209. fundur 24. febrúar 2022 kl. 08:15 - 09:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson varaformaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Rafn Bergsson formaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð sem engar eru. Fundurinn fer fram í fjarfundi í fjarfundarforritinu Teams.

1.Umsókn um lóð - Ormsvöllur 15

2202070

Jökultak ehf óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 15 skv. meðfylgjandi umsókn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða lóðaúthlutun.

2.Umsókn um lóð - Ormsvöllur 17

2202069

Jökultak ehf óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 17 skv. meðfylgjandi umsókn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða lóðaúthlutun.

3.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 18

2202032

Victor Þorsteinsson óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hallgerðartún 18 skv. meðfylgjandi umsókn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða lóðaúthlutun.

4.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Lagning ljósleiðara

2111111

Um er að ræða lagningu ljósleiðarastrengs frá Þorlákshöfn yfir í Landeyjarsand. Vegna legu strengsins undir Hólsá er framkvæmdin tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. lið 10.16 í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um matsskyldu framkvæmdarinnar.
Í framkvæmdarlýsingu er gert ráð fyrir því að leggja ljósleiðarastreng frá Þorlákshöfn að Landeyjasandi. Plægja þarf strenginn undir Þjórsá og Hólsá og er sá hluti framkvæmdarinnar sem hér er verið að fjalla um. Fyrir liggur umsögn Fiskistofu, dags. 10.11.2021 og umsögn Hafrannsóknastofnunar, dags. 25.10.2021. Sveitarfélagið tekur undir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um að takmarka umferð um framkvæmdasvæðið sem mest þannig að minni líkur séu á því að skaðlegir vökvar berist frá vinnuvélum og tækjum í vatnsföllin. Gæta þarf sérstaklega að lífríki Hólsár þar sem um er að ræða upptök þriggja af aflahæstu laxveiðiám landsins, þ.e.a.s. Þverá í Fljótshlíð og Eystri- og Ytri Rangá.
Rangárþing eystra bendir á að liggja þarf fyrir samþykki allra landeigenda, sem hagsmuna eiga að gæta, áður en framkvæmdarleyfi verður veitt. Sækja þarf um framkvæmdarleyfi til sveitarfélagsins sbr. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Sveitarfélagið Rangárþing eystra gerir ekki frekari athugasemdir við tilkynningu Ljósleiðarans ehf. vegna framkvæmdar við lagningu ljósleiðara undir Hólsá.
Samþykkt samhljóða.

5.Umsögn; Íslandshvíld ehf, Lindartúni; rekstrarleyfi fnr. 219-3179

2202035

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

6.Umsögn; Hjáleigan Okkar ehf, Syðri-Úlfsstaðir; rekstrarleyfi fnr.219-2677

2202027

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

7.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 56

2202002F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 56. fundar Fræðslunefndar grunnskóla og leikskóla
Fundargerð staðfest í heild sinni
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 56 Þórunn Jóna fer yfir starfsemi Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.


  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 56 Birna fer yfir starfsemi Hvolsskóla.

    Birna nefnir í tengslum við vel heppnaða sýningu nemenda á elsta stigi á þemaverkefnum sínum í kynjafærði að kynjafærði er kennd í 8-10 bekk og í þemavikum hjá 5-7. bekk.

    Nú þegar verið er að aflétta takmökunum vegna Covid-19 er búið er að opna skólann fyrir gestum, einnig er vonast til að hægt verði að brjóta upp hefðbundna kennslu og halda til að mynda árshátíðir nemenda.

    Vinna við nýja skólastefnu er í fullum gangi og er vonast til að hún verði tilbúin í lok mars.

  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 56 Tinna fer yfir innleiðingu Heilsueflandi grunnskóla og að innleiðinginn sé á lokametrunum.

