108. fundur 03. mars 2022 kl. 08:30 - 09:39 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um stöðuleyfi - Austurvegur Hvolsvelli

2202031

Guðríður Gísladóttir óskar eftir stöðuleyfi fyrir pizzavagn á Hvolsvelli.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi í miðbænum til 1. september 2022, en nákvæm staðsetning verði fundin í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. Komi til framkvæmda við gatnagerð skv. gildandi deiliskipulagi í miðbæ Hvolsvallar verður vagninum fundinn annar staður á svæðinu. Varðandi umsókn um stöðuleyfi við Dufþaksbraut þá er um leigulóð að ræða sem er ekki á forræði sveitarfélagsins.

2.Deiliskipulag - Moldnúpur

2111022

Eyja Þóra Einarsdóttir óskar eftir því að deilskipuleggja ca 1,0 ha lóð úr landi Moldnúps L163783. Á byggingarreit B1 er gert ráð fyrir hesthúsi/reiðskemmu, sambyggðt eða aðskilið, allt að 2000 m2 að stærð.
Á 107. fundi skipulagsnefndar lagði skipulagsnefnd það til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins yrði frestað á meðan brugðist væri við athugasemd Vegagerðarinnar varðandi tillöguna. Að mati skipulagsnefndar hefur, í uppfærðri tillögu sem fyrir fundinum liggur, verið brugðist við fyrrgreindri athugasemd með því að breyta aðkomu að skipulagssvæðinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Eyvindarholt, Langhólmi breyting

2111116

Kjartan Garðarsson óskar eftir því að breyta deiliskipulagi á jörðinni Borgarhóll (Eyvindarholt_Langhólmi). Breytingarnar felast í því að núverandi frístundabyggð er minnkuð úr 36,2 ha í 9,9 ha og frístundahúsalóðum fækkað úr 14 í 10. Auk hinna 10 frístundahúsalóða er gert ráð fyrir 3 íbúðarhúsalóðum, lóð undir þjónustuhús, 2 gróðurhús og vélaskemmu.
Afgreiðslu málsins frestað.

4.Deiliskipulag - Hólmaflöt

2202028

Davíð Viðarsson óskar eftir því að deiliskipuleggja lóðina Hólmaflöt L228971. Á byggingarreit B1 er gert ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að 140 m2 og á byggingarreit B2 er gert ráð fyrir tveimur 30 m2 gestahúsum.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag - Miðeyjarhólmur

2202040

Landeigendur á jörðinni Miðeyjarhólmur óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar. Áherslur deiliskipulagsins eru þær að skilgreina aðkomu að jörðinni ásamt tveimur byggingarreitum undir mannvirki.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð á jörðinni Miðeyjarhólmur verði heimiluð. Skipulagsnefnd leggur einnig til að lýsing á verkefninu verði gerð þar sem um er að ræða bújörð sem fór í eyði árið 1938 og er án allra mannvirkja.

6.Deiliskipulag - Miðbær Hvolsvöllur

2202083

Gerð er óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi miðbæjarins á Hvolsvelli. Breytingin felur m.a. í sér að byggingarreitur á Austurvegi 6a stækkar um 125 m2 og breytingar á skilmálum á lóðunum Hlíðarvegur A og B og Sóleyjargata 10-14.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt sem óveruleg skv. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, án grenndarkynningar, þar sem að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp o.s.frv.

7.Landskipti - Skarðshlíð 2

2202087

Ólafur Tómasson óskar eftir því að skipta tveimur lóðum út úr Skarðshlíð 2 L163719 skv. meðfylgjandu uppdrætti unnum af Verkfræðistofu Suðurnesja, dags. 22.02.2022. Lóðirnar fá staðföngin Ófeigsstaðir 1 og Ófeigsstaðir 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.

8.Deiliskipulag - Skálabrekka

2202098

Guðmundur Viðarsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Skálabrekka, sem er óstofnuð lóð út úr landi Miðskála L192334. Um er að ræða 3,74 ha spildu þar sem m.a. verður heimilt að byggja tveggja hæða íbúðarhús, með hámarkshæð allt að 8,5m frá botnplötu.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Landskipti - Efsta Grund

2202099

Sigríður Lóa Gissurardóttir óskar eftir því að skipta 1,0 ha lóð út úr Efstu Grund L163759 skv. meðfylgjandi uppdrætti, unnum af Landnot, dags. 21.02.2022. Hin nýstofnaða lóð fær staðfangið Hjarn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

10.Landskipti - Kanastaðir

2202104

Eiríkur Þ. Davíðsson óskar eftir því að skipta 232 ha landspildu út úr jörðinni Kanastaðir skv. meðfylgjandi uppdrætti, unnum af Landnot, dags. 16.02.2022. Hin nýstofnaða spilda fær staðfangið Kanastaðir 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

11.Ósk um rekstur ferðaþjónustu á frístundahúsalóð - Stóra-Mörk lóð 2d

2202107

Stefán Guðjónsson óskar eftir því að fá leyfi til rekstur ferðaþjónustu á lóð sinni Stóra-Mörk lóð 2. Um er að ræða frístundahúsalóð.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er ekki heimilt að stunda atvinnurekstur á frístundahúsalóðum. Í heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, sem nú er í vinnslu, er gert ráð fyrir heimild fyrir minniháttar rekstri á frístundahúsalóðum með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Erindinu hafnað.

12.Landskipti - Bollakot

2202109

Sigrún Þórarinsdóttir óskar eftir því að skipta 16.654 m2 lóð út úr jörðinni Bollakot L163995 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLA, dags. 01.11.2021. Hin nýstofnaða lóð fær staðfangið Rjómabúið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

13.Landskipti - Skeið

2202110

Ágúst Ingi Ólafsson óskar eftir því að skipta ca 16,5 ha landspildu út úr jörðinni Skeið L164189 skv. meðfylgjandu uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLA, dags. 18.02.2022. Hin nýstofnaða spilda fær staðfangið Skeið 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

Fundi slitið - kl. 09:39.