16. fundur 28. febrúar 2022 kl. 15:30 - 17:20 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Bjarki Oddsson formaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Baldur Ólafsson
  • Guðmundur Ólafsson
  • Anna Birna Þráinsdóttir
Starfsmenn
  • Lilja Einarsdóttir
Fundargerð ritaði: Lilja Einarsdóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Halldór Óskarsson boðaði forföll.
Lea Birna Lárusdóttir sat fundinn á Teams.
Formaður býður fundarmenn velkomna og leitar eftir athugasemdum við fundarboð sem engar eru.
Formaður óskar eftir að breyta dagskrá þar sem liður 4 verði nr. 3 á dagsrá. Samþykkt samhljóða.
Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi sat fundinn undir þessum lið til samráðs og álitsgjafar.

1.Umferðarmál; Hraðahindranir og 30 km hámarkshraði á Hvolsvelli

2007013

Unnið hefur verið að tillögum um umferðaröryggi í þéttbýlinu Hvolsvelli á undanförnum misserum. Leitað var til Verkfræðistofu Haralds Sigþórssonar eftir töillögum sem lagðar eru fram á fundinum til umfjöllunar.
Umræður um mögulegar útfærslur á hraðalækkandi aðgerðum.
Frá síðasta fundi hafa verið settar 2 hraðahindranir á Hlíðarveg sem er að áliti nefndarmanna mjög vel heppnuð aðgerð.
Yfirlögregluþjónn bendir á að mikilvægt sé að taka einnig tillit til greiðrar umferðar á safnvegi eins og raunin er með Nýbýlaveg og því þykir nefnarmönnum ekki ráðlegt að lækka hraða á Nýbýlavegi, að svo stöddu.
Tillaga nefndarinnar er því um að lækka hraða niður í 30 km. í íbúagötum sem hér segir:
Öldubakki, Hvolstún, Dalsbakki, Gilsbakki og Sólbakki. Hraðatakmarkandi skilti verði sett við innakstur frá Hlíðarvegi inn á Öldubakka.
Hallgerðartún, Króktún, Norðurgarði, Öldugerði, Litlagerði, Stóragerði, Hvolsvegi, Vallarbraut, Túngötu, Gunnarsgerði og Njálsgerði. Hraðatakmarkandi skilti verði sett á móts við Félagsheimilið Hvol inná Hvolsveg og við Hlíðarveg inná Hvolsveg, inná Vallarbraut við Hlíðarveg, við gatnamót allra gatna sem leiða inn á Nýbýlaveg.
Samþykkt samhljóða.
Oddur Árnason yfirgefur fundinn.

2.Samgöngu- og umferðarnefnd; erindisbréf

2202093

Lagt fram erindisbréf Samgöngu- og umferðarnefndar til endurskoðunar.
Nefndin fer yfir erindisbréfið og gerir tillögur að breytingum.
Formanni falið að ljúka við uppsetningu í samræmi við athugasemdir fundarins og legga fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Bjarki Oddsson víkur af fundi undir þessum dagskrárlið

3.Öryggi íbúa; erindi Oddur Árnason

2202095

Nefndarmenn taka undir áhyggjur og sjónarmið íbúa Hvolsvegar 32.
Nefndin hvetur sveitarstjórn til að taka tillit til sjónarmiða íbúa þegar tekin verður ákvörðun um framtíðaráform/skipulag svæðisins þegar leikskólastarfsemi verður flutt í nýtt húsnæði og starfsemi sjúkrabifreiða fer í varanlegt framtíðarhúsnæði við Heilsugæslu Rangárþings við Öldubakka.
Samþykkt samhljóða.
Bjarki Oddsson kemur aftur til fundar
Baldur Ólafsson yfirgefur fundinn.

4.Emstruleið; erindi Einars Grétars Magnússonar

2110091

Erindi lagt fram ásamt bókun sveitarstjórnar.
Samgöngu- og umferðarnefnd tekur undir bókun sveitarstjóranar á 287. fundi þann 11.11.2021.
Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn í styrkvegasjóð 2022;styrkvegir

2202094

Árlega sækir Rangárþing eystra um styrk í styrkvegasjóð Vegagerðarinar til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögum. Ávallt hafa fengist fjármunir til framkvæmda eða viðhalds.
Samgöngu og umferðarnefnd fjallar um styrkhæf verkefni í Rangárþingi eystra.
Samþykkt samhljóða að áfram verði sótt um fyrir þau verkefni sem hafa verið í vinnslu og er ekki lokið.
Rætt um mögulega nýja staði en ekki fyrirliggjandi tillögur.
Samþykkt samhljóða.

6.Umferðaröryggisáætlun; Rangárþing eystra

1806022

Verkfræðistofan Efla hefur unnið að gerð umferðaröryggisáæltun fyrir Rangárþing eystra samhliða endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra.
Vinna við umferðaröryggisáætlun er nú á lokametrunum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.