271. fundur 12. nóvember 2020 kl. 12:00 - 17:44 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Anton Kári Halldórsson oddviti
 • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
 • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
 • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
 • Rafn Bergsson aðalmaður
 • Christiane L. Bahner aðalmaður
 • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
 • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar var haldinn í fjarfundi á eftirfarandi slóð: https://us02web.zoom.us/j/87961063806
Oddviti setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru. Oddviti óskar eftir að fella lið númer 10 af dagskrá fundar færast aðrir liðir eftir því. Samþykkt samhljóða.

1.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

2003047

Á grundvelli bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga samþykkir sveitarstjórn Rangárþings eystra að heimila fjarfundi sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra lögbundinna nefnda sveitarfélagsins án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélagsins erfiðar eða að mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins. Einnig samþykkir sveitarstjórn Rangárþings eystra að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra lögbundinna nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013.
Ákvæðið gildir til 10. mars 2021.
Samþykkt samhljóða.

2.Oddafélagið; uppbygging Menningar- og fræðaseturs að Odda

2011030

Sveitarstjórn þakkar Friðriki fyrir greinagóða kynningu á framtíðarstefnu um uppbyggingu Menningar - og fræðaseturs að Odda.

3.Lántaka nóvember 2020; lánasamningur

2011009

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr.200.000.000 með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að til tryggingar láninu höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs sem felur í sér að vera verkefni
sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr.3.gr laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006
Jafnframt er Lilju Einarsdóttur,kt. 040273-4849, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings eystra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt samhljóða.

4.Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2021-2024; forsendur

2011010

Sveitarstjórn fer yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2021 og ljóst er að áskoranir í rekstri eru miklar vegna mikils tekjusamdráttar sem rekja má til afleiðinga heimsfaraldurs covid-19.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa Njásgerði 10 til sölu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skoða möguleika á sölu fleiri fasteigna og gera lista yfir þær eignir.
Í því árferði sem nú ríkir er mikilvægt að allir leggist á eitt, stjórnendur, starfsfólk og íbúar sveitarfélagsins. Leitað verði allra leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins. Þjónustu stig í Rangárþingi eystra er hátt og álögur lágar. Reynt verður eftir fremsta megni að vernda þessa þætti eins og kostur er.
Samþykkt samhljóða.

5.Skipan í starfs- og kjaranefnd

2011028

Sveitarstjórn samþykkir að setja á laggirnar starfs- og kjaranefnd og í henni sitji sveitarstjóri, skirfstofu- og fjármálástjóri og launafulltrúi.

Sveitarstjórn samþykkir að starfs- og kjaranefnd fái umboð til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta tillögurnar séu þær innan ramma kjarasamninga.
Samþykkt samhljóða.

6.Auglýsing um lóðaúthlutanir

2011004

Sveitarstjórn samþykkir að auglýstar verði lausar til úthlutunar nýjar lóðir í Hallgerðartúni Hvolsvelli auk lóða í Hvolstúni, Gunnarsgerði og atvinnulóðir að Ormsvelli. Á Skógum verði auglýstar lausar lóðir við Vistarveg og Skólaveg.
Samþykkt Samhljóða.

7.Lóðarleigusamningur, úthlutunarreglur lóða og samþykktir um gatnagerðargjöld

2010040

Afgreiðslu á samþykkt lóðaleigusamninga er frestað til næsta byggðarráðsfundar. Úthlutunarreglur lóða eru samþykktar samhljóða. Samþykkt um gatnagerðargjöld er vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

8.Aðgerðaráætlun; Heimsfaraldur inflúensu; COVID-19

2003042

Sveitarstjórn staðfestir uppfærða aðgerðaráætlun Rangárþings eystra í heimsfaraldri af völdum Covid-19.
Samþykkt samhljóða.

