáætlun fyrir árið 2022
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 59 Lögð fram til kynningar greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir skólaþjónustuna sem forstöðumaður kynnti fyrir stjórn.

15.19. fundur Ungmennaráðs Rangárþings eystra

2109040

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 19. fundar Ungmennaráðs Rangárþings eystra.

16.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 97. fundur

2202088

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 97. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga; 907. fundur stjórnar sambandsins

2203001

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórn tekur undir eftirfarandi bókanir Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Liður 7:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir einróma að taka undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra. Sveitarfélagasambandið í Úkraínu er meðlimur í CEMR og undanfarin ár hefur átt sér mikil uppbygging í úkraínskum sveitarfélögum, með stuðningi evrópskra sveitarfélaga, til að efla sjálfsforræði þeirra og bæta þjónustu.
Liður 9:
Mikla hækkun á lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga á árinu 2021 má að hluta til rekja til endurmats tryggingastærðfræðinga á forsendum um lífslíkur. Endurmatið tók raunar ekki gildi fyrr en 22. desember sl. þegar fjármálaráðherra staðfesti tillögu félags tryggingastærðfræðinga að nýjum töflum um lífslíkur. Þetta kom sveitarfélögum algjörlega í opna skjöldu og höfðu þau engin tök á að gera ráð fyrir þessu hvorki í sínum fjárhagsáætlunum né með samþykkt viðauka í tæka tíð. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga undrast þessi vinnubrögð ráðuneytisins og leggur ríka áherslu á að stjórnvaldsákvarðanir sem áhrif hafa á fjármál sveitarfélaga séu innleiddar með góðum fyrirvara og kynnt sveitarfélögum.

18.Sorpstöð Suðurlands; 309. fundur stjórnar; 28.2.2022

2203005

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 309. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Lögð fram til kynningar.

19.Bergrisinn; 37. fundur stjórnar; 1. mars 2022

2203016

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 37. fundar stjórnar Bergrisans bs.
Lagt fram til kynningar.

20.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 216. fundargerð

2203022

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 216. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.Húsnefnd Fossbúðar; 3. fundur kjörtímabilsins 2018-2022

2203020

Löð fram til kynningar um umræði 3. fundur kjörtímabilsins 2018-2022 í Húsanefnd Fossbúðar.
Lagt fram til kynningar.

22.Minnisblað um hækkun lífeyrisskuldbindinga

2202101

Lagt fram minnsblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um hækkun lífeyrisskuldbindinga 2021.
Í ljós hefur komið að lífeyrisskuldbindingar margra sveitarfélaga vegna ársins 2021 hafa hækkað verulega. Rekja má hækkunina til nokkurra þátta: Hækkun launa, breyttra forsenda um lífaldur og hækkandi hluta launagreiðenda.

Hækkunin fyrir Sveitarfélagið Rangáraþing eystra nemur m.kr. fyrir árið 2021 miðað við m.kr. árið 2020.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn tekur undir bókun stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga varðandi hækkun lífeyrisskuldbindingar en hún hljóðar svo:
Mikla hækkun á lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga á árinu 2021 má að hluta til rekja til endurmats tryggingastærðfræðinga á forsendum um lífslíkur. Endurmatið tók raunar ekki gildi fyrr en 22. desember sl. þegar fjármálaráðherra staðfesti tillögu félags tryggingastærðfræðinga að nýjum töflum um lífslíkur. Þetta kom sveitarfélögum algjörlega í opna skjöldu og höfðu þau engin tök á að gera ráð fyrir þessu hvorki í sínum fjárhagsáætlunum né með samþykkt viðauka í tæka tíð. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga undrast þessi vinnubrögð ráðuneytisins og leggur ríka áherslu á að stjórnvaldsákvarðanir sem áhrif hafa á fjármál sveitarfélaga séu innleiddar með góðum fyrirvara og kynnt sveitarfélögum.

23.EFS; almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022

2202102

Lag fram bréf Eftiritsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) um almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.
Með hliðjón af hlutverki EFS þá hefur nefndin sett sér starfsáætlun fyrir árið 2022 þar sem fram
kom helstu áhersluatrið nefndarinnar fyrir árið. Nefndin telur mikilvægt að sveitarstjórnir séu
upplýstar um áhersluatriði nefndarinnar til að hægt sé að hafa þau til hliðsjónar og er það gert
með bréfi þessu.
Lagt fram til kynningar.

24.Skotfélagið Skyttur; ósk um styk v. æskulýðsstarfs

2203002

Lagt fram til umfjöllunar bréf frá Skotfélaginu Skyttur, þar sem óskað er eftir styrk til að koma á fót æskulýðsstarfi í skotgreinum í Rangárvallasýslu.
Sveitarstjórn vísar erindinu til umsagnar og álitsgjafar í heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd.
Samþykkt samhljóða.

25.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2022

2201019

Lagt fram til kynningar og umsagnar mál 349.frumvarp til laga frumvarp til laga um um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða.
Mál númer 71. frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu).
Mál númer 51. tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmu.
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)
Mál númer 78. frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts).
Lagt fram til kynningar.

26.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagðar fram til kynningar aðgerðir og sóttvarnarreglur stjórnvalda vegna COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:06.