15. fundur 02. nóvember 2020 kl. 10:00 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bjarki Oddsson formaður
  • Halldór Óskarsson
  • Arnheiður Dögg Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Lausaganga bjúfjár á þjóðvegi ábending

2007025

Samgöngu- og umferðarnefnd telur að vegna aukins umferðarþunga og hættu vegna lausagöngu búfjárs verði ekki hjá því komist að setja á bann við lausagöngu. Nefndin leggur til að sveitarstjórn vinni að því að koma á banni við lausagöngu búfjár en jafnframt þurfi að leysa úr þeim álitaefnum er varða bótaskyldu og skyldu hagsmunaaðila til viðhalds á girðingum við vegi og fleira.

Samgöngu- og umferðarnefnd tekur undir bókun Byggðarráðs þann 27.8.2020 um að halda þurfi sameiginlegan fund með sveitarstjórn, Landbúnaðarnefnd, Samgöngu- og umferðarnefnd, fulltrúa Lögregluembættisins og fulltrúa Vegagerðarinnar.

2.Samgöngunefnd - önnur mál

2007047

Formaður fer yfir vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar með nefndinni. Samgöngu- og umferðarnefnd leggur til að leitað verði til íbúa um að fá ábendingar um staði sem áætlunin þarf að ná yfir.

Fundi slitið - kl. 10:45.