9.Endurskoðun á friðlýsingu Skógafoss og nágrenni

2009094

Sveitarstjórn gerir athugasemd við endurskoðuð og auglýst mörk friðlýsingar. Að mati sveitarstjórnar er allt of mikið land undir sem sveitarstjórn telur ekki þörf fyrir að friðlýsa og friðlýsing þjóni þar engum tilgangi.
Sveitarstjórn leggur ríka áherslu á að fylgt verði þeim friðlýsingar mörkum sem eru í gildandi deiliskupulagi á svæðinu.
Samþykkt samhljóða.

10.Aðgerðaráætlun SOS vegna svæðisáætlunar

2009087

11.Tónsmiðja Suðurlands; Ósk um niðurgreiðlsu skólagjalda.

2010027

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið.

12.Strandverðir Íslands; hreinslun strandlengjunnar; Veraldarvinir

2011026

Markmið verkefnisins er að hreinsa strandlengju landsins. Sveitarstjórn fagnar framtaki Starandvarða Íslands og býður þau velkomin í Rangárþing eystra og staðfestir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
Samþykkt samhljóða.

13.Trúnaðarmál

2011018

14.Baráttuhópur smærri fyrirtækja, einyrkja og stjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu; erindi til stjórnvalda

2011024

Þrátt fyrir verulegan tekjusamdrátt sveitarfélagsins, umtalsverðar launahækkanir og annarra útgjalda mun sveitarstjórn reyna að koma til móts við tekjufall fyrirtækja og einstaklinga með því að hækkunum gjalda verði stillt í hóf við samþykkt fjárhagsáætlunarársins 2021 en sveitarfélögum er þröngur stakkur sniðinn. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talin tekjustofna og fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við. Heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignargjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn og hefur Rangárþing eystra þegar nýtt sér þær heimildir. Verði um frekari úrræði að ræða af hálfu Alþingis mun sveitarstjórn að sjálfsögðu skoða þau úrræði.

15.Umsögn; Lambafell nýtt rekstrarleyfi

2010072

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

16.Umsögn; Lambafell nýtt rekstrarleyfi

2010071

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

17.Byggðarráð - 197

2010002F

Fundargerð staðfest í heild.

18.Skipulagsnefnd - 92

2010007F

Fundargerð staðfest í heild sinni.
 • Skipulagsnefnd - 92 Gerðar hafa verið breytingar á tillögunni til þess að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Búið er ma. að bæta við kafla um áhrif tillögunnar og einstakra kafla hennar á umhverfið. Einnig voru skilmálar fyrir lóðir við Höfðaveg, sem möguleiki er á að sameina, lagfærðir. Skipulagsnefnd vill koma því á framfæri að nöfnin Höfðavegur og Sóleyjargata eru vinnuheiti. Skipulagsnefnd leggur til að óskað verði eftir tillögum meðal íbúa að endanlegum nöfnum á götunum. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í B-deild stjórnartíðinda.
 • Skipulagsnefnd - 92 Tillagan var auglýst frá 2. september 2020 með athugasemdarfresti til 14. október 2020. Einnig var tillagan send til umsagnaraðila. Athugasemdir komu fram á auglýsingartíma. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að gera þurfi könnunarskurði áður en framkvæmdir eru hafnar innan þeirra byggingarreita þar sem fornleifar eru staðsettar. Búið er að bregðast við athugasemdum Minjastofnunar í greinargerð deiliskipulagsins. Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdinrnar og verða viðbrögð og svör við athugasemdum send á viðkomandi. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd - 92 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
 • Skipulagsnefnd - 92 Tillagan var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 12/2010. Engar athugasemdur bárust innan athugasemdarfrests grenndarkynningar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði samþykkt, að samþykkt tillaga verði send á Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send á Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
 • 18.5 2010014 Landskipti; Uppsalir
  Skipulagsnefnd - 92 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
 • Skipulagsnefnd - 92 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.
 • 18.7 2010083 Landskipti; Uppsalir
  Skipulagsnefnd - 92 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
 • Skipulagsnefnd - 92 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.
 • Skipulagsnefnd - 92 Í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 er gert ráð fyrir lágreistri byggð með allt að 15-20 íbúðalóðum á landnotkunarreit ÍB-326, Kirkjulækjarkot. Fyrirhugað deiliskipulag er innan fyrrgreinds landnotkunarreits. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd - 92 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju lóðum. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.
 • Skipulagsnefnd - 92 Sklipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.
 • Skipulagsnefnd - 92 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og samruna spildunnar við Eyvindarmúla vestri. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og samruna spildunnar við Eyvinarmúla vestri.
 • Skipulagsnefnd - 92 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Menningarnefnd - 36