    Fundarmenn lýsa yfir ánægju með framgang verkefnisins og hversu vel innleiðingin gengur.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 56 Sólbjört fer yfir starfsemi leikskólans Arkar.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 56 Valborg fer yfir innleiðinguna á Heilsueflandi leikskóla og hvar verkefnið er statt.

    Fundarmenn lýsa yfir ánægju með framgang verkefnisins og hversu vel innleiðingin gengur.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 56 Sólbjört leggur til að leikskólanum verði lokað 8. júlí kl 14:00, síðasta dag fyrir sumarfrí, vegna frágangs og til að tryggja öryggi barna.

    Samþykkt samhljóða og leikskólastjóra falið að auglýsa breytinguna í tíma.
    Bókun fundar Byggðarráð samþykkir samhljóða breytingu á skóladagatali leikskólans.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 56 Sólbjört fór yfir fáliðunaráætlun leikskólans Arkar og í hverju hún fellst.

8.Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 59

2202003F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 59. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild sinni
  • 8.1 2201070 Félags- og skólaþjónusta; Endurskoðun á Stjórnskipulagi og rekstri með tilliti til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 862021
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 59 Róbert Ragnarsson ráðgjafi frá RR ráðgjöf kynnti verkefnistillögu vegna endurskoðunar á stjórnskipulagi og verklagi byggðasamlagsins.
    Stjórn samþykkir tillöguna og felur formanni að ganga frá undirritun samnings við RR ráðgjöf
    Samþykkt samhljóða.
  • 8.2 2112092 Endurnýjun bifreiðar skólaþjónustudeildar
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 59 Forstöðumaður kynnti tillögu að endurnýjun á bifreið fyrir skólaþjónustuna.
    Stjórn samþykkir að fela forstöðumanni að kanna hagkvæmni þess að kaupa bíl eða taka á leigu og taka ákvörðun í samráði við formann stjórnar.
    Samþykkt samhljóða
  • 8.3 2202046 Skólaþjónustudeild; Breyting á leigusamningi um húsnæði
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 59 Forstöðumaður kynnti tillögu sem felur í sér breytingu á leigusamningi um húsnæði skólaþjónustunnar á Hvolsvelli.
    Stjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
  • 8.4 2111007 Skólaþjónustudeild; fjárhagsáætlun fyrir árið 2022
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 59 Lögð fram til kynningar greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir skólaþjónustuna sem forstöðumaður kynnti fyrir stjórn.

9.Bergrisinn; 35. fundur stjórnar; 31.janúar 2022

2202077

Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Bergrisinn; 36. fundur stjórnar; 15. febrúar 2022

2202078

Lögð fram til kynningar fundargerð 36. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.SASS; 578. fundur stjórnar; 4.2.2022

2202034

Lögð fram til kynningar fundargerð 578. fundar stjórnar SASS
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Bergrisinn; byggingarnefnd um búsetukjarna; 7.febrúar 2022

2202081

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar um búsetukjarna frá 7. febrúar 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 96. fundur

2202082

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 96. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

14.Bjarg Íbúðafélag; Samstarf um uppbyggingu leiguíbúða

2202085

Lagt fram til kynningar bréf frá Bjargi íbúðafélagi þar sem óskað er eftir viðræðum um úthlutun lóðar og stofnframlags vegna byggingar leiguíbúða.
Sveitarstjóra falið að vera í sambandi við Bjarg íbúðarfélagi varðandi það að fá kynningu á félaginu á næsta fund sveitarstjórnar.
Samþykkt samljóða.

15.Umsókn um styrk til Landbótasjóðs 2022

2202084

Lagt fram til kynningar bréf Landgræðslunnar um úthlutun úr Landbótasjóði 2022. Verkefnið uppgræðsla á Emstrum hlýtur 873.000 kr. úr sjóðnum.
Byggðarráð þakkar veittan styrk úr Landbótasjóði Landgræðslunnar 2022.

16.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagðar fram til kynningar upplýsingar yfirvalda vegna Covid 19.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.