2009004F

 • Menningarnefnd - 36 Menningarnefnd Rangárþings eystra leggur til að eftirfarandi umsóknir verði styrktar í gegnum Menningarsjóð Rangárþings eystra.
  Braggi dagsins ljósmyndabók - Eiríkur Stefán Eiríksson
  Menningarnefnd samþykkir að styrkja bókina um 150.000 kr.-
  Stóra-Borg, staður mannlífs og menningar - Þórður Tómasson
  Menningarnefnd samþykkir að styrkja bókina um 500.000 kr.-

  Menningarnefnd ákveður að fresta afgreiðslu einnar umsóknar þar til fylgigögn hafa borist.
  Bókun fundar Fundargerð staðfesti í heild sinni.
 • Menningarnefnd - 36 Umræður fóru fram um Kjötsúpuhátíð 2021.

  Formaður hefur kynnt sér hvernig undirbúningur tveggja annarra hátíða hefur farið fram, hátíðir þar sem íbúar eru með súpukvöld, varðandi aðkomu sveitarfélagsins að súpuröltinu. Ljóst er að Rangárþing eystra hefur styrkt þennan hluta hátíðarinnar rausnarlega m.a. með súpuílátum, skeiðum og markaðssetningu á viðburðinum.
  Menningarnefnd vill funda með framleiðendum/smásöluaðilum sem gætu jafnvel verið stuðningsaðilar við íbúa sem vilja vera með súpu. Menningarnefnd hvetur aðila sem vilja taka þátt í hátíðinni, hvort sem er með beinni aðkomu eða styrkjum, að setja sig í samband við Markaðs- og kynningarfulltrúa.

  Menningarnefnd er bjartsýn og vonar að hægt verði að halda Kjötsúpuhátíð að ári. • 19.3 1811033 Nínulundur
  Menningarnefnd - 36 Á 245. fundi sveitarstjórnar, 13.12.18 var eftirfarandi bókun gerð við bókun Menningarnefndar varðandi Nínulund: ,,Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að framkvæmd málsins.“

  Menningarnefnd leggur því til að eftirfarandi verkáætlun verði sett í gang:
  2020 - 2021 > Hafist handa við skipulagningu, hönnun grindverks og umhverfis. Byrjað að hanna og smíða nýjar brýr, útbúa skilti og fjarlægja tré. Vinna skipulag fyrir gróður og gróðursetningu.

  2021 > Brýr settar upp, skilti komið fyrir, göngustígur lagaður og gerður aðgengilegur, nýjum trjám og plöntum plantað, steinhleðsla hreinsuð og löguð.

  2022 > Aðrar framkvæmdir sem ekki náðist að klára sumarið 2021. Svo almennt sumar viðhald.


  Bókun fundar Aðgerðaráætlun hefur verið komið í hendur garðyrkjustjóra og mun hún fylgja málinu eftir.
 • Menningarnefnd - 36 Rætt um stöðu mála.

  Menningarnefnd hefur fullan skilning á að í núverandi ástandi sé þetta verkefni ekki ofarlega á framkvæmdalista sveitarstjórnar. Engu að síður væri gott að fá svar frá sveitarstjórn um afstöðu hennar til verkefnisins og hvort vilji sé fyrir hendi að halda verkefninu lifandi þar til svigrúm verður til framkvæmda.
  Bókun fundar Afstaða sveitarstjórnar til verkefnisins hefur ekki breyst og er enn jákvæð. Í ljósi aðstæðna sem uppi eru, eru verkefni að þessu tagi ekki í forgangi hjá sveitarfélaginu.
  Samþykkt samhljóða.

 • Menningarnefnd - 36 Menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að senda inn tilnefningar til Hvatningarverðlauna SASS 2020.

20.Samgöngu- og umferðarnefnd - 15

2010004F

Fundargerð staðfest í heild sinni.
 • Samgöngu- og umferðarnefnd - 15 Samgöngu- og umferðarnefnd telur að vegna aukins umferðarþunga og hættu vegna lausagöngu búfjárs verði ekki hjá því komist að setja á bann við lausagöngu. Nefndin leggur til að sveitarstjórn vinni að því að koma á banni við lausagöngu búfjár en jafnframt þurfi að leysa úr þeim álitaefnum er varða bótaskyldu og skyldu hagsmunaaðila til viðhalds á girðingum við vegi og fleira.

  Samgöngu- og umferðarnefnd tekur undir bókun Byggðarráðs þann 27.8.2020 um að halda þurfi sameiginlegan fund með sveitarstjórn, Landbúnaðarnefnd, Samgöngu- og umferðarnefnd, fulltrúa Lögregluembættisins og fulltrúa Vegagerðarinnar.

 • Samgöngu- og umferðarnefnd - 15 Formaður fer yfir vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar með nefndinni. Samgöngu- og umferðarnefnd leggur til að leitað verði til íbúa um að fá ábendingar um staði sem áætlunin þarf að ná yfir. Bókun fundar Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa eftir ábendingum íbúa varðandi staði sem umferðaröryggisáætlun þarf að ná yfir.

21.563. fundur stjórnar SASS; 28.10.2020

2011029

Fundargerð staðfest í heild.

22.Tónlistarskóli Rangæinga; 21. stjórnarfundur 28.október 2020

2011003

Fundargerð staðfest í heild.

23.48. fundur stjórnar félags- og skólaþjónustu; 14. október 2020

2011031

Fundargerð staðfest í heild.

24.Rangárbakkar; Aðalfundargerð 2020; 3. nóvember 2020

2011034

Fundargerð staðfest í heild.

25.Rangárhöllin; Aðalfundargerð 2020; 3. nóv 2020

2011033

Fundargerð staðfest í heild.

26.Samband íslenskra sveitarfélaga; 890. fundur stjórnar

2011008

Fundargerð lögð fram til kynningar.

27.Covid19; Upplýsingar

2003019

Sveitarstjórn þakkar stjórnendum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir gott starf og skjót viðbrögð við síbreytilegum sóttvarnarreglum.
Lagt fram til kynningar.

28.Kolefnisspor Suðurlands; skýrsla Umhversráðgjöf Íslands ehf.

2010016

Lagt fram til kynningar.

29.Stefnuyfirlýsing Oddafélagsins

2010026

Lagt fram til kynningar.

30.Mennta- og menningarmálaráðuneytið; Dagur íslenskrar tungu 2020

2011001

Lagt fram til kynningar.
Árlegur viðburður í Hvolsskóla á degi íslenskrar tungu er upplestur 10. bekkjar á Brennu-Njálssögu auk ýmissa annarra atriða frá nemendum en allir nemendur skólans taka þátt í viðburðinum. Þennan dag hefst einnig formlegur undirbúningur 7. bekkjar fyrir stóru upplestrarkeppnina með flutningi ljóðsins Gunnarshólma. Að þessu sinni eru áform um að halda hátíðina en með breyttu sniði, við fyrsta tækifæri og streyma dagskránni.

31.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Þórunúpsvegar

2010096

Lagt fram til kynningar.

32.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagt fram til kynningar.

33.Dagur fórnarlamba umferðarslysa

2011035

Lagt fram til kynningar.

34.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2020

2001021

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:44.